Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar 16. mars 2025 08:32 Það er margt úrvalsfólkið í framboði til rektors HÍ en Dr. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í alþjóðastjórnmálum er alhliða þegar kemur að þeim mörgu hlutverkum sem Háskóli Íslands sinnir í íslensku samfélagi og samfélagi þjóða. Nýverið átti ég samtal við Gitu Steiner-Khamsi prófessor í stjórnmálafræði menntunar við Columbia háskóla um rektorskjörið þar sem hún áréttaði mikilvægi þess að sá sem sinnir starfi rektors hafi skapað sér virðingu og vigt í öllum þáttum starfsins. Það skiptir ekki máli hvort við ræðum um hæfni til kennslu, rannsókna, stjórnunar eða til að sinna samfélagslegu hlutverki fræðimannsins og miðla fróðleik til almennings. Silja Bára er sterk á öllum þessum sviðum. Það er ekki verra að hafa sérhæft sig í samningatækni, unnið til verðlauna fyrir kennslu sína og hafa unnið sig upp í prófessorshæfi örfáum árum eftir að hún var ráðin sem lektor. Hún er einnig þekkt fyrir að beita sér í þágu réttlætis sem fulltrúi í háskólaráði, formaður Rauða Kross Íslands og í framvarðasveit aktívista þegar kemur að jafnréttismálum. Ósérhlífin og hefur þor til að beita sér gegn illa ígrunduðum stjórnvaldsákvörðunum Það er mér minnisstætt hvernig Silja Bára beitti sér sem fulltrúi í háskólaráði þegar rýra átti vinnuaðstæður akademískra starfsmanna á þeim tveimur sviðum HÍ sem konur eru í miklum meirihluta starfsmanna; svið sem búa stéttir undir lækningar, hjúkrun, kennslu, umhyggju og umönnun. Næði er það auðmagn sem fræðimenn þrífast á. Næðinu átti að fórna fyrst hjá þeim sem sinna rannsóknum á umhyggjuhagkerfinu. Silja Bára leiddi fyrsta skrefið af mörgum í mikilvægri varnarbaráttu sem tókst á loft í kjölfarið þar sem unnin var góður varnarsigur á mínu sviði, menntavísindasviði; varnarsigur sem leiddur var af deild menntunar og margbreytileika. Sem betur fer er Háskóli Íslands með öflugt lýðræðisskipulag þar sem ríkir opin umræða. Silja Bára nýtti þann valdavettvang sem háskólaráð er og rödd til að sá fyrsta fræi efasemda um gæði þessarar ákvörðunar. Hún tók af skarið. Við þurfum einmitt manneskju sem er ekki samdauna valdinu og sem skilur lýðræðislegt hlutverk sitt í stjórnkerfinu. Flestir leiðtogar sem beita sér á annað borð, geta opnað glugga, skapað samtal milli ólíkra aðila, verið lýðræðislegir í þeim skilningi og ég efast ekki um að allir þeir sem bjóða sig fram séu slíkir leiðtogar. Það er svo aftur annað mál hverjir leggi það á sig að verja sjónarmið sem eru ríkjandi öflum ekki þóknanleg. Að taka afstöðu í erfiðum málum. Þar skilur gjarnan milli feigs og ófeigs. Sterk sýn um akademískt frelsi, lýðræði og gagnsæi Að mínu mati ræður þetta atriði úrslitum um hæfi leiðtoga fyrir háskólastofnun á okkar Trump-ræðistímum, því blikur eru á lofti um að það þurfi að beita sér til að viðhalda akademísku frelsi til rannsókna og fræðastarfs og til að nemendur og kennarar hafi áfram málfrelsi. Hér við Columbia háskóla þar sem ég dvel nú eru þessi grundvallarréttindi í algjöru uppnámi. Það spillir ekki fyrir að Silja Bára þekkir bandarískt samfélag eins og lófann á sér eftir að hafa numið þar um árabil og eflaust er það þjóðinni í fersku minni hversu litríkur og faglegur álitsgjafi Silja Bára var um stjórnmál í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Hún hefur sýnt að hún beygir ekki af í erfiðum málum, hlífir sér ekki, og oftast ber hún sigur úr býtum. Þorparinn sem skilur mikilvægi Háskóla Íslands á landsbyggðinni Háskóli Íslands hefur mikla þýðingu fyrir okkar nærsamfélag þótt mikill hluti starfsins felist í að vinna á alþjóðlegum vettvangi. Á okkar tímum þar sem alþjóðleg samkeppnishæfni ræður ríkjum gleymist oft þetta atriði. Silja Bára hefur sterka sýn á að háskólinn sé þjóðarskóli, en ekki fyrst og fremst skóli fyrir elítu. Það hversu mikil virkni, hæfni og þor einkennir Íslendinga almennt, en ekki einungis fámenna yfirstétt, gerir okkur sem þjóð einstaka á heimsvísu. Aðgengi að háskólanámi hér á landi er einstaklega opið í samanburði við aðrar þjóðir. Háskólinn hefur starfsstöðvar út um allt land og þá spillir ekki fyrir að Silja Bára sleit barnsskónum á Ólafsfirði og er því þorpari í grunninn. Hún skilur fólk sem býr í raunheimum um leið og hún dvelur mestmegnis í táknrænum heimi fræðanna. Hún veit hvernig tröllaukin fjöll, snjóþyngsli og búseta í dreifðum byggðum marka möguleika fólks með ólíkum hætti og því mun hún leggja sitt af mörkum til að efla starf Háskóla Íslands á landsbyggðinni. Vegir ástarinnar eru rannsakanlegir Fyrir mig persónulega þá er ég líklega þakklátust Silju Báru fyrir að hafa kynnt mig fyrir Önnu Guðrúnu Jónasdóttur prófessor emeritu við Örebro háskóla. Hún stóð svo að því árið 2015 ásamt kollegum sínum við stjórnmálafræðideild að gera Önnu að heiðursdoktor við HÍ. Í framhaldi af því stofnuðum við Hið íslenzka ástarrannsóknafélag sem hefur staðið að fjölmörgum viðburðum og útgáfum. Við Silja Bára ritstýrum nú bók um ástarrannsóknir sem kemur út á vormánuðum á vegum háskólaútgáfunnar. Að sá fyrsta fræinu er sérgrein Silju Báru. Við þurfum Silju Báru til forystu sem sýnt hefur frumkvæði og nýsköpun í kennslu, rannsóknum, stjórnun og miðlun til almennings og sem hefur þekkingu og innsæi til að takast á við veðrabrigði í alþjóðastjórnmálum. Höfundur er prófessor á menntavísindasviði og Fulbright fræðimaður við Columbia háskóla á vormisseri 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er margt úrvalsfólkið í framboði til rektors HÍ en Dr. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í alþjóðastjórnmálum er alhliða þegar kemur að þeim mörgu hlutverkum sem Háskóli Íslands sinnir í íslensku samfélagi og samfélagi þjóða. Nýverið átti ég samtal við Gitu Steiner-Khamsi prófessor í stjórnmálafræði menntunar við Columbia háskóla um rektorskjörið þar sem hún áréttaði mikilvægi þess að sá sem sinnir starfi rektors hafi skapað sér virðingu og vigt í öllum þáttum starfsins. Það skiptir ekki máli hvort við ræðum um hæfni til kennslu, rannsókna, stjórnunar eða til að sinna samfélagslegu hlutverki fræðimannsins og miðla fróðleik til almennings. Silja Bára er sterk á öllum þessum sviðum. Það er ekki verra að hafa sérhæft sig í samningatækni, unnið til verðlauna fyrir kennslu sína og hafa unnið sig upp í prófessorshæfi örfáum árum eftir að hún var ráðin sem lektor. Hún er einnig þekkt fyrir að beita sér í þágu réttlætis sem fulltrúi í háskólaráði, formaður Rauða Kross Íslands og í framvarðasveit aktívista þegar kemur að jafnréttismálum. Ósérhlífin og hefur þor til að beita sér gegn illa ígrunduðum stjórnvaldsákvörðunum Það er mér minnisstætt hvernig Silja Bára beitti sér sem fulltrúi í háskólaráði þegar rýra átti vinnuaðstæður akademískra starfsmanna á þeim tveimur sviðum HÍ sem konur eru í miklum meirihluta starfsmanna; svið sem búa stéttir undir lækningar, hjúkrun, kennslu, umhyggju og umönnun. Næði er það auðmagn sem fræðimenn þrífast á. Næðinu átti að fórna fyrst hjá þeim sem sinna rannsóknum á umhyggjuhagkerfinu. Silja Bára leiddi fyrsta skrefið af mörgum í mikilvægri varnarbaráttu sem tókst á loft í kjölfarið þar sem unnin var góður varnarsigur á mínu sviði, menntavísindasviði; varnarsigur sem leiddur var af deild menntunar og margbreytileika. Sem betur fer er Háskóli Íslands með öflugt lýðræðisskipulag þar sem ríkir opin umræða. Silja Bára nýtti þann valdavettvang sem háskólaráð er og rödd til að sá fyrsta fræi efasemda um gæði þessarar ákvörðunar. Hún tók af skarið. Við þurfum einmitt manneskju sem er ekki samdauna valdinu og sem skilur lýðræðislegt hlutverk sitt í stjórnkerfinu. Flestir leiðtogar sem beita sér á annað borð, geta opnað glugga, skapað samtal milli ólíkra aðila, verið lýðræðislegir í þeim skilningi og ég efast ekki um að allir þeir sem bjóða sig fram séu slíkir leiðtogar. Það er svo aftur annað mál hverjir leggi það á sig að verja sjónarmið sem eru ríkjandi öflum ekki þóknanleg. Að taka afstöðu í erfiðum málum. Þar skilur gjarnan milli feigs og ófeigs. Sterk sýn um akademískt frelsi, lýðræði og gagnsæi Að mínu mati ræður þetta atriði úrslitum um hæfi leiðtoga fyrir háskólastofnun á okkar Trump-ræðistímum, því blikur eru á lofti um að það þurfi að beita sér til að viðhalda akademísku frelsi til rannsókna og fræðastarfs og til að nemendur og kennarar hafi áfram málfrelsi. Hér við Columbia háskóla þar sem ég dvel nú eru þessi grundvallarréttindi í algjöru uppnámi. Það spillir ekki fyrir að Silja Bára þekkir bandarískt samfélag eins og lófann á sér eftir að hafa numið þar um árabil og eflaust er það þjóðinni í fersku minni hversu litríkur og faglegur álitsgjafi Silja Bára var um stjórnmál í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Hún hefur sýnt að hún beygir ekki af í erfiðum málum, hlífir sér ekki, og oftast ber hún sigur úr býtum. Þorparinn sem skilur mikilvægi Háskóla Íslands á landsbyggðinni Háskóli Íslands hefur mikla þýðingu fyrir okkar nærsamfélag þótt mikill hluti starfsins felist í að vinna á alþjóðlegum vettvangi. Á okkar tímum þar sem alþjóðleg samkeppnishæfni ræður ríkjum gleymist oft þetta atriði. Silja Bára hefur sterka sýn á að háskólinn sé þjóðarskóli, en ekki fyrst og fremst skóli fyrir elítu. Það hversu mikil virkni, hæfni og þor einkennir Íslendinga almennt, en ekki einungis fámenna yfirstétt, gerir okkur sem þjóð einstaka á heimsvísu. Aðgengi að háskólanámi hér á landi er einstaklega opið í samanburði við aðrar þjóðir. Háskólinn hefur starfsstöðvar út um allt land og þá spillir ekki fyrir að Silja Bára sleit barnsskónum á Ólafsfirði og er því þorpari í grunninn. Hún skilur fólk sem býr í raunheimum um leið og hún dvelur mestmegnis í táknrænum heimi fræðanna. Hún veit hvernig tröllaukin fjöll, snjóþyngsli og búseta í dreifðum byggðum marka möguleika fólks með ólíkum hætti og því mun hún leggja sitt af mörkum til að efla starf Háskóla Íslands á landsbyggðinni. Vegir ástarinnar eru rannsakanlegir Fyrir mig persónulega þá er ég líklega þakklátust Silju Báru fyrir að hafa kynnt mig fyrir Önnu Guðrúnu Jónasdóttur prófessor emeritu við Örebro háskóla. Hún stóð svo að því árið 2015 ásamt kollegum sínum við stjórnmálafræðideild að gera Önnu að heiðursdoktor við HÍ. Í framhaldi af því stofnuðum við Hið íslenzka ástarrannsóknafélag sem hefur staðið að fjölmörgum viðburðum og útgáfum. Við Silja Bára ritstýrum nú bók um ástarrannsóknir sem kemur út á vormánuðum á vegum háskólaútgáfunnar. Að sá fyrsta fræinu er sérgrein Silju Báru. Við þurfum Silju Báru til forystu sem sýnt hefur frumkvæði og nýsköpun í kennslu, rannsóknum, stjórnun og miðlun til almennings og sem hefur þekkingu og innsæi til að takast á við veðrabrigði í alþjóðastjórnmálum. Höfundur er prófessor á menntavísindasviði og Fulbright fræðimaður við Columbia háskóla á vormisseri 2025.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun