Fótbolti

Carragher veiktist í beinni út­sendingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jamie Carragher þurfti frá að hverfa í umfjöllun CBS um Meistaradeild Evrópu í gær.
Jamie Carragher þurfti frá að hverfa í umfjöllun CBS um Meistaradeild Evrópu í gær. afp/PETER POWELL

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, þurfti að yfirgefa beina útsendingu CBS frá Meistaradeild Evrópu í gær vegna veikinda.

Carragher var á Anfield í fyrradag og sá sitt gamla lið falla úr leik fyrir Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Hann var aftur mættur í myndver CBS í gær ásamt Kate Scott, Thierry Henry og Micah Richards og hitaði upp fyrir leiki kvöldsins.

Carragher var hins vegar hvergi sjáanlegur þegar þau fóru aftur í loftið í hálfleik. Scott greindi frá því að gamli varnarjaxlinn hefði veikst og þurft frá að hverfa.

Seinna um kvöldið greindi Carragher frá því á Instagram að hann væri að koma til.

„Líður betur núna og var bara að kanna hvort teymið gæti verið án mín,“ skrifaði Carragher.

Borussia Dortmund, Arsenal, Aston Villa og Real Madrid tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×