Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. mars 2025 19:19 Markmiðið með uppbyggingunni er að styrkja fyrirliggjandi byggð. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur dregið úr fyrirhuguðum áformum um þéttingu byggðar í Grafarvogi. Þetta kemur fram í nýjum drögum tillögu að aðalskipulagsbreytingu um fjölgun íbúa í grónum hverfum. Fyrstu hugmyndir um uppbyggingu í Grafarvogi voru kynntar íbúum í september árið 2024 á opnu húsi. Þar var gert ráð fyrir 476 íbúðum en þeim hefur verið fækkað nú í 340. Til að mynda verða fjórtán einbýli, tuttugu íbúðir í tíu parhúsum og 130 íbúðir í sjö fjölbýlishúsum. „Með íbúðaruppbyggingu í grónum svæðum er verið að stuðla að aukinni skilvirkni á húsnæðismarkaði og skapa tækifæri til að mæta brýnni húsnæðisþörf með skjótari hætti og skapa fjölbreytileika húsagerða og búsetukosta hverfisins,“ stendur í fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar. Mikil óánægja var meðal íbúa í Grafarvogi, þá sérstaklega þeirra sem búa í Rimahverfi. Íbúar við Sóleyjarima og Smárarima stofnuðu undirskriftalista til að mótmæla byggingu fjölbýlishúss á svæði milli gatnanna. Þegar upprunalega tillagan var birt í skipulagsgáttinni bárust alls 848 athugasemdir frá íbúum. Flestar þeirra vörðuðu Víkurhverfi og Sóleyjarima. Hér má sjá svæðið milli Sóleyjarima og Smárarima þar sem byggja átti stórt fjölbýlishús. Grafík/Sara „Við Sóleyjarima var byggingarmagn minnkað frá samkeppnistillögu sem var 8000 fermetra í 4650 fermetra sem gerir alls 42% minnkun á byggingarmagni. Íbúðir voru 80 á samkeppnisstigi en verða alls 52,“ stendur í tilkynningunni. Þá verði öll byggð á tveimur hæðum í stað tveggja til þriggja og bílastæðahús fjarlægt. Í Víkurhverfi var íbúðum fækkað úr 48 í tólf við Hamravík og Breiðavík. Þá var hætt við að byggja tólf íbúðir við Víkurskóla „til að skerða ekki framtíðaruppbyggingu lóðar tengda leikskóla og skóla.“ Við Gangveg er nú gert ráð fyrir íbúðabyggð með 48 íbúðum í staðinn fyrir 68. Við Völundarhús var hætt við framkvæmdir á einni lóð en þar áttu að rísa einbýli og tvíbýlishús en einnig var fyrirhugað parhús með átta íbúðum en þær verða einungis sex. Tvær einbýlishúsalóðir voru teknar út við Garðsstaði, ein við Tröllaborgir, ein við Vesturfold ásamt einni lóð við Fannafold þar sem „hún þótti ákjósanleg fyrir leiksvæði í framtíðinni.“ Íbúðum við Lokinhamra var fækkað úr fjórtán íbúðir í átta. Kynningarfundur verður haldinn í næstu viku á Borgum í Grafarvogi. Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Fyrstu hugmyndir um uppbyggingu í Grafarvogi voru kynntar íbúum í september árið 2024 á opnu húsi. Þar var gert ráð fyrir 476 íbúðum en þeim hefur verið fækkað nú í 340. Til að mynda verða fjórtán einbýli, tuttugu íbúðir í tíu parhúsum og 130 íbúðir í sjö fjölbýlishúsum. „Með íbúðaruppbyggingu í grónum svæðum er verið að stuðla að aukinni skilvirkni á húsnæðismarkaði og skapa tækifæri til að mæta brýnni húsnæðisþörf með skjótari hætti og skapa fjölbreytileika húsagerða og búsetukosta hverfisins,“ stendur í fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar. Mikil óánægja var meðal íbúa í Grafarvogi, þá sérstaklega þeirra sem búa í Rimahverfi. Íbúar við Sóleyjarima og Smárarima stofnuðu undirskriftalista til að mótmæla byggingu fjölbýlishúss á svæði milli gatnanna. Þegar upprunalega tillagan var birt í skipulagsgáttinni bárust alls 848 athugasemdir frá íbúum. Flestar þeirra vörðuðu Víkurhverfi og Sóleyjarima. Hér má sjá svæðið milli Sóleyjarima og Smárarima þar sem byggja átti stórt fjölbýlishús. Grafík/Sara „Við Sóleyjarima var byggingarmagn minnkað frá samkeppnistillögu sem var 8000 fermetra í 4650 fermetra sem gerir alls 42% minnkun á byggingarmagni. Íbúðir voru 80 á samkeppnisstigi en verða alls 52,“ stendur í tilkynningunni. Þá verði öll byggð á tveimur hæðum í stað tveggja til þriggja og bílastæðahús fjarlægt. Í Víkurhverfi var íbúðum fækkað úr 48 í tólf við Hamravík og Breiðavík. Þá var hætt við að byggja tólf íbúðir við Víkurskóla „til að skerða ekki framtíðaruppbyggingu lóðar tengda leikskóla og skóla.“ Við Gangveg er nú gert ráð fyrir íbúðabyggð með 48 íbúðum í staðinn fyrir 68. Við Völundarhús var hætt við framkvæmdir á einni lóð en þar áttu að rísa einbýli og tvíbýlishús en einnig var fyrirhugað parhús með átta íbúðum en þær verða einungis sex. Tvær einbýlishúsalóðir voru teknar út við Garðsstaði, ein við Tröllaborgir, ein við Vesturfold ásamt einni lóð við Fannafold þar sem „hún þótti ákjósanleg fyrir leiksvæði í framtíðinni.“ Íbúðum við Lokinhamra var fækkað úr fjórtán íbúðir í átta. Kynningarfundur verður haldinn í næstu viku á Borgum í Grafarvogi.
Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira