Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar 13. mars 2025 14:20 Íslenska ríkið rekur einokunarverslanir með áfengi, bjór og vín og skerðir atvinnufrelsi með tilvísun í almannahag og fullyrðir að rannsóknir sýni orsakasamhengi á milli aðgengis og neyslu. Yfirlýst markmið eru: skilgreina umgjörð um smásölu áfengis sem byggist á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð, takmarka og stýra aðgengi að áfengi og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og takmarka framboð á óæskilegum vörum. Í stuttu máli er veruleikinn ekki bara sá að hinu opinbera hafi mistekist framangreind markmið heldur er starfsemin beinlínis og sannanlega í þveröfuga átt. Sú staðreynd hlýtur að koma til álita ef látið yrði reyna á málið fyrir dómi. Líklega myndi skilríkjaeftirlit vega þyngst á metunum enda bannað að selja áfengi til unglinga. Því miður eru engin viðurlög við ítrekuðum brotum hins opinbera á þessu sviði og engin dæmi um að dómarinn hafi vísað sjálfum sér af leikvellinum í framhaldinu. Forsaga og forsendur Þegar lögin um einokunarverslunina voru sett / - viðauki bókaður við EES samninginn, voru verslanir samtals 9, afgreitt var yfir búðaborð, engin greiðslukort og engin var netverslunin. Hugmyndir manna um þrískiptingu ríkisvaldsins voru takmarkaðar og samkeppnissjónarmið fáheyrð. Staðan nú Á seinni árum hafa sprottið upp netverslanir eins og www.sante.is sem reknar eru á tveimur kennitölum, erlent félag selur áfengið en íslenskt félag flytur inn vöruna, heldur lager og afgreiðir. Þessar netverslanir nota allar rafræn skilríki sem sækir upplýsingar um aldur upp úr opinberum gagnagrunni og ekki er vitað um neina tæknilega leið framhjá þessu kerfi fyrir fólk undir 20 ára aldri til að geta keypt áfengi. Nú eru verslanir ÁTVR sjálfsafgreiðsluverslanir, taka greiðslukort, stofnunin rekur netverslun, opnunartími er fram á kvöld, verslanir eru merktar í bak og fyrir með ljósaskiltum útstillingargluggum, firmamerki er málað á bílastæði, auglýsingar og markaðssetning í dagblöðum og netmiðlum, gjafakort, gjafaumbúðir, vínblað, kokteiluppskriftir og ráðleggingar sérfræðinga, allt saman söluhvetjandi aðgerðir. Alls eru verslanirnar 52 í samfélagi sem telur 400.000 íbúa og því eitt þéttasta net verslana í nokkru landi. Augljóslega stendur ekkert eftir í verki sem flokka má sem torveldun á aðgengi. Fríhöfninni í Keflavík hefur verið breytt í einn allsherjar áfengisranghala þar sem flétttað er saman snyrtivörum, sælgæti, leikföngum og fleiru allt umvafið áfengisauglýsingum, smökkunarborð í komusal og farþegar minntir á að fullnýta áfengiskaupaheimild sína. Þá hefur þar veið komið upp sjálfsafgreiðslukassakerfi. Jafnræðisreglan Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Í innsendu erindi upp á 379 blaðsíður um svokallað brugghúsafrumvarp segir forstjóri ÁTVR að verði frumvarpið að lögum sé ekki um að ræða ,,þrönga undanþágu” heldur sé ,,forsendubrestur” fyrir rekstri ÁTVR og muni hafa ,,veruleg og neikvæð áhrif á lýðheilsu þjóðarinnar” og að ,,einkaréttur ÁTVR líði undir lok þar sem hann standist ekki lengur skilyrði Evrópuréttar fyrir einkaleyfinu”. Jafnframt tiltekur stofnunin að sala á framleiðslustað sé ,,brot á banni við mismunun” sem ætla mætti að sé tilvísun í jafnræðisregluna. Nýjasti kaflinn í hamfarasögu stofnunarinnar er svo að hæstiréttur dæmdi vöruvalsreglurnar ólöglegar og liggur því fyrir að heildsalar eigi skaðabótakröfur mörg ár aftur í tímann. Í dómsorði hæstaréttar segir: ,,Hæstiréttur áréttaði að lagafyrirmæli sem liggi til grundvallar skerðingu á atvinnufrelsi þurfi að vera skýr og verði ekki túlkuð með rýmri hætti, borgurunum í óhag en leitt verði af skýrri orðanna hljóðan eða afdráttarlausum vísbendingum í lögskýringargögnum væri uppi einhver vafi um túlkun.” Eiginleikar í dag Með því að aðskilja lager frá afgreiðslu er búðaþjófnaður nánast útilokaður hjá aðilum sem starfrækja netverslanir og skilríkjaeftirlit er öruggt. Samkvæmt eigin rannsóknum einokunarverslunarinnar ÁTVR sleppa 10%-20% af þeim sem eru undir aldri framhjá eftirlitinu. Alkunna er að þýfi ratar síðan oft í sölu til unglinga. Að því er varðar almannahag hefur t.d. Sante sagt að það sé í almannahag að bjóða góða vöru á góðu verði með góðri þjónustu og býður fyrirtækið t.d. heimsendingu í því sambandi. Fyrirtækið bendir á að ekkert orsakasamhengi sé á milli aðgengis og neyslu og að allar kenningar um slíkt byggi á ályktunum sem hvergi eru studd gögnum. Í því samhengi kom eins og blaut covid tuska í andlitið á lýðheilsustéttinni að áfengisneysla íslendinga dróst saman um 19% á síðasta ári ef leiðrétt er fyrir fjölgun ferðamanna. Ennfremur hefur félagið bent á að öll opinber tölfræði um að íslendingar drekki minna en aðrar þjóðir byggi á gölluðum tölum frá Hagstofunni sem taki ekki með sölu í fríhöfninni, alla sölu vanti á léttbjór upp að 2,25% og líklega vanti fyrstu 2,25% í allri bjórsölu, léttvíns og áfengissölu. Þannig sé neysla meiri og hafi alltaf verið meiri en tölur sýna. Margskonar breytingar á mælingum í gegnum tíðina gera samanburð ómögulegan og ekkert samræmi er á milli gagnasetta WHO, sjálfsævisögu ÁTVR og talna Hagstofunnar. Almannahagur ÁTVR er óheimilt að flytja inn söluvörur sínar og verður að kaupa af milliliðum sem hækka verð sem varlega áætlað er um 20% hærra en það ætti að vera. Áfengissala vigtar inn í vísitölu neysluverðs og því orsakavaldur að verðbólgu en vægi verðtryggingar í lánum á íslandi er mjög hátt eins og allir vita. Slíkt tvöfalt fyrirkomulag er augljóslega ekki í almannaþágu enda ekki til staðar erlendis þar sem einokunarverslanir eru til staðar. Minna má á að ríkið rekur Samkeppniseftirlit með það að markmiði að tryggja almannahag með því að fyrirbyggja þann rekstur sem það sjálft stundar og skilgreinir afdráttarlaust að almannahagur liggi í frjálsri samkeppni. Hið opinbera auglýsir án afláts allt árið um kring ,,vínbúðin” og ,,vínbúðirnar” en bannar einkaaðlum að auglýsa hvort heldur er vín eða vín búðir. Augljóslega er um nokkurn mælingavanda að ræða þegar kemur að því að meta almannahag. Hvergi er til dæmi um að einokunarrekstur hafi verið aflagður í vestrænu hagkerfi, hvar hægt hefur verið að mæla mun á hag almennings í framhaldinu. Hvergi hefur verið sýnt fram á að einokunarverslun geti verið neytendum hagfellt sölufyrirkomulag. Spurning er hvort sönnunarbyrðin lægi hjá hinu opinbera eða þeim sem er ákærður. Í þessu tilfelli liggur fyrir að Sante hefur lagt fram talsvert af gögnum í málinu í opinberri umræðu en engu slíku er til að dreifa frá hinu opinbera. Hagsmunaárekstur Ef fjármálaráðuneytið hefur lögvarða hagsmuni (hagnaður ÁTVR) til að stefna samkeppnisaðila, t.d. Sante fyrir dómi, má benda á að ráðuneytið fer líka með fjárveitingavald til dómstóla sem fjalla um málið. Höfundur er eigandi Sante. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Netverslun með áfengi Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið rekur einokunarverslanir með áfengi, bjór og vín og skerðir atvinnufrelsi með tilvísun í almannahag og fullyrðir að rannsóknir sýni orsakasamhengi á milli aðgengis og neyslu. Yfirlýst markmið eru: skilgreina umgjörð um smásölu áfengis sem byggist á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð, takmarka og stýra aðgengi að áfengi og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og takmarka framboð á óæskilegum vörum. Í stuttu máli er veruleikinn ekki bara sá að hinu opinbera hafi mistekist framangreind markmið heldur er starfsemin beinlínis og sannanlega í þveröfuga átt. Sú staðreynd hlýtur að koma til álita ef látið yrði reyna á málið fyrir dómi. Líklega myndi skilríkjaeftirlit vega þyngst á metunum enda bannað að selja áfengi til unglinga. Því miður eru engin viðurlög við ítrekuðum brotum hins opinbera á þessu sviði og engin dæmi um að dómarinn hafi vísað sjálfum sér af leikvellinum í framhaldinu. Forsaga og forsendur Þegar lögin um einokunarverslunina voru sett / - viðauki bókaður við EES samninginn, voru verslanir samtals 9, afgreitt var yfir búðaborð, engin greiðslukort og engin var netverslunin. Hugmyndir manna um þrískiptingu ríkisvaldsins voru takmarkaðar og samkeppnissjónarmið fáheyrð. Staðan nú Á seinni árum hafa sprottið upp netverslanir eins og www.sante.is sem reknar eru á tveimur kennitölum, erlent félag selur áfengið en íslenskt félag flytur inn vöruna, heldur lager og afgreiðir. Þessar netverslanir nota allar rafræn skilríki sem sækir upplýsingar um aldur upp úr opinberum gagnagrunni og ekki er vitað um neina tæknilega leið framhjá þessu kerfi fyrir fólk undir 20 ára aldri til að geta keypt áfengi. Nú eru verslanir ÁTVR sjálfsafgreiðsluverslanir, taka greiðslukort, stofnunin rekur netverslun, opnunartími er fram á kvöld, verslanir eru merktar í bak og fyrir með ljósaskiltum útstillingargluggum, firmamerki er málað á bílastæði, auglýsingar og markaðssetning í dagblöðum og netmiðlum, gjafakort, gjafaumbúðir, vínblað, kokteiluppskriftir og ráðleggingar sérfræðinga, allt saman söluhvetjandi aðgerðir. Alls eru verslanirnar 52 í samfélagi sem telur 400.000 íbúa og því eitt þéttasta net verslana í nokkru landi. Augljóslega stendur ekkert eftir í verki sem flokka má sem torveldun á aðgengi. Fríhöfninni í Keflavík hefur verið breytt í einn allsherjar áfengisranghala þar sem flétttað er saman snyrtivörum, sælgæti, leikföngum og fleiru allt umvafið áfengisauglýsingum, smökkunarborð í komusal og farþegar minntir á að fullnýta áfengiskaupaheimild sína. Þá hefur þar veið komið upp sjálfsafgreiðslukassakerfi. Jafnræðisreglan Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Í innsendu erindi upp á 379 blaðsíður um svokallað brugghúsafrumvarp segir forstjóri ÁTVR að verði frumvarpið að lögum sé ekki um að ræða ,,þrönga undanþágu” heldur sé ,,forsendubrestur” fyrir rekstri ÁTVR og muni hafa ,,veruleg og neikvæð áhrif á lýðheilsu þjóðarinnar” og að ,,einkaréttur ÁTVR líði undir lok þar sem hann standist ekki lengur skilyrði Evrópuréttar fyrir einkaleyfinu”. Jafnframt tiltekur stofnunin að sala á framleiðslustað sé ,,brot á banni við mismunun” sem ætla mætti að sé tilvísun í jafnræðisregluna. Nýjasti kaflinn í hamfarasögu stofnunarinnar er svo að hæstiréttur dæmdi vöruvalsreglurnar ólöglegar og liggur því fyrir að heildsalar eigi skaðabótakröfur mörg ár aftur í tímann. Í dómsorði hæstaréttar segir: ,,Hæstiréttur áréttaði að lagafyrirmæli sem liggi til grundvallar skerðingu á atvinnufrelsi þurfi að vera skýr og verði ekki túlkuð með rýmri hætti, borgurunum í óhag en leitt verði af skýrri orðanna hljóðan eða afdráttarlausum vísbendingum í lögskýringargögnum væri uppi einhver vafi um túlkun.” Eiginleikar í dag Með því að aðskilja lager frá afgreiðslu er búðaþjófnaður nánast útilokaður hjá aðilum sem starfrækja netverslanir og skilríkjaeftirlit er öruggt. Samkvæmt eigin rannsóknum einokunarverslunarinnar ÁTVR sleppa 10%-20% af þeim sem eru undir aldri framhjá eftirlitinu. Alkunna er að þýfi ratar síðan oft í sölu til unglinga. Að því er varðar almannahag hefur t.d. Sante sagt að það sé í almannahag að bjóða góða vöru á góðu verði með góðri þjónustu og býður fyrirtækið t.d. heimsendingu í því sambandi. Fyrirtækið bendir á að ekkert orsakasamhengi sé á milli aðgengis og neyslu og að allar kenningar um slíkt byggi á ályktunum sem hvergi eru studd gögnum. Í því samhengi kom eins og blaut covid tuska í andlitið á lýðheilsustéttinni að áfengisneysla íslendinga dróst saman um 19% á síðasta ári ef leiðrétt er fyrir fjölgun ferðamanna. Ennfremur hefur félagið bent á að öll opinber tölfræði um að íslendingar drekki minna en aðrar þjóðir byggi á gölluðum tölum frá Hagstofunni sem taki ekki með sölu í fríhöfninni, alla sölu vanti á léttbjór upp að 2,25% og líklega vanti fyrstu 2,25% í allri bjórsölu, léttvíns og áfengissölu. Þannig sé neysla meiri og hafi alltaf verið meiri en tölur sýna. Margskonar breytingar á mælingum í gegnum tíðina gera samanburð ómögulegan og ekkert samræmi er á milli gagnasetta WHO, sjálfsævisögu ÁTVR og talna Hagstofunnar. Almannahagur ÁTVR er óheimilt að flytja inn söluvörur sínar og verður að kaupa af milliliðum sem hækka verð sem varlega áætlað er um 20% hærra en það ætti að vera. Áfengissala vigtar inn í vísitölu neysluverðs og því orsakavaldur að verðbólgu en vægi verðtryggingar í lánum á íslandi er mjög hátt eins og allir vita. Slíkt tvöfalt fyrirkomulag er augljóslega ekki í almannaþágu enda ekki til staðar erlendis þar sem einokunarverslanir eru til staðar. Minna má á að ríkið rekur Samkeppniseftirlit með það að markmiði að tryggja almannahag með því að fyrirbyggja þann rekstur sem það sjálft stundar og skilgreinir afdráttarlaust að almannahagur liggi í frjálsri samkeppni. Hið opinbera auglýsir án afláts allt árið um kring ,,vínbúðin” og ,,vínbúðirnar” en bannar einkaaðlum að auglýsa hvort heldur er vín eða vín búðir. Augljóslega er um nokkurn mælingavanda að ræða þegar kemur að því að meta almannahag. Hvergi er til dæmi um að einokunarrekstur hafi verið aflagður í vestrænu hagkerfi, hvar hægt hefur verið að mæla mun á hag almennings í framhaldinu. Hvergi hefur verið sýnt fram á að einokunarverslun geti verið neytendum hagfellt sölufyrirkomulag. Spurning er hvort sönnunarbyrðin lægi hjá hinu opinbera eða þeim sem er ákærður. Í þessu tilfelli liggur fyrir að Sante hefur lagt fram talsvert af gögnum í málinu í opinberri umræðu en engu slíku er til að dreifa frá hinu opinbera. Hagsmunaárekstur Ef fjármálaráðuneytið hefur lögvarða hagsmuni (hagnaður ÁTVR) til að stefna samkeppnisaðila, t.d. Sante fyrir dómi, má benda á að ráðuneytið fer líka með fjárveitingavald til dómstóla sem fjalla um málið. Höfundur er eigandi Sante.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar