Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2025 23:34 Bruno Fernandes og félagar í Manchester United geta komist í Meistaradeildina á næstu leiktíð með því að vinna Evrópudeildina í vor. AP/Dave Thompson Góður árangur ensku liðanna í Evrópukeppnunum á þessu tímabili hefur farið langt með að tryggja enskum liðum fimmta Meistaradeildarsætið en þau gætu líka orðið fleiri. Þær tveir deildir í Evrópu sem fá flest stig á styrkleikalista UEFA fá bæði að senda fimm lið í Meistaradeildina 2025-26. Enska úrvalsdeildin hefur verið með fjögur lið undanfarin ár en fimmta sætið í deildinni er allt í einu orðið mjög eftirsótt eftir að Englendingar komust í toppsæti styrkleikalistans. Það eru aftur á móti möguleikar á því að fleiri ensk lið komist í Meistaradeildina á næstu leiktíð og þau gætu í raun orðið alls sjö talsins. Eitt í boði í Evrópudeildinni Tottenham og Manchester United eru bæði í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar en geta samt bæði tryggt sér sæti í Meistaradeildinni með því að vinna Evrópudeildina. Það yrði þá sjötta enska liðið. Tottenham og United komust í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í gærkvöldi og gætu mæst í úrslitaleiknum í Bilbao. Tottenham þarf þá að fara í gegnum Eintracht Frankfurt og Bodö/Glimt/Lazio en Manchester United í gegnum Lyon og Rangers/Athletic Bilbao. Hitt aðeins langsóttara Mögulegt sjöunda sæti er kannski öllu langsóttara. Aston Villa þyrfti þá að vinna Meistaradeildina á sama tíma og liðið endar neðar en í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool og Arsenal eru í efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar í dag, Liverpool er öruggt með sitt sæti en Arsenal er líka í góðum málum auk þess að geta enn unnið Meistaradeildina. Mikil spenna í baráttunni um eftirsótt sæti Það er aftur á móti mikil spenna í baráttunni um hin þrjú sætin. Nottingham Forest er í þriðja sæti með 51 stig og svo eru bara fjögur stig niður í sjötta sætið þar sem Newcastle situr. Chelsea er með 49 stig og Manchester City er með 47 stig eins og Newcastle. Það er heldur ekki langt niður í liðin i sjöunda sæti (Brighton 46 stig) og áttunda sæti (Aston Villa 45 stig). Lokaspretturinn í baráttunni um Meistaradeildarsætin verður því örugglega æsispennandi ekki síst þar sem að það eru fleiri sæti í boði. View this post on Instagram A post shared by Football Meets Data (@football.meets.data) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Þær tveir deildir í Evrópu sem fá flest stig á styrkleikalista UEFA fá bæði að senda fimm lið í Meistaradeildina 2025-26. Enska úrvalsdeildin hefur verið með fjögur lið undanfarin ár en fimmta sætið í deildinni er allt í einu orðið mjög eftirsótt eftir að Englendingar komust í toppsæti styrkleikalistans. Það eru aftur á móti möguleikar á því að fleiri ensk lið komist í Meistaradeildina á næstu leiktíð og þau gætu í raun orðið alls sjö talsins. Eitt í boði í Evrópudeildinni Tottenham og Manchester United eru bæði í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar en geta samt bæði tryggt sér sæti í Meistaradeildinni með því að vinna Evrópudeildina. Það yrði þá sjötta enska liðið. Tottenham og United komust í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í gærkvöldi og gætu mæst í úrslitaleiknum í Bilbao. Tottenham þarf þá að fara í gegnum Eintracht Frankfurt og Bodö/Glimt/Lazio en Manchester United í gegnum Lyon og Rangers/Athletic Bilbao. Hitt aðeins langsóttara Mögulegt sjöunda sæti er kannski öllu langsóttara. Aston Villa þyrfti þá að vinna Meistaradeildina á sama tíma og liðið endar neðar en í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool og Arsenal eru í efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar í dag, Liverpool er öruggt með sitt sæti en Arsenal er líka í góðum málum auk þess að geta enn unnið Meistaradeildina. Mikil spenna í baráttunni um eftirsótt sæti Það er aftur á móti mikil spenna í baráttunni um hin þrjú sætin. Nottingham Forest er í þriðja sæti með 51 stig og svo eru bara fjögur stig niður í sjötta sætið þar sem Newcastle situr. Chelsea er með 49 stig og Manchester City er með 47 stig eins og Newcastle. Það er heldur ekki langt niður í liðin i sjöunda sæti (Brighton 46 stig) og áttunda sæti (Aston Villa 45 stig). Lokaspretturinn í baráttunni um Meistaradeildarsætin verður því örugglega æsispennandi ekki síst þar sem að það eru fleiri sæti í boði. View this post on Instagram A post shared by Football Meets Data (@football.meets.data)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira