Karlmaðurinn heitir Snæþór Helgi Bjarnason og fékk fjögurra ára dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar í fyrra. Héraðsdómi taldi ekki sannað að hann hefði ætlað að bana fyrrverandi kærustu sinni og heimfærði málið undir ákvæði laga um sérstaklega hættulega líkamsárás. Þá var ekki fallist á að hann hefði gerst sekur um brot í nánu sambandi eins og rakið var í frétt Vísi í fyrra.
Athygli vakti í fyrra að lögregla krafðist gæsluvarðhalds yfir Snæþóri Helga eftir að dómurinn féll í héraði. Vildi lögregla að hann væri í haldi á meðan áfrýjunarferli stæði. Landsréttur féllst ekki á beiðni lögreglu og vísaði til þess að ekki væri talið að hann hefði ætlað að ráða konunni bana. Því væri skilyrðum laga um meðferð sakamála um áframhaldandi gæsluvarðhald ekki uppfyllt.