Íslenski boltinn

Lengsta undir­búnings­tíma­bilið að klárast

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Baldur hefur verið á faraldsfæti síðustu vikur.
Baldur hefur verið á faraldsfæti síðustu vikur.

Baldur Sigurðsson mun venju samkvæmt hita upp fyrir fótboltasumarið með því að hitta lið úr Bestu deildunum á æfingum.

Þetta er þriðja árið í röð sem Baldur mætir til leiks með þættina ásamt Ólafi Chelbat framleiðanda.

Að þessu sinni mun Baldur líka kíkja í heimsókn á æfingar hjá liðum í Bestu deild kvenna en hann fór um allt land á æfingar.

Klippa: Auglýsing fyrir Lengsta undirbúningstímabil í heimi 2025

Fyrsti þáttur er á mánudaginn næstkomandi en þá mun Baldur heimsækja nýliða Aftureldingar í Bestu deild karla.

Allir leikirnir í Bestu deildunum verða svo í beinni á sportrásum Stöðvar 2 í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×