Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2025 07:13 Ken Paxton, ríkissaksóknari Texas, segir allt líf heilagt og hann muni gera allt í hans valdi til að vernda öll ófædd börn. Getty/Brandon Bell Ljósmóðir og samstarfsmaður hennar hafa verið handtekin í Texas og ákærð fyrir að framkvæma ólöglegt þungunarrof í Houston. Um er að ræða fyrstu handtöku heilbrigðisstarfsmanns frá því að Roe gegn Wade var snúið árið 2022. Að sögn yfirvalda í Texas starfrækti ljósmóðirin, Maria Margarita Rojas, klíník í nokkrum bæjum umhverfis Houston, þar á meðal tvær í Harris-sýslu og eina í Waller-sýslu. Rojas og samstarfsmaðurinn, hinn 29 ára Jose Ley, eru sem fyrr segir ákærð fyrir framkvæmd ólöglegra þungunarrofa auk þess sem þau sæta ákæru fyrir að hafa stundað heilbrigðisstarfssemi án leyfis. New York Times hefur eftir annarri ljósmóður og vinkonu Rojas, Holly Shearman, að Rojas hafi verið stöðvuð af vopnaðri lögreglu á leið til vinnu, handtekin og flutt til Austin. Texas er eitt þeirra ríkja þar sem þungunarrof er bannað í næstum öllum tilvikum, sem hefur orðið til þess að þungaðar konur hafa neyðst til að leita annað til að nálgast þjónustuna. Fordæmalaust Rojas er sögð eiga yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi og er málið talið fordæmalaust. Vitað er til þess að einstaklingar hafi verið ákærðir fyrir að sjá ættingjum fyrir þungunarrofslyfjum og þá er eitt fordæmi fyrir því að læknir sé sóttur til saka fyrir að senda konu þungunarrofslyf í pósti. Sá heitir Margaret Carpenter og starfar í New York. Skjólstæðingur hennar var hins vegar búsettur í Louisiana, sem er eitt af svokölluðum bannríkjum. Carpenter var einnig sótt til saka af Texas, fyrir að senda íbúum þar þungunarrofslyf í pósti, og var sektuð um 100.000 dali. Carpenter var ekki handtekin í tengslum við ákærurnar. Rojas hefur verið sökuð um að framkvæma þungunarrof á að minnsta kosti tveimur konum. Shearman segist ekki trúa ásökununum; Rojas sé kaþólikki og hafi aldrei talað um að framkvæma þungunarrof. Bandaríkin Donald Trump Þungunarrof Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Að sögn yfirvalda í Texas starfrækti ljósmóðirin, Maria Margarita Rojas, klíník í nokkrum bæjum umhverfis Houston, þar á meðal tvær í Harris-sýslu og eina í Waller-sýslu. Rojas og samstarfsmaðurinn, hinn 29 ára Jose Ley, eru sem fyrr segir ákærð fyrir framkvæmd ólöglegra þungunarrofa auk þess sem þau sæta ákæru fyrir að hafa stundað heilbrigðisstarfssemi án leyfis. New York Times hefur eftir annarri ljósmóður og vinkonu Rojas, Holly Shearman, að Rojas hafi verið stöðvuð af vopnaðri lögreglu á leið til vinnu, handtekin og flutt til Austin. Texas er eitt þeirra ríkja þar sem þungunarrof er bannað í næstum öllum tilvikum, sem hefur orðið til þess að þungaðar konur hafa neyðst til að leita annað til að nálgast þjónustuna. Fordæmalaust Rojas er sögð eiga yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi og er málið talið fordæmalaust. Vitað er til þess að einstaklingar hafi verið ákærðir fyrir að sjá ættingjum fyrir þungunarrofslyfjum og þá er eitt fordæmi fyrir því að læknir sé sóttur til saka fyrir að senda konu þungunarrofslyf í pósti. Sá heitir Margaret Carpenter og starfar í New York. Skjólstæðingur hennar var hins vegar búsettur í Louisiana, sem er eitt af svokölluðum bannríkjum. Carpenter var einnig sótt til saka af Texas, fyrir að senda íbúum þar þungunarrofslyf í pósti, og var sektuð um 100.000 dali. Carpenter var ekki handtekin í tengslum við ákærurnar. Rojas hefur verið sökuð um að framkvæma þungunarrof á að minnsta kosti tveimur konum. Shearman segist ekki trúa ásökununum; Rojas sé kaþólikki og hafi aldrei talað um að framkvæma þungunarrof.
Bandaríkin Donald Trump Þungunarrof Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira