Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2025 07:47 Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ebrahim Rasool, sendiherra Suður-Afríku í Bandaríkjunum. NTB Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að sendiherra Suður-Afríku væri ekki lengur velkominn í Bandaríkjunum. Rubio sagði Ebrahim Rasool ýta undir rasisma og að sagði sendiherrann hata Bandaríkin og Donald Trump, forseta. Rubio lýsti þessu yfir á X, samfélagsmiðli Elons Musk, auðugasta manns heims og náins bandamanns Trumps, sem er einnig frá Suður-Afríku og hefur lengi gagnrýnt yfirvöld þar vegna laga sem hann og Trump segja brjóta á hvítum landeigendum þar. Stutt er síðan Trump hætti þróunaraðstoð til Suður-Afríku vegna þessara laga. Hefur hann einnig lýst því yfir að hann ætli að bjóða hvítum Suður-Afríkumönnum stöðu flóttamanna í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Suður-Afríku hefur neitað því að umrædd lög beinist gegn hvítu fólki og að ummæli Trumps í garð ríkisins einkennist af upplýsingaóreiðu og ósannindum. Í einföldu máli sagt á lögunum að vera ætlað að gera yfirvöldum kleift að leggja hald á land sem ekki er í notkun eða í tilfellum þar sem það þykir þjóna almannahagsmunum og veita öðrum það land. Að hluta til er lögunum ætlað að koma til móts við svarta menn sem misstu land í hendur hvítra Suður-Afríkumanna á árum áður. Musk hefur einnig gagnrýnt yfirvöld í Suður-Afríku fyrir að eiga ekki í viðskiptum við SpaceX vegna gervihnattaþyrpingarinnar Starlink og hefur hann haldið því fram að það sé vegna þess að hann sé ekki svartur á hörund. Þá hefur ríkisstjórn Suður-Afríku barist fyrir því að Alþjóðadómstóllinn beiti sér gegn Ísrael, vegna hernaðar þeirra á Gasaströndinni og annarra aðgerða gegn Palestínumönnum. Hvorki Rubio né utanríkisráðuneytið hafa sagt nákvæmlega af hverju Rasool er óvelkominn í Bandaríkjunum en í yfirlýsingu hans á X vísaði ráðherrann í frétt frá hægri miðlinum Breitbart, þar sem fjallað er um fjarfund sem Rasool sótti og þar mun hann meðal annars hafa sagt að Trump leiddi heimshreyfingu hvítra þjóðernissinna. South Africa's Ambassador to the United States is no longer welcome in our great country.Ebrahim Rasool is a race-baiting politician who hates America and hates @POTUS.We have nothing to discuss with him and so he is considered PERSONA NON GRATA.https://t.co/mnUnwGOQdx— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) March 14, 2025 Rasool ólst upp í Höfðaborg þar sem fjölskyldu hans var vísað á brott vegna þess að hún bjó á svæði sem átti að tilheyra eingöngu Hvítu fólki. Hann barðist gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á árum áður og sat í fangelsi vegna þeirrar baráttu. Í ummælum sínum á áðurnefndum fjarfundi sagði hann meðal annars að átak Trump-liða og MAGA-hreyfingarinnar gegn verkefnum sem snúa að fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu og eru gjarnan kölluð DEI-verkefni, mætti í grunninn rekja til viðbragða hvítra manna við þeirri þróun að hlutfallslega færi þeim fækkandi í Bandaríkjunum. Vísaði hann einnig til ummæla Musks og aðgerða í garð fjar-hægri afla í Evrópu og kallaði það hundaflautu til fólks sem telur sig tilheyra samfélagi hvítra, sem setið sé um. AP fréttaveitan segir Rasool ekki hafa beint orðum sínum beint að Trump heldur talað um hreyfingu hans og ríkisstjórn. Í frétt AP kemur fram að afar sjaldgæft sé að sendiherrum annarra ríkja sé vísað frá Bandaríkjunum. Lægra settum erindrekum hafi oft verið vísað á brott en jafnvel á mestu spennutímum kalda stríðsins, eftir afskipti Rússa af bandarískum stjórnmálum og eftir að Rússar eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans með taugaeitri í Bretlandi, hafi sendiherra Rússa eða sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, ekki verið vísað úr landi. Bandaríkin Suður-Afríka Donald Trump Elon Musk Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Rubio lýsti þessu yfir á X, samfélagsmiðli Elons Musk, auðugasta manns heims og náins bandamanns Trumps, sem er einnig frá Suður-Afríku og hefur lengi gagnrýnt yfirvöld þar vegna laga sem hann og Trump segja brjóta á hvítum landeigendum þar. Stutt er síðan Trump hætti þróunaraðstoð til Suður-Afríku vegna þessara laga. Hefur hann einnig lýst því yfir að hann ætli að bjóða hvítum Suður-Afríkumönnum stöðu flóttamanna í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Suður-Afríku hefur neitað því að umrædd lög beinist gegn hvítu fólki og að ummæli Trumps í garð ríkisins einkennist af upplýsingaóreiðu og ósannindum. Í einföldu máli sagt á lögunum að vera ætlað að gera yfirvöldum kleift að leggja hald á land sem ekki er í notkun eða í tilfellum þar sem það þykir þjóna almannahagsmunum og veita öðrum það land. Að hluta til er lögunum ætlað að koma til móts við svarta menn sem misstu land í hendur hvítra Suður-Afríkumanna á árum áður. Musk hefur einnig gagnrýnt yfirvöld í Suður-Afríku fyrir að eiga ekki í viðskiptum við SpaceX vegna gervihnattaþyrpingarinnar Starlink og hefur hann haldið því fram að það sé vegna þess að hann sé ekki svartur á hörund. Þá hefur ríkisstjórn Suður-Afríku barist fyrir því að Alþjóðadómstóllinn beiti sér gegn Ísrael, vegna hernaðar þeirra á Gasaströndinni og annarra aðgerða gegn Palestínumönnum. Hvorki Rubio né utanríkisráðuneytið hafa sagt nákvæmlega af hverju Rasool er óvelkominn í Bandaríkjunum en í yfirlýsingu hans á X vísaði ráðherrann í frétt frá hægri miðlinum Breitbart, þar sem fjallað er um fjarfund sem Rasool sótti og þar mun hann meðal annars hafa sagt að Trump leiddi heimshreyfingu hvítra þjóðernissinna. South Africa's Ambassador to the United States is no longer welcome in our great country.Ebrahim Rasool is a race-baiting politician who hates America and hates @POTUS.We have nothing to discuss with him and so he is considered PERSONA NON GRATA.https://t.co/mnUnwGOQdx— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) March 14, 2025 Rasool ólst upp í Höfðaborg þar sem fjölskyldu hans var vísað á brott vegna þess að hún bjó á svæði sem átti að tilheyra eingöngu Hvítu fólki. Hann barðist gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á árum áður og sat í fangelsi vegna þeirrar baráttu. Í ummælum sínum á áðurnefndum fjarfundi sagði hann meðal annars að átak Trump-liða og MAGA-hreyfingarinnar gegn verkefnum sem snúa að fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu og eru gjarnan kölluð DEI-verkefni, mætti í grunninn rekja til viðbragða hvítra manna við þeirri þróun að hlutfallslega færi þeim fækkandi í Bandaríkjunum. Vísaði hann einnig til ummæla Musks og aðgerða í garð fjar-hægri afla í Evrópu og kallaði það hundaflautu til fólks sem telur sig tilheyra samfélagi hvítra, sem setið sé um. AP fréttaveitan segir Rasool ekki hafa beint orðum sínum beint að Trump heldur talað um hreyfingu hans og ríkisstjórn. Í frétt AP kemur fram að afar sjaldgæft sé að sendiherrum annarra ríkja sé vísað frá Bandaríkjunum. Lægra settum erindrekum hafi oft verið vísað á brott en jafnvel á mestu spennutímum kalda stríðsins, eftir afskipti Rússa af bandarískum stjórnmálum og eftir að Rússar eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans með taugaeitri í Bretlandi, hafi sendiherra Rússa eða sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, ekki verið vísað úr landi.
Bandaríkin Suður-Afríka Donald Trump Elon Musk Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira