Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. mars 2025 16:30 Inga Sæland félags og húsnæðismálaráðherra, sagði er hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnum í þinginu 20. mars , um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna ESB- umsóknar, að það gætti skringilegs misskilnings að halda að þjóðaratkvæðagreiðsla um umsókn, hefði eitthvað með inngöngu í Evrópusambandið að gera. Nú er það svo, hvort sem að sótt er um inngöngu í Evrópusambandið eða eitthvað annað, að varla sé það gert nema áhugi sé fyrir inngöngu. Eftir að umsóknaraðilinn eða umsóknarríkið hefur kynnt sér kosti og galla inngöngu. Það er ekki verið að sækja um eða kaupa aðgöngumiða í skoðunarferð um reglu og lagafargan Evrópusambandsins. Heldur er sótt um, þegar ríki telja hag sýnum betur borgið þar inni, en fyrir utan. Annar misskilningur frú Sæland, er svo auðvitað sá, að þjóðin sé að fara að ákveða hvort sótt verði um eða ekki. Inga og hinir sextíuogtveir sem kjörnir voru á þing í nóvember síðastliðnum, voru einmitt kjörnir til þess að taka slíkar ákvarðanir og þá samkvæmt eigin sannfæringu. En í 48. grein stjórnarskrárinnar stendur orðrétt: “Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.” Að óbreyttri stjórnarskrá, leiðir það því af sér, að þjóðaratkvæðið getur eingöngu snúist um, fylgi stjórnarmeiri þeirri stjórnarskrá er hann hefur heitið drengskap sínum við, ákvörðun sem þingið hefur tekið. En ekki um hvort að þingið eigi að taka einhverja ákvörðun. Eins verður það svo auðvitað, gangi málið svo langt að úr verði samningur um aðild Íslands að ESB. Það er því alveg ljóst, að ákvörðun um umsókn eða inngöngu í ESB er og verður hjá Alþingi og engum öðrum. Þingið getur hins vegar ákveðið, að spyrja þjóðina um afstöðu til áður tekinna ákvarðana og ákveðið svo að því loknu, hvort farið skuli að ákvörðun þjóðarinnar eða ekki. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Inga Sæland félags og húsnæðismálaráðherra, sagði er hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnum í þinginu 20. mars , um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna ESB- umsóknar, að það gætti skringilegs misskilnings að halda að þjóðaratkvæðagreiðsla um umsókn, hefði eitthvað með inngöngu í Evrópusambandið að gera. Nú er það svo, hvort sem að sótt er um inngöngu í Evrópusambandið eða eitthvað annað, að varla sé það gert nema áhugi sé fyrir inngöngu. Eftir að umsóknaraðilinn eða umsóknarríkið hefur kynnt sér kosti og galla inngöngu. Það er ekki verið að sækja um eða kaupa aðgöngumiða í skoðunarferð um reglu og lagafargan Evrópusambandsins. Heldur er sótt um, þegar ríki telja hag sýnum betur borgið þar inni, en fyrir utan. Annar misskilningur frú Sæland, er svo auðvitað sá, að þjóðin sé að fara að ákveða hvort sótt verði um eða ekki. Inga og hinir sextíuogtveir sem kjörnir voru á þing í nóvember síðastliðnum, voru einmitt kjörnir til þess að taka slíkar ákvarðanir og þá samkvæmt eigin sannfæringu. En í 48. grein stjórnarskrárinnar stendur orðrétt: “Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.” Að óbreyttri stjórnarskrá, leiðir það því af sér, að þjóðaratkvæðið getur eingöngu snúist um, fylgi stjórnarmeiri þeirri stjórnarskrá er hann hefur heitið drengskap sínum við, ákvörðun sem þingið hefur tekið. En ekki um hvort að þingið eigi að taka einhverja ákvörðun. Eins verður það svo auðvitað, gangi málið svo langt að úr verði samningur um aðild Íslands að ESB. Það er því alveg ljóst, að ákvörðun um umsókn eða inngöngu í ESB er og verður hjá Alþingi og engum öðrum. Þingið getur hins vegar ákveðið, að spyrja þjóðina um afstöðu til áður tekinna ákvarðana og ákveðið svo að því loknu, hvort farið skuli að ákvörðun þjóðarinnar eða ekki. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar