Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar 17. mars 2025 07:32 Líkt og fram hefur komið í viðtölum við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur nefndinni borist erindi þar sem óskað er eftir því að sett verði á laggirnar rannsóknarnefnd Alþings vegna "byrlunarmálsins" svonefnda. Ekki er óalgengt að borgarar óski eftir því að þingnefndir skoði mál en það er afar fátítt að stofnuð hafi verið sérstök rannsóknarnefnd og hefur það reyndar bara gerst fimm sinnum. Óhætt er að fullyrða að þær rannsóknir hafi verið um stærri samfélagslega hagsmuni en hér eru undir, með fullri virðingu fyrir öllum hlutaðeigandi. Í þessu mál þarf stjórnskipunar og eftirlitsnefnd að vanda sig sérstaklega vel. Í henni sitja stjórnmálamenn og í alvöru lýðræðisríkjum tíðkast það ekki að stjórnmálamenn rannsaki fréttaflutning fjölmiðla, grennslist fyrir um heimildarmenn þeirra eða yfirheyri fréttamenn um vinnubrögð. Samkvæmt lögum þarf stjórnskipunar og eftirlitsnefnd að fara í talsverða undirbúningsvinnu til að ákveða hvort stofna skuli rannsóknarnefndina og vandséð er að það verði gert öðru vísi en með því að kalla fjölmiðlana ásamt fleiri gestum fyrir þingnefndina. Það var í það minnsta ferlið á síðasta kjörtímabili þegar skipuð var rannsóknarnefnd vegna snjóflóðanna í Súðavík. Með öðrum orðum, í þessu tilfelli er það pólitísk ákvörðun að láta rannsaka tilteknar fréttir, vinnubrögð, samstarf og notkun fjölmiðla á gögnum og heimildum og samskipti þeirra við heimildarmenn. Í því ljósi vona ég að nefndin hafi í huga að það er ástæða fyrir því í lýðræðisríkjum að reynt er að koma upp eldveggjum á milli fjölmiðla og stjórnmála. Fjölmiðlar njóta sérstakrar verndar í lögum og það er ástæða fyrir því. Þeir eiga að vera sjálfstæðir og óháðir stjórnvöldum. Í þessu samhengi er líka algert grundvallaratriði að lögregla hefur nú þegar rannsakað þetta tiltekna mál. Vel og lengi. Árum saman voru blaðamenn til rannsóknar og niðurstaðan varð sú ekki þótti ástæða til að ákæra þá fyrir byrlun, símaþjófnað, dreifingu kynlífsefnis eða annað misjafnt. Vantaði samt ekkert upp á ásakanir um slíkt í opinberri umræðu. Stjórnmálamenn eiga ekki að taka sér það vald að véfengja niðurstöðu margra ára lögreglurannsóknar eða taka undir fabúleringar um mögulega sekt þeirra sem hreinsaðir hafa verið í slíkri rannsókn. Þessum orðum beini ég sérstaklega til formanns nefndarinnar sem talað hefur ógætilega um þetta í fjölmiðlaviðtölum að mínu mati. Við erum ekki Rússland. Ég vona að stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hafi þetta allt í huga og stígi varlega til jarðar. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Byrlunar- og símastuldarmálið Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Líkt og fram hefur komið í viðtölum við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur nefndinni borist erindi þar sem óskað er eftir því að sett verði á laggirnar rannsóknarnefnd Alþings vegna "byrlunarmálsins" svonefnda. Ekki er óalgengt að borgarar óski eftir því að þingnefndir skoði mál en það er afar fátítt að stofnuð hafi verið sérstök rannsóknarnefnd og hefur það reyndar bara gerst fimm sinnum. Óhætt er að fullyrða að þær rannsóknir hafi verið um stærri samfélagslega hagsmuni en hér eru undir, með fullri virðingu fyrir öllum hlutaðeigandi. Í þessu mál þarf stjórnskipunar og eftirlitsnefnd að vanda sig sérstaklega vel. Í henni sitja stjórnmálamenn og í alvöru lýðræðisríkjum tíðkast það ekki að stjórnmálamenn rannsaki fréttaflutning fjölmiðla, grennslist fyrir um heimildarmenn þeirra eða yfirheyri fréttamenn um vinnubrögð. Samkvæmt lögum þarf stjórnskipunar og eftirlitsnefnd að fara í talsverða undirbúningsvinnu til að ákveða hvort stofna skuli rannsóknarnefndina og vandséð er að það verði gert öðru vísi en með því að kalla fjölmiðlana ásamt fleiri gestum fyrir þingnefndina. Það var í það minnsta ferlið á síðasta kjörtímabili þegar skipuð var rannsóknarnefnd vegna snjóflóðanna í Súðavík. Með öðrum orðum, í þessu tilfelli er það pólitísk ákvörðun að láta rannsaka tilteknar fréttir, vinnubrögð, samstarf og notkun fjölmiðla á gögnum og heimildum og samskipti þeirra við heimildarmenn. Í því ljósi vona ég að nefndin hafi í huga að það er ástæða fyrir því í lýðræðisríkjum að reynt er að koma upp eldveggjum á milli fjölmiðla og stjórnmála. Fjölmiðlar njóta sérstakrar verndar í lögum og það er ástæða fyrir því. Þeir eiga að vera sjálfstæðir og óháðir stjórnvöldum. Í þessu samhengi er líka algert grundvallaratriði að lögregla hefur nú þegar rannsakað þetta tiltekna mál. Vel og lengi. Árum saman voru blaðamenn til rannsóknar og niðurstaðan varð sú ekki þótti ástæða til að ákæra þá fyrir byrlun, símaþjófnað, dreifingu kynlífsefnis eða annað misjafnt. Vantaði samt ekkert upp á ásakanir um slíkt í opinberri umræðu. Stjórnmálamenn eiga ekki að taka sér það vald að véfengja niðurstöðu margra ára lögreglurannsóknar eða taka undir fabúleringar um mögulega sekt þeirra sem hreinsaðir hafa verið í slíkri rannsókn. Þessum orðum beini ég sérstaklega til formanns nefndarinnar sem talað hefur ógætilega um þetta í fjölmiðlaviðtölum að mínu mati. Við erum ekki Rússland. Ég vona að stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hafi þetta allt í huga og stígi varlega til jarðar. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun