Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2025 08:31 Í næstu viku verður kosið í embætti rektors Háskóla Íslands. Ég styð Magnús Karl Magnússon heilshugar í embættið enda er hann framúrskarandi kandídat í þetta verkefni. Leiðir okkar Magnúsar lágu saman þegar ég var á öðru ári í lífefnafræði við Raunvísindadeild HÍ og var óviss með mín framtíðarplön og um hvað mig langaði að gera eftir grunnnám. Í stuttu máli má segja að frá fyrsta fundi hafi Magnús Karl kveikt hjá mér vísindaáhuga sem enn hefur ekki brunnið út, enda vita þeir sem til hans þekkja að Magnús Karl hefur óslökkvandi áhuga á vísindum og einstaka hæfileika til að kveikja áhuga síns samstarfsfólks á því efni sem á honum brennur hverju sinni. Magnús var annar af tveimur leiðbeinendum mínum í meistara- og doktorsnámi við HÍ. Sem leiðbeinandi var Magnús Karl bæði jákvæður og hvetjandi og lagði sig fram við að veita þann stuðning og hvatningu sem ég þurfti til að ná mínum markmiðum í námi og vísindastarfi. Sem vísindamaður og leiðbeinandi er hann frjór, hugmyndaríkur og lausnamiðaður. Þar að auki er hann afar skemmtilegur samstarfsmaður, enda á hann auðvelt með að veita fólki í kringum sig innblástur til að gera vel og hugsa langt. Undanfarin ár hefur töluverð umræða átt sér stað um undirfjármögnun háskóla á Íslandi og skerðingar til samkeppnissjóða sem fjármagna vísindarannsóknir. Því er ljóst að nú sem aldrei fyrr er mikilvægt fyrir háskóla- og vísindasamfélagið að hafa öflugan talsmann sem brennur fyrir því verkefni að auka sýnileika vísinda á Íslandi, koma málefnum háskólans í kastljós umræðunnar og talar fyrir því verkefni að lyfta undir og efla vísindarannsóknir og vísindasamfélagið á Íslandi. Magnús hefur í áraraðir talað fyrir uppbyggingu vísindastarfs hér á landi og mikilvægi þess að opna leiðir fyrir ungt og upprennandi vísindafólk til að byggja upp sínar rannsóknir. Fyrir okkur sem erum að taka okkar fyrstu skref sem sjálfstætt vísindafólk skiptir öllu máli að næsti rektor hafi skilning á mikilvægi þess að gefa ungum vísindamönnum aukin tækifæri og að fjármögnun vísindasjóða verði tryggð. Það er ekki spurning að Magnús verður sýnilegur og öflugur leiðtogi háskólann útá við í samfélaginu, en einnig að hann er afar hæfur til að stjórna þeirri stóru skútu sem háskólinn er. Hann hefur sterka sýn bæði á kennslu- og vísindastarf og hefur síðan ég kynntist honum talað fyrir mikilvægi háskólastigsins á Íslandi og vísinda innan samfélagsins. Magnús hefur sýnt það endurtekið að hann er frábær málsvari vísinda, hefur hugsjón varðandi háskólastarf og hefur verið ötull talsmaður þess á undanförnum árum. Ég er er þess fullviss að Magnús Karl mun reynast háskólanum mikill fengur ef hann nær kjöri sem rektor. Höfundur er lektor við Læknadeild HÍ og náttúrufræðingur á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Í næstu viku verður kosið í embætti rektors Háskóla Íslands. Ég styð Magnús Karl Magnússon heilshugar í embættið enda er hann framúrskarandi kandídat í þetta verkefni. Leiðir okkar Magnúsar lágu saman þegar ég var á öðru ári í lífefnafræði við Raunvísindadeild HÍ og var óviss með mín framtíðarplön og um hvað mig langaði að gera eftir grunnnám. Í stuttu máli má segja að frá fyrsta fundi hafi Magnús Karl kveikt hjá mér vísindaáhuga sem enn hefur ekki brunnið út, enda vita þeir sem til hans þekkja að Magnús Karl hefur óslökkvandi áhuga á vísindum og einstaka hæfileika til að kveikja áhuga síns samstarfsfólks á því efni sem á honum brennur hverju sinni. Magnús var annar af tveimur leiðbeinendum mínum í meistara- og doktorsnámi við HÍ. Sem leiðbeinandi var Magnús Karl bæði jákvæður og hvetjandi og lagði sig fram við að veita þann stuðning og hvatningu sem ég þurfti til að ná mínum markmiðum í námi og vísindastarfi. Sem vísindamaður og leiðbeinandi er hann frjór, hugmyndaríkur og lausnamiðaður. Þar að auki er hann afar skemmtilegur samstarfsmaður, enda á hann auðvelt með að veita fólki í kringum sig innblástur til að gera vel og hugsa langt. Undanfarin ár hefur töluverð umræða átt sér stað um undirfjármögnun háskóla á Íslandi og skerðingar til samkeppnissjóða sem fjármagna vísindarannsóknir. Því er ljóst að nú sem aldrei fyrr er mikilvægt fyrir háskóla- og vísindasamfélagið að hafa öflugan talsmann sem brennur fyrir því verkefni að auka sýnileika vísinda á Íslandi, koma málefnum háskólans í kastljós umræðunnar og talar fyrir því verkefni að lyfta undir og efla vísindarannsóknir og vísindasamfélagið á Íslandi. Magnús hefur í áraraðir talað fyrir uppbyggingu vísindastarfs hér á landi og mikilvægi þess að opna leiðir fyrir ungt og upprennandi vísindafólk til að byggja upp sínar rannsóknir. Fyrir okkur sem erum að taka okkar fyrstu skref sem sjálfstætt vísindafólk skiptir öllu máli að næsti rektor hafi skilning á mikilvægi þess að gefa ungum vísindamönnum aukin tækifæri og að fjármögnun vísindasjóða verði tryggð. Það er ekki spurning að Magnús verður sýnilegur og öflugur leiðtogi háskólann útá við í samfélaginu, en einnig að hann er afar hæfur til að stjórna þeirri stóru skútu sem háskólinn er. Hann hefur sterka sýn bæði á kennslu- og vísindastarf og hefur síðan ég kynntist honum talað fyrir mikilvægi háskólastigsins á Íslandi og vísinda innan samfélagsins. Magnús hefur sýnt það endurtekið að hann er frábær málsvari vísinda, hefur hugsjón varðandi háskólastarf og hefur verið ötull talsmaður þess á undanförnum árum. Ég er er þess fullviss að Magnús Karl mun reynast háskólanum mikill fengur ef hann nær kjöri sem rektor. Höfundur er lektor við Læknadeild HÍ og náttúrufræðingur á Landspítala.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun