Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. mars 2025 16:31 Tryggð innlán í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.490 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) sem nemur um þriðjungi vergrar landsframleiðslu á síðasta ári. Tryggð innlán jukust um 131 milljarð króna frá því að staðan var tekin í upphafi síðasta árs. Í byrjun árs 2021 voru tryggð innlán á Íslandi um 1.000 milljarðar króna og hafa þau þannig aukizt um tæplega 50% á einungis síðustu fjórum árum. Til þess að mæta þessum ábyrgðum er aðeins að finna um 20 milljarðar króna í tryggingasjóðnum samkvæmt upplýsingum frá honum. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd hér á landi vegna aðildarinnar að EES-samningnum mun það þýða ríkisábyrgð á þessum 1.490 milljörðum eins og staðan er í dag. Tilskipunin hefur enn ekki verið tekin upp í samninginn en gerð hefur verið krafa um það og er málið í ferli í þeim efnum. Hérlend stjórnvöld hafa lagt áherzlu á mikilvægi þess að Ísland fái undanþágu frá ákvæðum tilskipunarinnar um ríkisábyrgð en um leið viðurkennt að ólíklegt sé að hún verði veitt. Fram kom í afstöðu meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis til málsins árið 2014 að liggja yrði ljóst fyrir að tilskipunin fæli ekki í sér ríkisábyrgð áður en hún yrði innleidd samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu en Evrópusambandið hefur sagt að hún slík ábyrgð sé til staðar í henni. Með hliðsjón af efni umræddrar tilskipunar Evrópusambandsins, sem er í raun svar sambandsins við sigri Íslands í Icesave-deilunni, er ljóst að hún kveður á um ríkisábyrgð. Þannig segir til dæmis í 10. grein hennar að ríki skuli sjá til þess að tryggingasjóðir séu í stakk búnir til þess að standa við skuldbindingar sínar og tryggja auk þess aðgengi þeirra að fjármögnun til skamms tíma til þess að mæta kröfum. Sem fyrr segir á sjóðurinn aðeins 20 milljarða til þess. Málið er annars afar lýsandi fyrir þann veruleika að Evrópusambandið er í raun alls staðar við stjórnvölinn þegar EES-samningurinn er annars vegar. Þannig er til að mynda undir sambandinu komið hvaða regluverk þess fellur undir innri markað þess og þar með samninginn og enn fremur hvort einhverjar undanþágur verði veittar í þeim efnum. Þá getur einungis Evrópusambandið breytt því regluverki sem það setur og tekið er upp í EES-samninginn. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara í dag þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Víðtækur fríverzlunarsamningur eins og við sömdum um við Breta í stað EES-samningsins. Leið sem, ólíkt EES-samningnum og í enn ríkari mæli inngöngu í Evrópusambandið, felur ekki í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum í gegnum íþyngjandi regluverk sem er ekki okkar, tekur ekki mið af okkar hagsmunum og við getum ekki breytt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Tryggð innlán í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.490 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) sem nemur um þriðjungi vergrar landsframleiðslu á síðasta ári. Tryggð innlán jukust um 131 milljarð króna frá því að staðan var tekin í upphafi síðasta árs. Í byrjun árs 2021 voru tryggð innlán á Íslandi um 1.000 milljarðar króna og hafa þau þannig aukizt um tæplega 50% á einungis síðustu fjórum árum. Til þess að mæta þessum ábyrgðum er aðeins að finna um 20 milljarðar króna í tryggingasjóðnum samkvæmt upplýsingum frá honum. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd hér á landi vegna aðildarinnar að EES-samningnum mun það þýða ríkisábyrgð á þessum 1.490 milljörðum eins og staðan er í dag. Tilskipunin hefur enn ekki verið tekin upp í samninginn en gerð hefur verið krafa um það og er málið í ferli í þeim efnum. Hérlend stjórnvöld hafa lagt áherzlu á mikilvægi þess að Ísland fái undanþágu frá ákvæðum tilskipunarinnar um ríkisábyrgð en um leið viðurkennt að ólíklegt sé að hún verði veitt. Fram kom í afstöðu meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis til málsins árið 2014 að liggja yrði ljóst fyrir að tilskipunin fæli ekki í sér ríkisábyrgð áður en hún yrði innleidd samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu en Evrópusambandið hefur sagt að hún slík ábyrgð sé til staðar í henni. Með hliðsjón af efni umræddrar tilskipunar Evrópusambandsins, sem er í raun svar sambandsins við sigri Íslands í Icesave-deilunni, er ljóst að hún kveður á um ríkisábyrgð. Þannig segir til dæmis í 10. grein hennar að ríki skuli sjá til þess að tryggingasjóðir séu í stakk búnir til þess að standa við skuldbindingar sínar og tryggja auk þess aðgengi þeirra að fjármögnun til skamms tíma til þess að mæta kröfum. Sem fyrr segir á sjóðurinn aðeins 20 milljarða til þess. Málið er annars afar lýsandi fyrir þann veruleika að Evrópusambandið er í raun alls staðar við stjórnvölinn þegar EES-samningurinn er annars vegar. Þannig er til að mynda undir sambandinu komið hvaða regluverk þess fellur undir innri markað þess og þar með samninginn og enn fremur hvort einhverjar undanþágur verði veittar í þeim efnum. Þá getur einungis Evrópusambandið breytt því regluverki sem það setur og tekið er upp í EES-samninginn. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara í dag þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Víðtækur fríverzlunarsamningur eins og við sömdum um við Breta í stað EES-samningsins. Leið sem, ólíkt EES-samningnum og í enn ríkari mæli inngöngu í Evrópusambandið, felur ekki í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum í gegnum íþyngjandi regluverk sem er ekki okkar, tekur ekki mið af okkar hagsmunum og við getum ekki breytt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar