Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2025 07:13 Ken Paxton, ríkissaksóknari Texas, segir allt líf heilagt og hann muni gera allt í hans valdi til að vernda öll ófædd börn. Getty/Brandon Bell Ljósmóðir og samstarfsmaður hennar hafa verið handtekin í Texas og ákærð fyrir að framkvæma ólöglegt þungunarrof í Houston. Um er að ræða fyrstu handtöku heilbrigðisstarfsmanns frá því að Roe gegn Wade var snúið árið 2022. Að sögn yfirvalda í Texas starfrækti ljósmóðirin, Maria Margarita Rojas, klíník í nokkrum bæjum umhverfis Houston, þar á meðal tvær í Harris-sýslu og eina í Waller-sýslu. Rojas og samstarfsmaðurinn, hinn 29 ára Jose Ley, eru sem fyrr segir ákærð fyrir framkvæmd ólöglegra þungunarrofa auk þess sem þau sæta ákæru fyrir að hafa stundað heilbrigðisstarfssemi án leyfis. New York Times hefur eftir annarri ljósmóður og vinkonu Rojas, Holly Shearman, að Rojas hafi verið stöðvuð af vopnaðri lögreglu á leið til vinnu, handtekin og flutt til Austin. Texas er eitt þeirra ríkja þar sem þungunarrof er bannað í næstum öllum tilvikum, sem hefur orðið til þess að þungaðar konur hafa neyðst til að leita annað til að nálgast þjónustuna. Fordæmalaust Rojas er sögð eiga yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi og er málið talið fordæmalaust. Vitað er til þess að einstaklingar hafi verið ákærðir fyrir að sjá ættingjum fyrir þungunarrofslyfjum og þá er eitt fordæmi fyrir því að læknir sé sóttur til saka fyrir að senda konu þungunarrofslyf í pósti. Sá heitir Margaret Carpenter og starfar í New York. Skjólstæðingur hennar var hins vegar búsettur í Louisiana, sem er eitt af svokölluðum bannríkjum. Carpenter var einnig sótt til saka af Texas, fyrir að senda íbúum þar þungunarrofslyf í pósti, og var sektuð um 100.000 dali. Carpenter var ekki handtekin í tengslum við ákærurnar. Rojas hefur verið sökuð um að framkvæma þungunarrof á að minnsta kosti tveimur konum. Shearman segist ekki trúa ásökununum; Rojas sé kaþólikki og hafi aldrei talað um að framkvæma þungunarrof. Bandaríkin Donald Trump Þungunarrof Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira
Að sögn yfirvalda í Texas starfrækti ljósmóðirin, Maria Margarita Rojas, klíník í nokkrum bæjum umhverfis Houston, þar á meðal tvær í Harris-sýslu og eina í Waller-sýslu. Rojas og samstarfsmaðurinn, hinn 29 ára Jose Ley, eru sem fyrr segir ákærð fyrir framkvæmd ólöglegra þungunarrofa auk þess sem þau sæta ákæru fyrir að hafa stundað heilbrigðisstarfssemi án leyfis. New York Times hefur eftir annarri ljósmóður og vinkonu Rojas, Holly Shearman, að Rojas hafi verið stöðvuð af vopnaðri lögreglu á leið til vinnu, handtekin og flutt til Austin. Texas er eitt þeirra ríkja þar sem þungunarrof er bannað í næstum öllum tilvikum, sem hefur orðið til þess að þungaðar konur hafa neyðst til að leita annað til að nálgast þjónustuna. Fordæmalaust Rojas er sögð eiga yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi og er málið talið fordæmalaust. Vitað er til þess að einstaklingar hafi verið ákærðir fyrir að sjá ættingjum fyrir þungunarrofslyfjum og þá er eitt fordæmi fyrir því að læknir sé sóttur til saka fyrir að senda konu þungunarrofslyf í pósti. Sá heitir Margaret Carpenter og starfar í New York. Skjólstæðingur hennar var hins vegar búsettur í Louisiana, sem er eitt af svokölluðum bannríkjum. Carpenter var einnig sótt til saka af Texas, fyrir að senda íbúum þar þungunarrofslyf í pósti, og var sektuð um 100.000 dali. Carpenter var ekki handtekin í tengslum við ákærurnar. Rojas hefur verið sökuð um að framkvæma þungunarrof á að minnsta kosti tveimur konum. Shearman segist ekki trúa ásökununum; Rojas sé kaþólikki og hafi aldrei talað um að framkvæma þungunarrof.
Bandaríkin Donald Trump Þungunarrof Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira