Verslunin hefur verið stöppuð af fólki frá klukkan tíu í morgun, og hefur örtröðin verið slík að sögur fara af þriggja klukkustunda búðarferðum.
Baldur Helgi Benjamínsson segir að hann hafi verið í búðinni í þrjár klukkustundir. Örtröðin hafi verið svo mikil að hún hafi verið eins og áhlaup.
„Alveg epískt rugl,“ sagði hann um málið.
Hann segir að ýmsar hreinlætisvörur og sælgæti hafi verið búið þegar hann fór út úr búðinni um klukkan eitt eftir hádegi.

