„Búnar að vera dálítið skrýtnar vikur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. mars 2025 09:32 Ari Sigurpálsson er orðinn leikmaður Elfsborgar í Svíþjóð. Vísir/Sigurjón Ari Sigurpálsson er nýjasti atvinnumaður Íslands í fótbolta en hann samdi við Elfsborg í Svíþjóð í dag. Ari kveður Víking með söknuði en tímapunkturinn réttur að taka næsta skref á hans ferli. Ari hefur spilað frábærlega með Víkingum undanfarin ár og vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í Sambandsdeild Evrópu í vetur. Það virtist tímaspursmál hvenær hann tæki skrefið út og hefur nú fundið samastað í Svíþjóð. „Þetta eru búnar að vera dálítið skrýtnar vikur og dagar núna. En það er virkilega gaman að klára þetta,“ segir Ari. Elfsborg stefni hátt á komandi leiktíð eftir strembið síðasta tímabil heima fyrir. „Þeir voru í Evrópudeildinni núna, það var svolítið álag og enduðu í sjöunda sæti. Árið áður lentu þeir í öðru sæti. Þeir eru aftur að byggja upp lið og það er almennt mikil ástríða í Svíþjóð fyrir fótbolta. Mér líst vel á þetta skref,“ segir Ari. Það sé hins vegar erfitt að kveðja Víking eftir frábæran tíma í Fossvogi, hvar Ari átti frábær þrjú ár. „Maður hefði aldrei búist við því þegar maður skrifaði undir fyrir þremur árum að fara í útsláttarkeppni á móti Panathinaikos í Evrópukeppni. Að vinna þrjá titla, og hársbreidd frá því að vinna fimm titla af sex, þetta var bara draumi líkast,“ segir Ari. Sameinast Júlíusi á ný Fyrrum félagi hans hjá Víkingi Júlíus Magnússon verður þá liðsfélagi hans í Elfsborg en þeir Hákon Rafn Valdimarsson og Andri Fannar Baldursson hafa einnig leikið fyrir Elfsborg á síðustu árum. „Ég er búinn að heyra í Júlla og nokkrum öðrum strákum sem hafa verið þarna, það talar allir rosa vel um klúbbinn og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Ari. Júlíus spilaði með Ara í Víkinni sumarið 2022.Vísir/Hulda Margrét Hann fór í atvinnumennsku til Ítalíu á unglingsaldri áður en hann sneri heim í Víking. Hann kveðst nú vera tilbúinn í að taka stökkið. „Ég held ég sé alveg tilbúinn núna. Vonandi næ ég að koma mér inn í hlutina strax, að fá mínútur og gera alvöru hluti í Allsvenskunni. Þetta gæti í raun ekki verið betri tímapunktur, held ég,“ segir Ari. Viðtalið má sjá að ofan. Sænski boltinn Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Ari hefur spilað frábærlega með Víkingum undanfarin ár og vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í Sambandsdeild Evrópu í vetur. Það virtist tímaspursmál hvenær hann tæki skrefið út og hefur nú fundið samastað í Svíþjóð. „Þetta eru búnar að vera dálítið skrýtnar vikur og dagar núna. En það er virkilega gaman að klára þetta,“ segir Ari. Elfsborg stefni hátt á komandi leiktíð eftir strembið síðasta tímabil heima fyrir. „Þeir voru í Evrópudeildinni núna, það var svolítið álag og enduðu í sjöunda sæti. Árið áður lentu þeir í öðru sæti. Þeir eru aftur að byggja upp lið og það er almennt mikil ástríða í Svíþjóð fyrir fótbolta. Mér líst vel á þetta skref,“ segir Ari. Það sé hins vegar erfitt að kveðja Víking eftir frábæran tíma í Fossvogi, hvar Ari átti frábær þrjú ár. „Maður hefði aldrei búist við því þegar maður skrifaði undir fyrir þremur árum að fara í útsláttarkeppni á móti Panathinaikos í Evrópukeppni. Að vinna þrjá titla, og hársbreidd frá því að vinna fimm titla af sex, þetta var bara draumi líkast,“ segir Ari. Sameinast Júlíusi á ný Fyrrum félagi hans hjá Víkingi Júlíus Magnússon verður þá liðsfélagi hans í Elfsborg en þeir Hákon Rafn Valdimarsson og Andri Fannar Baldursson hafa einnig leikið fyrir Elfsborg á síðustu árum. „Ég er búinn að heyra í Júlla og nokkrum öðrum strákum sem hafa verið þarna, það talar allir rosa vel um klúbbinn og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Ari. Júlíus spilaði með Ara í Víkinni sumarið 2022.Vísir/Hulda Margrét Hann fór í atvinnumennsku til Ítalíu á unglingsaldri áður en hann sneri heim í Víking. Hann kveðst nú vera tilbúinn í að taka stökkið. „Ég held ég sé alveg tilbúinn núna. Vonandi næ ég að koma mér inn í hlutina strax, að fá mínútur og gera alvöru hluti í Allsvenskunni. Þetta gæti í raun ekki verið betri tímapunktur, held ég,“ segir Ari. Viðtalið má sjá að ofan.
Sænski boltinn Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira