Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Kjartan Kjartansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 18. mars 2025 09:26 Lögregla stendur vaktina við forsætisráðuneytið við Hverfisgötu. Vísir/Anton Brink Nokkrir tugir stuðningsmanna Palestínumanna komu saman til mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu í morgun. Einn þeirra segir ríkisstjórnina þurfa að láta kröftuglega í sér heyra eftir að Ísraelsher felldi á fjórða hundrað manns í árásum á Gasaströndina í nótt. Félagið Ísland-Palestína hafði boðað til mótmælanna í morgun áður en til árása Ísraela í nótt kom. Mótmælin eiga að þrýsta á ríkisstjórnina að taka frumkvæðið að viðræðum um efnahagslegar og pólitískar þvinganir gegn Ísrael á vettvangi Norðurlandanna. Fréttamaður Vísis sem var á staðnum segir að um sextíu mótmælendur hafi verið saman komnir fyrir utan ríkisstjórnarfundinn og gert hróp að ráðherrum þegar þeir mættu til hans. Krafan er um sniðgöngu Ísraels.Vísir/Anton Brink Mótmælendurnir voru meðal annars með gjallarhorn og hrópuðu slagorð til stuðnings Palestínumönnum eins og „Leyfið Gasa að lifa“. Mótmælendur með fána Palestínu fylgdust með þegar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mætti til ríkisstjórnarfundar á Hverfisgötu í morgun.Vísir/Anton Brink Þegar Ingu Sæland, félagsmálaráðherra, bar að garði kölluðu mótmælendur á hana hvað hún ætlaði að gera fyrir börn á Gasa. „Halda áfram að senda þeim ást og kærleika,“ var svar ráðherrans sem virtist ekki falla vel í kramið hjá mótmælendunum. Magnús Magnússon, stjórnarmaður í Félaginu Ísland-Palestína, sagði í viðtali að upphaflega hefði verið boðað til mótmælanna vegna þess að Ísraelar hafi svelt Gasaströndina og brotið gegn vopnahléssamkomulagi sem tók gildi 19. janúar. Palestínufánarnir eru áberandi.Vísir/Anton Brink Í nótt hafi stórskotahríð Ísraela á Gasa hins vegar hafist aftur. „Núna krefjumst við þess að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir alþjóðalögum og mannréttindum og styðji palestínsku þjóðina og beiti sér fyrir refsiaðgerðum gegn Ísrael,“ sagði Magnús. Hann var hugsi yfir orðum Ingu Sæland um ást og kærleik. Börnin á Gasa þyrftu meira en það. Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína, kallaði ísraelska ráðamenn stríðsglæpamenn í viðtali. Einn mótmælandi er með trommu.Vísir/Anton Brink Þeir sem hefðu látist í nótt og í morgun hafi að miklu leyti verið konur og börn Hundruð væru slösuð til viðbótar við þá sem féllu. Þá væru sjúkrahús á Gasa illa í stakk búin að taka við þeim særðu þar sem Ísraelar hafi lokað á alla flutninga nauðsynja eins og vatns, matvæla og lyfja undanfarnar vikur. Um sextíu manns standa við ríkisstjórnarfundinn.Vísir/Anton Brink „Það er ákaflega mikilvægt núna að ríkisstjórnin láti frá sér heyra og það kröftuglega og standi við gefin fyrirheit um að gripið verði til refsiaðgerða,“ sagði Sveinn Rúnar. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Félagið Ísland-Palestína hafði boðað til mótmælanna í morgun áður en til árása Ísraela í nótt kom. Mótmælin eiga að þrýsta á ríkisstjórnina að taka frumkvæðið að viðræðum um efnahagslegar og pólitískar þvinganir gegn Ísrael á vettvangi Norðurlandanna. Fréttamaður Vísis sem var á staðnum segir að um sextíu mótmælendur hafi verið saman komnir fyrir utan ríkisstjórnarfundinn og gert hróp að ráðherrum þegar þeir mættu til hans. Krafan er um sniðgöngu Ísraels.Vísir/Anton Brink Mótmælendurnir voru meðal annars með gjallarhorn og hrópuðu slagorð til stuðnings Palestínumönnum eins og „Leyfið Gasa að lifa“. Mótmælendur með fána Palestínu fylgdust með þegar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mætti til ríkisstjórnarfundar á Hverfisgötu í morgun.Vísir/Anton Brink Þegar Ingu Sæland, félagsmálaráðherra, bar að garði kölluðu mótmælendur á hana hvað hún ætlaði að gera fyrir börn á Gasa. „Halda áfram að senda þeim ást og kærleika,“ var svar ráðherrans sem virtist ekki falla vel í kramið hjá mótmælendunum. Magnús Magnússon, stjórnarmaður í Félaginu Ísland-Palestína, sagði í viðtali að upphaflega hefði verið boðað til mótmælanna vegna þess að Ísraelar hafi svelt Gasaströndina og brotið gegn vopnahléssamkomulagi sem tók gildi 19. janúar. Palestínufánarnir eru áberandi.Vísir/Anton Brink Í nótt hafi stórskotahríð Ísraela á Gasa hins vegar hafist aftur. „Núna krefjumst við þess að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir alþjóðalögum og mannréttindum og styðji palestínsku þjóðina og beiti sér fyrir refsiaðgerðum gegn Ísrael,“ sagði Magnús. Hann var hugsi yfir orðum Ingu Sæland um ást og kærleik. Börnin á Gasa þyrftu meira en það. Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína, kallaði ísraelska ráðamenn stríðsglæpamenn í viðtali. Einn mótmælandi er með trommu.Vísir/Anton Brink Þeir sem hefðu látist í nótt og í morgun hafi að miklu leyti verið konur og börn Hundruð væru slösuð til viðbótar við þá sem féllu. Þá væru sjúkrahús á Gasa illa í stakk búin að taka við þeim særðu þar sem Ísraelar hafi lokað á alla flutninga nauðsynja eins og vatns, matvæla og lyfja undanfarnar vikur. Um sextíu manns standa við ríkisstjórnarfundinn.Vísir/Anton Brink „Það er ákaflega mikilvægt núna að ríkisstjórnin láti frá sér heyra og það kröftuglega og standi við gefin fyrirheit um að gripið verði til refsiaðgerða,“ sagði Sveinn Rúnar.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira