Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2025 09:00 Sir Jim Ratcliffe hefur ekki áhuga á því að sitja undir sömu gagnrýni og kollegar hans hjá Manchester United. Ash Donelon/Manchester United via Getty Images Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi í Manchester United, segir að hann muni ganga út og segja skilið við félagið ef hann fær sömu meðferð frá stuðningsmönnum liðsins og Glazer-fjölskyldan. Glazer-fjölskyldan, sem enn er stærsti eigandi Manchester United, hefur ekki beint verið vinsæl meðal stuðningsmanna félagsins undanfarin ár. Glazerarnir keyptu félagið árið 2005 og síðan árið 2013 hefur félagið jafnt og þétt verið að falla aftur úr stærstu liðum Evrópu. Stuðningsmenn Manchester United hafa margir hverjir kallað eftir því að Glazer-fjölskyldan hverfi á brott og að nýir aðilar taki við eignarhaldi félagsins. Sir Jim Ratcliffe keypti hluta í félaginu á síðasta ári og hefur ráðist í ýmsar breytingar innan klúbbsins. Breytingar snúa margar hverjar að niðurskurði og hafa nokkrar ákvarðanir hans farið öfugt ofan í stuðninsmenn liðsins. Ef marka má orð Ratcliffes var þó nauðsynlegt að ráðast í niðurskurði. Ákvarðanir hans hafa þó eins og áður segir ekki endilega allar verið vinsælar. Hann segist geta tekið gagnrýninni um stund, en að ef að hann fær sömu meðferð og Glazer-fjölskyldan þá muni hann á endanum gefast upp. „Ég get lifað með þessu um stund. Ég læt það ekki á mig fá að vera óvinsæll, því ég skil það vel að stuðningsmennirnir vilja ekki sjá Manchester United á þeim stað þar sem félagið er núna,“ sagði Ratcliffe í samtali við BBC. „Ef ég kalla fram smá reiði þá get ég lifað með því. En ég er ekkert öðruvísi en annað venjulegt fólk. Þetta er ekki skemmtilegt. Sérstaklega ekki fyrir vini mín og fjölskyldu.“ „Þannig að ef þetta nær þeim hæðum sem Glazer-fjölskyldan hefur mátt þola þá myndi ég á endanum gefast upp, segja: „Nú er nóg komið,“ og leyfa einhverjum öðrum að taka við.“ Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Sjá meira
Glazer-fjölskyldan, sem enn er stærsti eigandi Manchester United, hefur ekki beint verið vinsæl meðal stuðningsmanna félagsins undanfarin ár. Glazerarnir keyptu félagið árið 2005 og síðan árið 2013 hefur félagið jafnt og þétt verið að falla aftur úr stærstu liðum Evrópu. Stuðningsmenn Manchester United hafa margir hverjir kallað eftir því að Glazer-fjölskyldan hverfi á brott og að nýir aðilar taki við eignarhaldi félagsins. Sir Jim Ratcliffe keypti hluta í félaginu á síðasta ári og hefur ráðist í ýmsar breytingar innan klúbbsins. Breytingar snúa margar hverjar að niðurskurði og hafa nokkrar ákvarðanir hans farið öfugt ofan í stuðninsmenn liðsins. Ef marka má orð Ratcliffes var þó nauðsynlegt að ráðast í niðurskurði. Ákvarðanir hans hafa þó eins og áður segir ekki endilega allar verið vinsælar. Hann segist geta tekið gagnrýninni um stund, en að ef að hann fær sömu meðferð og Glazer-fjölskyldan þá muni hann á endanum gefast upp. „Ég get lifað með þessu um stund. Ég læt það ekki á mig fá að vera óvinsæll, því ég skil það vel að stuðningsmennirnir vilja ekki sjá Manchester United á þeim stað þar sem félagið er núna,“ sagði Ratcliffe í samtali við BBC. „Ef ég kalla fram smá reiði þá get ég lifað með því. En ég er ekkert öðruvísi en annað venjulegt fólk. Þetta er ekki skemmtilegt. Sérstaklega ekki fyrir vini mín og fjölskyldu.“ „Þannig að ef þetta nær þeim hæðum sem Glazer-fjölskyldan hefur mátt þola þá myndi ég á endanum gefast upp, segja: „Nú er nóg komið,“ og leyfa einhverjum öðrum að taka við.“
Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Sjá meira