Svört skýrsla komi ekki á óvart Bjarki Sigurðsson skrifar 15. mars 2025 12:54 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er menntamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis telur neyðarvistun barna í fangaklefa í Hafnarfirði brjóta gróflega gegn réttindum barna. Barnamálaráðherra segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. Síðan í október í fyrra hefur Barna- og fjölskyldustofa notað fangaklefa í lögreglustöðinni í Hafnarfirði sem neyðarvistunarúrræði. Neyðarvistunin var fram að því á meðferðarheimilinu Stuðlum en þar var eldsvoði í október þar sem sautján ára piltur lést. Í gær birtist kolsvört skýrsla frá Umboðsmanni Alþingis. Fangageymslan sé ekki viðeigandi vistunarstaður en ekkert þar bendi til þess að vista eigi barn í viðkvæmri stöðu þar. Úrræðið beri öll merki um að þar eigi að vista fullorðna við hátt öryggisstig, en þar eru hvorki gluggar, klukkur né speglar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra segist fagna skýrslunni. Niðurstaða umboðsmanns komi ekki á óvart. „Eins og ég er margoft búin að segja, eftir að Stuðlar brunnu voru engin úrræði sem stóðust öryggiskröfur. Þess vegna hefur þetta úrræði verið notað í neyð. Og það er miður að það hafi þurft að gera það,“ segir Ásthildur. Neyðarvistunin á Stuðlum átti ekki að vera tilbúin fyrr en undir lok þessa árs. Hins vegar er búið að flýta vinnunni og álman ætti að opna í byrjun apríl. Þó einungis tvö herbergi. „Þetta átti ekki að vera tilbúið fyrr en í lok árs. Þetta hefur okkur tekist að gera, að ýta þessu fram. Þannig að okkur voru gefnar fjórar til sex vikur til að ljúka þessum tveimur herbergjum sem eru gríðarlegar framfarir. Nú á þetta eftir tvær vikur að vera tilbúið og ég vona að það standist. Þá verður hægt að hætta að nota Flatahraun,“ segir Ásthildur. Það þarf að bæta úrræði fyrir börn í vanda. „Neyðarúrræði er neyðarúrræði. Að vera með varaneyðarúrræði, ég veit ekki hvað maður á að segja um það. En það þarf fleiri úrræði og það þyrfti helst að bæta við herbergjum á Stuðlum svo við lendum ekki í þessu aftur. Eftir brunann var þetta það eina sem fannst sem fullnægði öryggiskröfum,“ segir Ásthildur. Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, hefur ekki svarað ítrekuðum skilaboðum og símtölum fréttastofu í dag. Málefni Stuðla Börn og uppeldi Fangelsismál Ofbeldi barna Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Síðan í október í fyrra hefur Barna- og fjölskyldustofa notað fangaklefa í lögreglustöðinni í Hafnarfirði sem neyðarvistunarúrræði. Neyðarvistunin var fram að því á meðferðarheimilinu Stuðlum en þar var eldsvoði í október þar sem sautján ára piltur lést. Í gær birtist kolsvört skýrsla frá Umboðsmanni Alþingis. Fangageymslan sé ekki viðeigandi vistunarstaður en ekkert þar bendi til þess að vista eigi barn í viðkvæmri stöðu þar. Úrræðið beri öll merki um að þar eigi að vista fullorðna við hátt öryggisstig, en þar eru hvorki gluggar, klukkur né speglar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra segist fagna skýrslunni. Niðurstaða umboðsmanns komi ekki á óvart. „Eins og ég er margoft búin að segja, eftir að Stuðlar brunnu voru engin úrræði sem stóðust öryggiskröfur. Þess vegna hefur þetta úrræði verið notað í neyð. Og það er miður að það hafi þurft að gera það,“ segir Ásthildur. Neyðarvistunin á Stuðlum átti ekki að vera tilbúin fyrr en undir lok þessa árs. Hins vegar er búið að flýta vinnunni og álman ætti að opna í byrjun apríl. Þó einungis tvö herbergi. „Þetta átti ekki að vera tilbúið fyrr en í lok árs. Þetta hefur okkur tekist að gera, að ýta þessu fram. Þannig að okkur voru gefnar fjórar til sex vikur til að ljúka þessum tveimur herbergjum sem eru gríðarlegar framfarir. Nú á þetta eftir tvær vikur að vera tilbúið og ég vona að það standist. Þá verður hægt að hætta að nota Flatahraun,“ segir Ásthildur. Það þarf að bæta úrræði fyrir börn í vanda. „Neyðarúrræði er neyðarúrræði. Að vera með varaneyðarúrræði, ég veit ekki hvað maður á að segja um það. En það þarf fleiri úrræði og það þyrfti helst að bæta við herbergjum á Stuðlum svo við lendum ekki í þessu aftur. Eftir brunann var þetta það eina sem fannst sem fullnægði öryggiskröfum,“ segir Ásthildur. Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, hefur ekki svarað ítrekuðum skilaboðum og símtölum fréttastofu í dag.
Málefni Stuðla Börn og uppeldi Fangelsismál Ofbeldi barna Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira