Haukar höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda og leiddu með sjö mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 18-11.
Haukakonur héldu áfram að byggja ofan á forskot sitt í síðari hálfleik og unnu að lokum afar öruggan 14 marka sigur, 35-21.
Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæsti leikmaður vallarins með átta mörk fyrir Hauka sem sitja í þriðja sæti Olís-deildarinnar. Ída Margrét Stefánsdóttir var markahæst í liði Gróttu með sjö mörk.