Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 12:05 Eins og sjá má er Michail Antonio hreinlega heppinn að vera á lífi eftir slysið, því bíllinn hans gjöreyðilagðist. Twitter/Getty Fótboltamaðurinn Michail Antonio segir það hafa verið erfiðast, við lífshættulegt bílslys sitt, að hugsa til barnanna sinna og að hann yrði ekki til staðar fyrir þau. Bati hans gengur hins vegar betur en búist var við og framherjinn er staðráðinn í að skora fleiri mörk á ferlinum. „Þegar lögreglan kom og fann mig þá var ég á milli framsætanna. Ég var í rauninni ekki í ökumannssætinu. Þeir sögðu að ég hefði reynt að klifra út um gluggann en fóturinn minn var svo mölbrotinn að sársaukinn stöðvaði mig,“ segir Antonio í viðtali við BBC. Þessi 34 ára framherji West Ham var að aka Ferrari-bifreið sinni heim af æfingu þegar hann klessti harkalega á tré í slæmu veðri. „Ég var nálægt því að deyja,“ segir Antonio sem er þakklátur fyrir að hafa nú fengið nýtt tækifæri í lífinu. Hann varði þremur vikum á sjúkrahúsi og á fyrir höndum langan veg í átt að fullum bata en þangað stefnir hann. Framherjinn hafði verið að velta fyrir sér að skipta um bíl en ekki látið verða af því. „Afturhlutinn á bílnum hafði verið að sveiflast til svo mér fannst ég ekki vera öruggur. Ég hafði átt bílinn í þrjár vikur og var strax farinn að hugsa um að skila honum,“ sagði Antonio sem segist hins vegar „ekkert“ muna eftir slysinu sjálfu. „Það er svo skrýtið því í gegnum þetta allt saman er mér sagt að ég hafi talað við alla; lögregluna, fólkið og manneskjuna sem fann mig. Fóturinn minn var algjörlega í tætlum en þeir komu mér út og settu spelku á hann við bílinn. Það héldu allir að ég hefði fengið þyrluflug á sjúkrahúsið en það var ekki hægt vegna stormsins svo að mér var ekið þangað,“ sagði Antonio. Til að kveða niður kjaftasögur um vímuefnanotkun segir hann: „Ég var á leið heim af æfingu og svo hef ég aldrei tekið eiturlyfi á ævinni. Ég kann alveg við að fá mér drykk en þarna voru engin eiturlyfi eða áfengi. Það hefur verið staðfest af lögreglunni.“ Aðspurður hvort að hann gæti spilað fótbolta aftur segir Antonio: „Já, 100 prósent. Ég mun spila aftur,“ en hann efaðist þó í eitt sinn fyrir tveimur vikum þegar sjúkraþjálfarinn spurði hvort að hann væri með tryggingu vegna meiðsla sem myndu binda enda á ferilinn: „Ég svaf ekki dúr þá nótt,“ sagði Antonio léttur. Hann segir að talið sé að það taki 6-12 mánuði fyrir fótinn að ná fullum bata. „Það erfiðasta við þetta var að ég yrði ekki til staðar fyrir börnin mín. Ég er svo ánægður með hvernig fór, jákvæður varðandi lífið og að hafa fengið annað tækifæri. Við héldum þessu frá börnunum til að byrja með. Elsti sonur minn sá þó hvað gerðist og átti erfitt með það. Hann er 13 ára og sá auðvitað myndir af bílnum hjá fólki. Hann kom því að sjá mig á sjúkrahúsinu. En þau yngri fengu í raun aldrei að vita hvað staðan var slæm. Við forðuðumst að leyfa þeim að fara á internetið,“ sagði Antonio. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
„Þegar lögreglan kom og fann mig þá var ég á milli framsætanna. Ég var í rauninni ekki í ökumannssætinu. Þeir sögðu að ég hefði reynt að klifra út um gluggann en fóturinn minn var svo mölbrotinn að sársaukinn stöðvaði mig,“ segir Antonio í viðtali við BBC. Þessi 34 ára framherji West Ham var að aka Ferrari-bifreið sinni heim af æfingu þegar hann klessti harkalega á tré í slæmu veðri. „Ég var nálægt því að deyja,“ segir Antonio sem er þakklátur fyrir að hafa nú fengið nýtt tækifæri í lífinu. Hann varði þremur vikum á sjúkrahúsi og á fyrir höndum langan veg í átt að fullum bata en þangað stefnir hann. Framherjinn hafði verið að velta fyrir sér að skipta um bíl en ekki látið verða af því. „Afturhlutinn á bílnum hafði verið að sveiflast til svo mér fannst ég ekki vera öruggur. Ég hafði átt bílinn í þrjár vikur og var strax farinn að hugsa um að skila honum,“ sagði Antonio sem segist hins vegar „ekkert“ muna eftir slysinu sjálfu. „Það er svo skrýtið því í gegnum þetta allt saman er mér sagt að ég hafi talað við alla; lögregluna, fólkið og manneskjuna sem fann mig. Fóturinn minn var algjörlega í tætlum en þeir komu mér út og settu spelku á hann við bílinn. Það héldu allir að ég hefði fengið þyrluflug á sjúkrahúsið en það var ekki hægt vegna stormsins svo að mér var ekið þangað,“ sagði Antonio. Til að kveða niður kjaftasögur um vímuefnanotkun segir hann: „Ég var á leið heim af æfingu og svo hef ég aldrei tekið eiturlyfi á ævinni. Ég kann alveg við að fá mér drykk en þarna voru engin eiturlyfi eða áfengi. Það hefur verið staðfest af lögreglunni.“ Aðspurður hvort að hann gæti spilað fótbolta aftur segir Antonio: „Já, 100 prósent. Ég mun spila aftur,“ en hann efaðist þó í eitt sinn fyrir tveimur vikum þegar sjúkraþjálfarinn spurði hvort að hann væri með tryggingu vegna meiðsla sem myndu binda enda á ferilinn: „Ég svaf ekki dúr þá nótt,“ sagði Antonio léttur. Hann segir að talið sé að það taki 6-12 mánuði fyrir fótinn að ná fullum bata. „Það erfiðasta við þetta var að ég yrði ekki til staðar fyrir börnin mín. Ég er svo ánægður með hvernig fór, jákvæður varðandi lífið og að hafa fengið annað tækifæri. Við héldum þessu frá börnunum til að byrja með. Elsti sonur minn sá þó hvað gerðist og átti erfitt með það. Hann er 13 ára og sá auðvitað myndir af bílnum hjá fólki. Hann kom því að sjá mig á sjúkrahúsinu. En þau yngri fengu í raun aldrei að vita hvað staðan var slæm. Við forðuðumst að leyfa þeim að fara á internetið,“ sagði Antonio.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira