Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 09:31 Kiril Lazarov, landsliðsþjálfari Norður-Makedóníu, var settur í ansi ómanneskjulega stöðu í gær. EPA-EFE/CLEMENS BILAN Þrátt fyrir þjóðarsorgina sem ríkir í Norður-Makedóníu, eftir að eldsvoði á skemmtistað kostaði að minnsta kosti 59 manns lífið um helgina, neyddist handboltalið þjóðarinnar til þess að spila gegn Slóveníu í gær í undankeppni EM í handbolta. Norður-Makedóníumenn fóru fram á það að leiknum yrði frestað en Handknattleikssamband Evrópu, EHF, féllst ekki á það. Leikmenn þurftu því að spila innan við sólarhring eftir einhverjar mestu hörmungar þjóðarinnar frá því að Norður-Makedónía hlaut sjálfstæði árið 1991. Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu en til viðbótar við þá 59 sem eru látnir þá slösuðust meira en 150 aðrir. Um 1.500 manns voru á tónleikum hljómsveitarinnar DNK á skemmtistaðnum Pulse í Kocani þegar eldurinn braust út í þaki byggingarinnar. Aðeins ein hurð var á svæðinu til að komast inn og út. Skemmtistaðurinn var ekki með nein leyfi fyrir þess konar viðburði samkvæmt Panche Toshkovski, innviðaráðherra Norður-Makedóníu, og samkvæmt Reuters hafa tuttugu manns verið handteknir vegna málsins. Mínútu þögn var fyrir leik Norður-Makedóníu við Slóveníu í gær en uppselt var á leikinn sem fram fór í Koper í Slóveníu. Mikill fjöldi stuðningsmanna Norður-Makedóníu var á leiknum og fáni þjóðarinnar áberandi. Leikmenn léku með sorgarbönd til minningar um þá sem létust. Leikurinn sjálfur var hins vegar ekki spennandi og Slóvenía vann stórsigur, 38-27, og eru nú líkt og Íslendingar öruggir um sæti á EM 2026. Norður-Makedónía berst við Litháen og Eistland í síðustu leikjum sínum, um sæti á EM. Dómarar í Zagreb gleymdu að minnast hinna látnu Til stóð að hafa einnig mínútu þögn í Zagreb í gærkvöld, fyrir leik lærisveina Dags Sigurðssonar í Króatíu gegn Tékklandi, til minningar um þá sem létust í brunanum í Norður-Makedóníu. Franskir dómarar leiksins gleymdu sér hins vegar og létu leikinn hefjast. Eftir 37 sekúndur var leikurinn hins vegar stöðvaður eftir að áhorfendur höfðu látið vel í sér heyra og var þá hægt að gera hlé til að minnast þeirra sem létust. EM karla í handbolta 2026 Norður-Makedónía Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Enski boltinn Fleiri fréttir Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Sjá meira
Norður-Makedóníumenn fóru fram á það að leiknum yrði frestað en Handknattleikssamband Evrópu, EHF, féllst ekki á það. Leikmenn þurftu því að spila innan við sólarhring eftir einhverjar mestu hörmungar þjóðarinnar frá því að Norður-Makedónía hlaut sjálfstæði árið 1991. Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu en til viðbótar við þá 59 sem eru látnir þá slösuðust meira en 150 aðrir. Um 1.500 manns voru á tónleikum hljómsveitarinnar DNK á skemmtistaðnum Pulse í Kocani þegar eldurinn braust út í þaki byggingarinnar. Aðeins ein hurð var á svæðinu til að komast inn og út. Skemmtistaðurinn var ekki með nein leyfi fyrir þess konar viðburði samkvæmt Panche Toshkovski, innviðaráðherra Norður-Makedóníu, og samkvæmt Reuters hafa tuttugu manns verið handteknir vegna málsins. Mínútu þögn var fyrir leik Norður-Makedóníu við Slóveníu í gær en uppselt var á leikinn sem fram fór í Koper í Slóveníu. Mikill fjöldi stuðningsmanna Norður-Makedóníu var á leiknum og fáni þjóðarinnar áberandi. Leikmenn léku með sorgarbönd til minningar um þá sem létust. Leikurinn sjálfur var hins vegar ekki spennandi og Slóvenía vann stórsigur, 38-27, og eru nú líkt og Íslendingar öruggir um sæti á EM 2026. Norður-Makedónía berst við Litháen og Eistland í síðustu leikjum sínum, um sæti á EM. Dómarar í Zagreb gleymdu að minnast hinna látnu Til stóð að hafa einnig mínútu þögn í Zagreb í gærkvöld, fyrir leik lærisveina Dags Sigurðssonar í Króatíu gegn Tékklandi, til minningar um þá sem létust í brunanum í Norður-Makedóníu. Franskir dómarar leiksins gleymdu sér hins vegar og létu leikinn hefjast. Eftir 37 sekúndur var leikurinn hins vegar stöðvaður eftir að áhorfendur höfðu látið vel í sér heyra og var þá hægt að gera hlé til að minnast þeirra sem létust.
EM karla í handbolta 2026 Norður-Makedónía Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Enski boltinn Fleiri fréttir Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Sjá meira