Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. mars 2025 07:00 Helena Reynis er viðmælandi í Tískutali. Vísir/Vilhelm „Ég fer alltaf alla leið. Síðastliðin fimmtán ár hef ég verið svona fimm mismunandi manneskjur,“ segir listakonan og tískudrottningin Helena Reynis. Hún er viðmælandi í tískutali þar sem hún fer meðal annars yfir mjög fjölbreytt og skemmtileg tískutímabil og segir frá ævintýralegum árum í Berlín. Hér má sjá viðtalið við Helenu Reynis í heild sinni: Brúnkukrem, listaspýrur og partýdýr Tíska fyrir Helenu er fyrst og fremst persónuleg tjáning. „Þegar ég fer í outfit þá er ég annað hvort að reyna að sýna hver ég er eða að fela mig smá. Tíska er svo mikill persónuleiki og maður getur sýnt hann með fötum.“ Hún er ekki með neitt hálfkák þegar það kemur að því að móta stílinn sinn. „Ég hef verið algjör skinka með hvíta hárið og brúnkukremið í Adidas gallanum. Þegar ég fór í listnám til Stokkhólms var ég í skandinavísku straumunum og svo mótaðist maður auðvitað mikið af Berlín,“ segir Helena en hún er nýlega flutt heim frá þeirri iðandi menningarborg. „Listasenan og partýsenan blandast mjög mikið saman úti. Það eru allir í partýfötum sem eru samt svona mjög einkennandi Berlínar föt. Það eru auðvitað flestir sem flytja þangað til að vinna í þessari skapandi senu og því koma ótrúlega spes tískuvíbrur fram. Þarna er stöðugur innblástur og alveg geggjað fólk.“ Skothelld ráð fyrir Berghain Eftirsóttasti klúbbur Berlínar heitir Berghain og er alræmt hve erfitt er að komast þangað inn. Helena segir fyrstu mistök sem margir gera vera að mæta sem of miklar skvísur í röðina. „Það eru fyrstu mistökin, maður á að afskvísa sig. Það besta sem þú getur gert er að mæta helst ekki með förðun, í öllu svörtu og ef þú vilt fara í skvísuföt geturðu haft þau með í poka. Ekki tala við neinn í röðinni, ekki horfa í augun á neinum og mættu einn,“ segir Helena kímin en þessi ráð eru eflaust kærkomin fyrir einhverja sem hafa það að markmiði að geta djammað á Berghain. View this post on Instagram A post shared by Helena Reynis (@helenareynis) Helena fer sannarlega eigin leiðir í tískunni og fylgir sjálfri sér í gegnum hvert tímabil. Í dag finnst henni hún hafa fundið sinn stíl algjörlega og sækir innblásturinn víða, meðal annars til vinkvenna sinna og móður sinnar. Sömuleiðis er mikill hluti af hennar flíkum keyptur á nytjamörkuðum í stórborgum. „Ég er alltaf jafn ástfangin af yfirhöfnum. Þetta er eiginlega vandamál en þetta er auðvitað mikið lúxus vandamál.“ Ungfrú Ísland kjóllinn vel geymdur Þótt Helena sæki innblástur í stefnum og straumum tískunnar lætur hún það ekki stýra sér í ákveðna átt. „Það er ekki bara eitthvað eitt í tísku og maður er alltaf að prófa sig áfram. Það ýtti mér rosalega mikið út fyrir þægindarammann að vera í Berlín. Ég var smá hrædd um að ég myndi koma heim og vera meðvituð um að fólki héldi að ég væri að reyna að vera ýkt týpa. Ef ég fór í beisikk fötum út á Íslandi fannst fólki það rosa mikið, á meðan þessi sömu föt væru mjög afslöppuð úti,“ segir Helena hlæjandi. „Ég ákvað bara að ég nenni ekki að pæla í hvað fólki finnst. Áður en ég fór til Berlínar var ég mjög meðvituð um hvað fólki fannst en núna er ég bara orðin þrítug og fer í það sem ég vil.“ Ein af eftirminnilegustu flíkum í fataskáp Helenu er kjóll sem hún rokkaði í fegurðarsamkeppni fyrir áratugi síðan. „Ég tók þátt í Ungfrú Ísland og var valin Miss people’s choice eða kona fólksins. Hann hangir bara inn í skáp fer ekkert, börnin og barnabörnin munu fá þennan,“ segir Helena hlæjandi og bætir við: „Þetta er til dæmis úr einhverju öðru lífi.“ Tískutal Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Mest lesið Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Tíska og hönnun Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Lífið Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu Lífið Börn eigi ekki að ilma Lífið Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Lífið Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Lífið Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Lífið Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Lífið Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Lífið samstarf Happy Gilmore snýr aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Helenu Reynis í heild sinni: Brúnkukrem, listaspýrur og partýdýr Tíska fyrir Helenu er fyrst og fremst persónuleg tjáning. „Þegar ég fer í outfit þá er ég annað hvort að reyna að sýna hver ég er eða að fela mig smá. Tíska er svo mikill persónuleiki og maður getur sýnt hann með fötum.“ Hún er ekki með neitt hálfkák þegar það kemur að því að móta stílinn sinn. „Ég hef verið algjör skinka með hvíta hárið og brúnkukremið í Adidas gallanum. Þegar ég fór í listnám til Stokkhólms var ég í skandinavísku straumunum og svo mótaðist maður auðvitað mikið af Berlín,“ segir Helena en hún er nýlega flutt heim frá þeirri iðandi menningarborg. „Listasenan og partýsenan blandast mjög mikið saman úti. Það eru allir í partýfötum sem eru samt svona mjög einkennandi Berlínar föt. Það eru auðvitað flestir sem flytja þangað til að vinna í þessari skapandi senu og því koma ótrúlega spes tískuvíbrur fram. Þarna er stöðugur innblástur og alveg geggjað fólk.“ Skothelld ráð fyrir Berghain Eftirsóttasti klúbbur Berlínar heitir Berghain og er alræmt hve erfitt er að komast þangað inn. Helena segir fyrstu mistök sem margir gera vera að mæta sem of miklar skvísur í röðina. „Það eru fyrstu mistökin, maður á að afskvísa sig. Það besta sem þú getur gert er að mæta helst ekki með förðun, í öllu svörtu og ef þú vilt fara í skvísuföt geturðu haft þau með í poka. Ekki tala við neinn í röðinni, ekki horfa í augun á neinum og mættu einn,“ segir Helena kímin en þessi ráð eru eflaust kærkomin fyrir einhverja sem hafa það að markmiði að geta djammað á Berghain. View this post on Instagram A post shared by Helena Reynis (@helenareynis) Helena fer sannarlega eigin leiðir í tískunni og fylgir sjálfri sér í gegnum hvert tímabil. Í dag finnst henni hún hafa fundið sinn stíl algjörlega og sækir innblásturinn víða, meðal annars til vinkvenna sinna og móður sinnar. Sömuleiðis er mikill hluti af hennar flíkum keyptur á nytjamörkuðum í stórborgum. „Ég er alltaf jafn ástfangin af yfirhöfnum. Þetta er eiginlega vandamál en þetta er auðvitað mikið lúxus vandamál.“ Ungfrú Ísland kjóllinn vel geymdur Þótt Helena sæki innblástur í stefnum og straumum tískunnar lætur hún það ekki stýra sér í ákveðna átt. „Það er ekki bara eitthvað eitt í tísku og maður er alltaf að prófa sig áfram. Það ýtti mér rosalega mikið út fyrir þægindarammann að vera í Berlín. Ég var smá hrædd um að ég myndi koma heim og vera meðvituð um að fólki héldi að ég væri að reyna að vera ýkt týpa. Ef ég fór í beisikk fötum út á Íslandi fannst fólki það rosa mikið, á meðan þessi sömu föt væru mjög afslöppuð úti,“ segir Helena hlæjandi. „Ég ákvað bara að ég nenni ekki að pæla í hvað fólki finnst. Áður en ég fór til Berlínar var ég mjög meðvituð um hvað fólki fannst en núna er ég bara orðin þrítug og fer í það sem ég vil.“ Ein af eftirminnilegustu flíkum í fataskáp Helenu er kjóll sem hún rokkaði í fegurðarsamkeppni fyrir áratugi síðan. „Ég tók þátt í Ungfrú Ísland og var valin Miss people’s choice eða kona fólksins. Hann hangir bara inn í skáp fer ekkert, börnin og barnabörnin munu fá þennan,“ segir Helena hlæjandi og bætir við: „Þetta er til dæmis úr einhverju öðru lífi.“
Tískutal Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Mest lesið Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Tíska og hönnun Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Lífið Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu Lífið Börn eigi ekki að ilma Lífið Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Lífið Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Lífið Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Lífið Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Lífið Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Lífið samstarf Happy Gilmore snýr aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira