Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. mars 2025 20:15 Vel virðist ganga hjá Ágústu Johnson eiganda Hreyfingar en biðlisti eftir aðild að líkamsræktarstöðinni telur um þrjú hundruð manns. Vísir/Vilhelm Mánaðaraðild án bindingar að líkamsræktarstöðinni Hreyfingu hefur undanfarið ár hækkað úr tæpum fimmtán þúsund krónum upp í tæpar tuttugu þúsund krónur. Þá hefur verið gert tímabundið hlé á nýskráningum í Hreyfingu vegna mikillar aðsóknar. Eigandi Hreyfingar segir aukna áherslu lagða á bætta þjónustu og aukin gæði á líkamsræktarstöðinni. Samkvæmt nýjustu verðskrá á vef Hreyfingar kostar tólf mánaða grunnaðild með bindingu að líkamsræktarstöðinni tæpar fimmtán þúsund krónur á mánuði, en á sama tíma í fyrra kostaði slík aðild tæpar tólf þúsund krónur. Þá er skólaaðild, sem kostaði tæpar tólf þúsund krónur á verðskránni í janúar, ekki lengur í boði. Í skráningarformi á biðlista á vef Hreyfingar segir að tímabundið hlé hafi verið gert á nýskráningum til að tryggja meðlimum sem besta upplifun. Tekið verði á móti nýskráningum um leið og færi gefist. Efst má sjá brot úr verðskrá Hreyfingar í mars í fyrra, fyrir miðju er verðskrá Hreyfingar í janúar og neðst er verðskrá Hreyfingar í dag. Í mars í fyrra kostaði skólaaðild 9.990 krónur en nú er slík aðild ekki lengur í boði. Við grunnaðild hefur nú bæst aðgangur að Boditrax líkamsástandsmælingum. Skjáskot Heilsuaðild, sem veitir meðal annars aðgang að spa-inu í Hreyfingu og forskráningu í hóptíma, hefur að auki hækkað lítillega síðan í janúar, eða um þúsund krónur. Mánaðaraðild án bindingar kostar nú tæpar 36 þúsund krónur, en með bindingu til tólf mánaða tæpar 25 þúsund krónur. Fleiri meðlimir og meiri aðsókn Ágústa Johnson, eigandi og framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir í samtali við fréttastofu að lokað hafi verið fyrir nýskráningar og opnað fyrir biðlista þann 16. janúar. Listinn telji um þrjú hundruð manns. Hún segir ýmsar skipulagsbreytingar hafa verið gerðar á gjaldskrá Hreyfingar undanfarið. Til að mynda sé búið að breyta vissum áskriftarleiðum og taka einhverjar út. Þá hafi aukin áhersla verið lögð á aukin gæði stöðvarinnar, til dæmis með lengri opnunartíma um helgar. Ágústa segist hafa séð þá þróun undanfarin ár að samhliða meðlimafjölda hafi komur á stöðina aukist. „Við höfum verið með rosalega mikið af aðildum og við erum búin að gera ákveðnar breytingar. Þannig að einhverjir meðlimir upplifa einhverja hækkun, sem hafa verið í aðild sem er mögulega dottin út,“ segir Ágústa. Í leið hafi verið bætt við þjónustu í einhverjum aðildarpökkum, til að mynda sé tími hjá þjálfara og aðgangur að líkamsástandsmælingatæki nú innifalinn í einhverjum áskriftarleiðum. „Það hafa verið svolítið mörg verð í gangi og margar mismunandi aðildir, bæði bundnar og óbundnar, og þannig að þetta hefur snúist um að einfalda hlutina og endurskipuleggja,“ segir Ágústa. Líkamsræktarstöðvar Neytendur Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira
Samkvæmt nýjustu verðskrá á vef Hreyfingar kostar tólf mánaða grunnaðild með bindingu að líkamsræktarstöðinni tæpar fimmtán þúsund krónur á mánuði, en á sama tíma í fyrra kostaði slík aðild tæpar tólf þúsund krónur. Þá er skólaaðild, sem kostaði tæpar tólf þúsund krónur á verðskránni í janúar, ekki lengur í boði. Í skráningarformi á biðlista á vef Hreyfingar segir að tímabundið hlé hafi verið gert á nýskráningum til að tryggja meðlimum sem besta upplifun. Tekið verði á móti nýskráningum um leið og færi gefist. Efst má sjá brot úr verðskrá Hreyfingar í mars í fyrra, fyrir miðju er verðskrá Hreyfingar í janúar og neðst er verðskrá Hreyfingar í dag. Í mars í fyrra kostaði skólaaðild 9.990 krónur en nú er slík aðild ekki lengur í boði. Við grunnaðild hefur nú bæst aðgangur að Boditrax líkamsástandsmælingum. Skjáskot Heilsuaðild, sem veitir meðal annars aðgang að spa-inu í Hreyfingu og forskráningu í hóptíma, hefur að auki hækkað lítillega síðan í janúar, eða um þúsund krónur. Mánaðaraðild án bindingar kostar nú tæpar 36 þúsund krónur, en með bindingu til tólf mánaða tæpar 25 þúsund krónur. Fleiri meðlimir og meiri aðsókn Ágústa Johnson, eigandi og framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir í samtali við fréttastofu að lokað hafi verið fyrir nýskráningar og opnað fyrir biðlista þann 16. janúar. Listinn telji um þrjú hundruð manns. Hún segir ýmsar skipulagsbreytingar hafa verið gerðar á gjaldskrá Hreyfingar undanfarið. Til að mynda sé búið að breyta vissum áskriftarleiðum og taka einhverjar út. Þá hafi aukin áhersla verið lögð á aukin gæði stöðvarinnar, til dæmis með lengri opnunartíma um helgar. Ágústa segist hafa séð þá þróun undanfarin ár að samhliða meðlimafjölda hafi komur á stöðina aukist. „Við höfum verið með rosalega mikið af aðildum og við erum búin að gera ákveðnar breytingar. Þannig að einhverjir meðlimir upplifa einhverja hækkun, sem hafa verið í aðild sem er mögulega dottin út,“ segir Ágústa. Í leið hafi verið bætt við þjónustu í einhverjum aðildarpökkum, til að mynda sé tími hjá þjálfara og aðgangur að líkamsástandsmælingatæki nú innifalinn í einhverjum áskriftarleiðum. „Það hafa verið svolítið mörg verð í gangi og margar mismunandi aðildir, bæði bundnar og óbundnar, og þannig að þetta hefur snúist um að einfalda hlutina og endurskipuleggja,“ segir Ágústa.
Líkamsræktarstöðvar Neytendur Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira