Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Magnús Jochum Pálsson og Telma Tómasson skrifa 19. mars 2025 18:16 Héraðsdómur Suðurlands framlengdi gæsluvarðhald yfir þremur og staðfesti úrskurð yfir þeim fjórða. Um er að ræða tvo karlmenn og tvær konur. Vísir/Anton Héraðsdómur Suðurlands féllst síðdegis á kröfu lögreglunnar á Suðurlandi að úrskurða þrjá í áframhaldandi gæsluvarðhald í tengslum við manndrápsmálið í Gufunesi. Gæsluvarðhald var framlengt yfir tveimur karlmönnum í fjórar vikur og yfir einni konu í viku. Þremenningarnir voru þeir fyrstu sem handteknir voru í tengslum við málið og hafa nú þegar setið í gæsluvarðhaldi í viku. Þá var staðfestur úrskurður um að kona, sem handtekin var í gærkvöldi, sæti varðhaldi í eina viku. Hún er sjöundi meinti sakborningurinn í málinu, sem rannsakað er sem hugsanlegt manndráp, frelsissvipting og fjárkúgun. Sjá einnig: Handtóku einn til viðbótar Sjö sitja því í gæsluvarðhaldi sem stendur, en ekki hefur verið tekin ávörðun um hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir fleirum, að sögn Jóns Gunnars Þórhallssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Réttarkrufning, skýrslutökur og önnur rannsóknarvinna Rannsókninni miðar ágætlega, að sögn Jóns Gunnars. Réttarkrufning fer fram á hinum látna, karlmanni á sjötugsaldri, samhliða rannsókn á gögnum málsins málsins. Einnig fari skýrslutökur fram daglega, ýmist af vitnum eða sakborningum. Jón Gunnar segir jafnframt að magn gagna sé mikið, um sé að ræða meðal annars vitnaskýrslur, myndbönd og annað sem til rannsóknar sé. Mikil vinna sé í gangi á mörgum stöðum, en lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur notið aðstoðar frá embættum ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Þremenningarnir voru þeir fyrstu sem handteknir voru í tengslum við málið og hafa nú þegar setið í gæsluvarðhaldi í viku. Þá var staðfestur úrskurður um að kona, sem handtekin var í gærkvöldi, sæti varðhaldi í eina viku. Hún er sjöundi meinti sakborningurinn í málinu, sem rannsakað er sem hugsanlegt manndráp, frelsissvipting og fjárkúgun. Sjá einnig: Handtóku einn til viðbótar Sjö sitja því í gæsluvarðhaldi sem stendur, en ekki hefur verið tekin ávörðun um hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir fleirum, að sögn Jóns Gunnars Þórhallssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Réttarkrufning, skýrslutökur og önnur rannsóknarvinna Rannsókninni miðar ágætlega, að sögn Jóns Gunnars. Réttarkrufning fer fram á hinum látna, karlmanni á sjötugsaldri, samhliða rannsókn á gögnum málsins málsins. Einnig fari skýrslutökur fram daglega, ýmist af vitnum eða sakborningum. Jón Gunnar segir jafnframt að magn gagna sé mikið, um sé að ræða meðal annars vitnaskýrslur, myndbönd og annað sem til rannsóknar sé. Mikil vinna sé í gangi á mörgum stöðum, en lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur notið aðstoðar frá embættum ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira