Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2025 07:47 Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ebrahim Rasool, sendiherra Suður-Afríku í Bandaríkjunum. NTB Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að sendiherra Suður-Afríku væri ekki lengur velkominn í Bandaríkjunum. Rubio sagði Ebrahim Rasool ýta undir rasisma og að sagði sendiherrann hata Bandaríkin og Donald Trump, forseta. Rubio lýsti þessu yfir á X, samfélagsmiðli Elons Musk, auðugasta manns heims og náins bandamanns Trumps, sem er einnig frá Suður-Afríku og hefur lengi gagnrýnt yfirvöld þar vegna laga sem hann og Trump segja brjóta á hvítum landeigendum þar. Stutt er síðan Trump hætti þróunaraðstoð til Suður-Afríku vegna þessara laga. Hefur hann einnig lýst því yfir að hann ætli að bjóða hvítum Suður-Afríkumönnum stöðu flóttamanna í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Suður-Afríku hefur neitað því að umrædd lög beinist gegn hvítu fólki og að ummæli Trumps í garð ríkisins einkennist af upplýsingaóreiðu og ósannindum. Í einföldu máli sagt á lögunum að vera ætlað að gera yfirvöldum kleift að leggja hald á land sem ekki er í notkun eða í tilfellum þar sem það þykir þjóna almannahagsmunum og veita öðrum það land. Að hluta til er lögunum ætlað að koma til móts við svarta menn sem misstu land í hendur hvítra Suður-Afríkumanna á árum áður. Musk hefur einnig gagnrýnt yfirvöld í Suður-Afríku fyrir að eiga ekki í viðskiptum við SpaceX vegna gervihnattaþyrpingarinnar Starlink og hefur hann haldið því fram að það sé vegna þess að hann sé ekki svartur á hörund. Þá hefur ríkisstjórn Suður-Afríku barist fyrir því að Alþjóðadómstóllinn beiti sér gegn Ísrael, vegna hernaðar þeirra á Gasaströndinni og annarra aðgerða gegn Palestínumönnum. Hvorki Rubio né utanríkisráðuneytið hafa sagt nákvæmlega af hverju Rasool er óvelkominn í Bandaríkjunum en í yfirlýsingu hans á X vísaði ráðherrann í frétt frá hægri miðlinum Breitbart, þar sem fjallað er um fjarfund sem Rasool sótti og þar mun hann meðal annars hafa sagt að Trump leiddi heimshreyfingu hvítra þjóðernissinna. South Africa's Ambassador to the United States is no longer welcome in our great country.Ebrahim Rasool is a race-baiting politician who hates America and hates @POTUS.We have nothing to discuss with him and so he is considered PERSONA NON GRATA.https://t.co/mnUnwGOQdx— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) March 14, 2025 Rasool ólst upp í Höfðaborg þar sem fjölskyldu hans var vísað á brott vegna þess að hún bjó á svæði sem átti að tilheyra eingöngu Hvítu fólki. Hann barðist gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á árum áður og sat í fangelsi vegna þeirrar baráttu. Í ummælum sínum á áðurnefndum fjarfundi sagði hann meðal annars að átak Trump-liða og MAGA-hreyfingarinnar gegn verkefnum sem snúa að fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu og eru gjarnan kölluð DEI-verkefni, mætti í grunninn rekja til viðbragða hvítra manna við þeirri þróun að hlutfallslega færi þeim fækkandi í Bandaríkjunum. Vísaði hann einnig til ummæla Musks og aðgerða í garð fjar-hægri afla í Evrópu og kallaði það hundaflautu til fólks sem telur sig tilheyra samfélagi hvítra, sem setið sé um. AP fréttaveitan segir Rasool ekki hafa beint orðum sínum beint að Trump heldur talað um hreyfingu hans og ríkisstjórn. Í frétt AP kemur fram að afar sjaldgæft sé að sendiherrum annarra ríkja sé vísað frá Bandaríkjunum. Lægra settum erindrekum hafi oft verið vísað á brott en jafnvel á mestu spennutímum kalda stríðsins, eftir afskipti Rússa af bandarískum stjórnmálum og eftir að Rússar eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans með taugaeitri í Bretlandi, hafi sendiherra Rússa eða sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, ekki verið vísað úr landi. Bandaríkin Suður-Afríka Donald Trump Elon Musk Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Sjá meira
Rubio lýsti þessu yfir á X, samfélagsmiðli Elons Musk, auðugasta manns heims og náins bandamanns Trumps, sem er einnig frá Suður-Afríku og hefur lengi gagnrýnt yfirvöld þar vegna laga sem hann og Trump segja brjóta á hvítum landeigendum þar. Stutt er síðan Trump hætti þróunaraðstoð til Suður-Afríku vegna þessara laga. Hefur hann einnig lýst því yfir að hann ætli að bjóða hvítum Suður-Afríkumönnum stöðu flóttamanna í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Suður-Afríku hefur neitað því að umrædd lög beinist gegn hvítu fólki og að ummæli Trumps í garð ríkisins einkennist af upplýsingaóreiðu og ósannindum. Í einföldu máli sagt á lögunum að vera ætlað að gera yfirvöldum kleift að leggja hald á land sem ekki er í notkun eða í tilfellum þar sem það þykir þjóna almannahagsmunum og veita öðrum það land. Að hluta til er lögunum ætlað að koma til móts við svarta menn sem misstu land í hendur hvítra Suður-Afríkumanna á árum áður. Musk hefur einnig gagnrýnt yfirvöld í Suður-Afríku fyrir að eiga ekki í viðskiptum við SpaceX vegna gervihnattaþyrpingarinnar Starlink og hefur hann haldið því fram að það sé vegna þess að hann sé ekki svartur á hörund. Þá hefur ríkisstjórn Suður-Afríku barist fyrir því að Alþjóðadómstóllinn beiti sér gegn Ísrael, vegna hernaðar þeirra á Gasaströndinni og annarra aðgerða gegn Palestínumönnum. Hvorki Rubio né utanríkisráðuneytið hafa sagt nákvæmlega af hverju Rasool er óvelkominn í Bandaríkjunum en í yfirlýsingu hans á X vísaði ráðherrann í frétt frá hægri miðlinum Breitbart, þar sem fjallað er um fjarfund sem Rasool sótti og þar mun hann meðal annars hafa sagt að Trump leiddi heimshreyfingu hvítra þjóðernissinna. South Africa's Ambassador to the United States is no longer welcome in our great country.Ebrahim Rasool is a race-baiting politician who hates America and hates @POTUS.We have nothing to discuss with him and so he is considered PERSONA NON GRATA.https://t.co/mnUnwGOQdx— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) March 14, 2025 Rasool ólst upp í Höfðaborg þar sem fjölskyldu hans var vísað á brott vegna þess að hún bjó á svæði sem átti að tilheyra eingöngu Hvítu fólki. Hann barðist gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á árum áður og sat í fangelsi vegna þeirrar baráttu. Í ummælum sínum á áðurnefndum fjarfundi sagði hann meðal annars að átak Trump-liða og MAGA-hreyfingarinnar gegn verkefnum sem snúa að fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu og eru gjarnan kölluð DEI-verkefni, mætti í grunninn rekja til viðbragða hvítra manna við þeirri þróun að hlutfallslega færi þeim fækkandi í Bandaríkjunum. Vísaði hann einnig til ummæla Musks og aðgerða í garð fjar-hægri afla í Evrópu og kallaði það hundaflautu til fólks sem telur sig tilheyra samfélagi hvítra, sem setið sé um. AP fréttaveitan segir Rasool ekki hafa beint orðum sínum beint að Trump heldur talað um hreyfingu hans og ríkisstjórn. Í frétt AP kemur fram að afar sjaldgæft sé að sendiherrum annarra ríkja sé vísað frá Bandaríkjunum. Lægra settum erindrekum hafi oft verið vísað á brott en jafnvel á mestu spennutímum kalda stríðsins, eftir afskipti Rússa af bandarískum stjórnmálum og eftir að Rússar eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans með taugaeitri í Bretlandi, hafi sendiherra Rússa eða sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, ekki verið vísað úr landi.
Bandaríkin Suður-Afríka Donald Trump Elon Musk Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Sjá meira