Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 14. mars 2025 08:01 Ákvörðun umhverfisráðherra um 600 milljóna króna niðurskurð til umhverfis- og náttúruverndar hefur vakið furðu á meðal okkar umhverfisverndarsinna. Ráðherrann segir niðurskurðinn engin áhrif hafa á lögbundin verkefni eða aðgerðir sem þegar hafi verið ákveðið að ráðast í. En er það örugglega svo? Snjóflóðavarnir? Orkuskipti? Endurheimt votlendis? Ljóst er að það hefði verið hægt að nýta fjármagnið í undirbúning mikilvægra snjóflóða- eða aurflóðavarna, til dæmis á Patreksfirði, Seyðisfirði eða Norðfirði. Það eru lögbundin verkefni. Ráðherra ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Það hefði verið hægt að fjármagna einhverjar af þeim fjölmörgu aðgerðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Samkvæmt áætluninni eru 40% aðgerða að öllu leyti ófjármagnaðar og 13% bara að hluta fjármagnaðar. Í viðtali Vísis við umhverfisráðherra 15. febrúar síðastliðinn sagði ráðherrann að ekki megi slá ákvörðunum í loftslagsmálum á frest og að tryggja þurfi að aðgerðir séu ávallt að fullu fjármagnaðar og skili ávinningi. Ég fæ ekki betur séð en ráðherra framkvæmi þveröfugt við það sem hann sjálfur segir. Hann slær ákvörðunum á frest og tryggir ekki fjármagn til þeirra þrátt fyrir að hafa fjármagnið í hendi. Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er lögbundið verkefni og undan fjármögnun hennar verður ekki komist, sérlega ef ráðherranum er alvara með því að ná árangri í að stemma stigu við loftslagsvánni. Samt segir ráðherra að niðurskurðurinn í ráðuneytinu hafi ekki áhrif á lögbundin verkefni. Það er því beinlínis rangt hjá honum. Ráðherra hefði getað nýtt fjármagnið til að fjármagna aðgerðir í orkuskiptum og endurheimt votlendis sem hann hefur sjálfur gagnrýnt fyrrverandi stjórnvöld fyrir hægagang í. Hann hefði getað auðveldað tekjulægra fólki að fjárfesta í rafbílum sem hann réttilega hefur lagt áherslu á að þurfi að gera, og ráðist í margar aðrar loftslagsaðgerðir með þessum 600 milljónum króna. Ráðherra ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Flýta verkefnum vegna ágangs ferðamanna? Að lokum má benda á að fjölmörg verkefni bíða fjármögnunar í landsáætlun um uppbyggingu innviða á náttúruverndarsvæðum. Stórkostlegur árangur hefur náðst á þessu sviði síðan landsáætlunin var fjármögnuð af fyrri ríkisstjórnum. En það er alltaf hægt að flýta aðgerðum eða ráðast í aðgerðir þar sem ítrekað hefur verið bent á fjárþörf svo sem vegna ýmissa menningarminja víða um land. Þá væri hægt að flýta vinnu við viðhald gönguleiða í Vatnsfirði, byggingu göngupalla á Hveravöllum, áframhaldandi uppbyggingu á Geysissvæðinu sem friðlýst var árið 2020, eða flýta framkvæmdum við tröppur upp með Skógafossi svo eitthvað sé nefnt. En, nei, umhverfisráðherra Samfylkingarinnar ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Stórkostleg vanþekking og skeytingarleysi Haft er eftir ráðherra á RÚV í vikunni að hann muni ekki reka þá pólitík á sinni vakt að útdeila sem mestum peningum sem hraðast. Hvernig stemmir það við þau orð ráðherra að ekki megi slá ákvörðunum í loftslagsmálum á frest og að tryggja þurfi að aðgerðir séu ávallt að fullu fjármagnaðar svo bent sé á einn – raunar fjölbreyttan – málaflokk ráðuneytisins? Mér sýnist á öllu að ráðherra ætli yfirhöfuð ekki að útdeila peningum sem þó eru til staðar, hvorki hratt né hægt. Reyndar er það svo að ráðherrann hefur haft þrjá mánuði til að ákveða hvernig best sé að nota þetta umtalsverða fjármagn. Ég gæti trúað að Jóhanni Páli sem stjórnarandstöðuþingmanni hefði þótt það nægur tími til ákvörðunar. Ákvörðun umhverfisráðherra lýsir stórkostlegri vanþekkingu á því hve mikinn tíma tekur að koma opinberu fjármagni í vinnu, algjöru skeytingarleysi gagnvart alvarleika og tímaskorti í loftslagsmálum og vernd byggða gagnvart snjóflóðum og aurskriðum, nú eða ágangi ferðamanna á náttúruperlur landsins sem ferðaþjónustan byggir tilvist sína að stóru leyti á. Það munar um 600 milljónir í baráttuna í umhverfismálum Það er afar slæmt þegar umhverfisráðherra stendur ekki með náttúrunni, stendur ekki með loftslaginu og stendur ekki með framtíðarkynslóðum eins og raunin er í þessu tilfelli. Sexhundruð milljónir er mikið fjármagn. Ég hvet þig ágæti Jóhann Páll til að standa með náttúrunni og komandi kynslóðum og falla frá ákvörðun þinni um að nýta ekki þessar 600 milljónir króna. Það munar um allt í þeirri baráttu sem mannkyn stendur frammi fyrir. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Alþingi Samfylkingin Vinstri græn Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ákvörðun umhverfisráðherra um 600 milljóna króna niðurskurð til umhverfis- og náttúruverndar hefur vakið furðu á meðal okkar umhverfisverndarsinna. Ráðherrann segir niðurskurðinn engin áhrif hafa á lögbundin verkefni eða aðgerðir sem þegar hafi verið ákveðið að ráðast í. En er það örugglega svo? Snjóflóðavarnir? Orkuskipti? Endurheimt votlendis? Ljóst er að það hefði verið hægt að nýta fjármagnið í undirbúning mikilvægra snjóflóða- eða aurflóðavarna, til dæmis á Patreksfirði, Seyðisfirði eða Norðfirði. Það eru lögbundin verkefni. Ráðherra ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Það hefði verið hægt að fjármagna einhverjar af þeim fjölmörgu aðgerðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Samkvæmt áætluninni eru 40% aðgerða að öllu leyti ófjármagnaðar og 13% bara að hluta fjármagnaðar. Í viðtali Vísis við umhverfisráðherra 15. febrúar síðastliðinn sagði ráðherrann að ekki megi slá ákvörðunum í loftslagsmálum á frest og að tryggja þurfi að aðgerðir séu ávallt að fullu fjármagnaðar og skili ávinningi. Ég fæ ekki betur séð en ráðherra framkvæmi þveröfugt við það sem hann sjálfur segir. Hann slær ákvörðunum á frest og tryggir ekki fjármagn til þeirra þrátt fyrir að hafa fjármagnið í hendi. Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er lögbundið verkefni og undan fjármögnun hennar verður ekki komist, sérlega ef ráðherranum er alvara með því að ná árangri í að stemma stigu við loftslagsvánni. Samt segir ráðherra að niðurskurðurinn í ráðuneytinu hafi ekki áhrif á lögbundin verkefni. Það er því beinlínis rangt hjá honum. Ráðherra hefði getað nýtt fjármagnið til að fjármagna aðgerðir í orkuskiptum og endurheimt votlendis sem hann hefur sjálfur gagnrýnt fyrrverandi stjórnvöld fyrir hægagang í. Hann hefði getað auðveldað tekjulægra fólki að fjárfesta í rafbílum sem hann réttilega hefur lagt áherslu á að þurfi að gera, og ráðist í margar aðrar loftslagsaðgerðir með þessum 600 milljónum króna. Ráðherra ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Flýta verkefnum vegna ágangs ferðamanna? Að lokum má benda á að fjölmörg verkefni bíða fjármögnunar í landsáætlun um uppbyggingu innviða á náttúruverndarsvæðum. Stórkostlegur árangur hefur náðst á þessu sviði síðan landsáætlunin var fjármögnuð af fyrri ríkisstjórnum. En það er alltaf hægt að flýta aðgerðum eða ráðast í aðgerðir þar sem ítrekað hefur verið bent á fjárþörf svo sem vegna ýmissa menningarminja víða um land. Þá væri hægt að flýta vinnu við viðhald gönguleiða í Vatnsfirði, byggingu göngupalla á Hveravöllum, áframhaldandi uppbyggingu á Geysissvæðinu sem friðlýst var árið 2020, eða flýta framkvæmdum við tröppur upp með Skógafossi svo eitthvað sé nefnt. En, nei, umhverfisráðherra Samfylkingarinnar ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Stórkostleg vanþekking og skeytingarleysi Haft er eftir ráðherra á RÚV í vikunni að hann muni ekki reka þá pólitík á sinni vakt að útdeila sem mestum peningum sem hraðast. Hvernig stemmir það við þau orð ráðherra að ekki megi slá ákvörðunum í loftslagsmálum á frest og að tryggja þurfi að aðgerðir séu ávallt að fullu fjármagnaðar svo bent sé á einn – raunar fjölbreyttan – málaflokk ráðuneytisins? Mér sýnist á öllu að ráðherra ætli yfirhöfuð ekki að útdeila peningum sem þó eru til staðar, hvorki hratt né hægt. Reyndar er það svo að ráðherrann hefur haft þrjá mánuði til að ákveða hvernig best sé að nota þetta umtalsverða fjármagn. Ég gæti trúað að Jóhanni Páli sem stjórnarandstöðuþingmanni hefði þótt það nægur tími til ákvörðunar. Ákvörðun umhverfisráðherra lýsir stórkostlegri vanþekkingu á því hve mikinn tíma tekur að koma opinberu fjármagni í vinnu, algjöru skeytingarleysi gagnvart alvarleika og tímaskorti í loftslagsmálum og vernd byggða gagnvart snjóflóðum og aurskriðum, nú eða ágangi ferðamanna á náttúruperlur landsins sem ferðaþjónustan byggir tilvist sína að stóru leyti á. Það munar um 600 milljónir í baráttuna í umhverfismálum Það er afar slæmt þegar umhverfisráðherra stendur ekki með náttúrunni, stendur ekki með loftslaginu og stendur ekki með framtíðarkynslóðum eins og raunin er í þessu tilfelli. Sexhundruð milljónir er mikið fjármagn. Ég hvet þig ágæti Jóhann Páll til að standa með náttúrunni og komandi kynslóðum og falla frá ákvörðun þinni um að nýta ekki þessar 600 milljónir króna. Það munar um allt í þeirri baráttu sem mannkyn stendur frammi fyrir. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun