Fótbolti

Elfsborg stað­festir komu Ara: „Erum að fá leik­mann með spennandi hæfi­leika“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ari Sigurpálsson í gulu treyjunni.
Ari Sigurpálsson í gulu treyjunni. elfsborg

Ari Sigurpálsson er formlega genginn í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Elfsborg frá Víkingi. Ari skrifaði undir langan samning við Elfsborg, eða til 2029.

Hjá Elfsborg hittir Júlíus fyrir annan fyrrverandi leikmann Víkings, Júlíus Magnússon, sem sænska félagið keypti frá Fredrikstad í Noregi í vetur.

„Það er frábær tilfinning að vera orðinn leikmaður Elfsborg og já, vonandi verður þetta góður tími hér með nokkrum titlum og minningum sem munu lifa,“ sagði Ari í viðtali á heimasíðu Elfsborg.

Ari er uppalinn hjá HK en fór ungur til Bologna á Ítalíu. Hann gekk svo í raðir Víkings 2022. Ari varð Íslandsmeistari með Víkingi 2023 og bikarmeistari 2022 og 2023. Þá var hann í Víkingsliðinu sem fór alla leið í umspil um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu.

Þjálfari Elfsborg, Oscar Hiljemark, er ánægður að hafa krækt í Ara.

„Við erum ánægðir að Ari hafi valið Borås og Elfsborg sem sitt næsta skref á ferlinum. Við erum að fá leikmann með spennandi hæfileika sem mun leggja mikið til málanna í þeim fótbolta sem við viljum spila,“ sagði Hiljemark.

Elfsborg endaði í 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Liðið mætir Mjällby í fyrsta leik sínum tímabilið 2025 30. mars næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×