Samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem handtekinn var í gær kona á fertugsaldri.
Alls hafa verið gerðar kröfur um gæsluvarðhald yfir sjö einstaklingum í málinu.
Fyrst voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald fyrir viku og hefur lögreglan óskað eftir framlengingu á varðhaldinu yfir þeim.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að rannsókn málsins miði vel og lögreglustjórinn á Suðurlandi njóti aðstoðar frá embættum ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og héraðssksóknara.
