Handbolti

Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Alfa Brá Hagalín var stoðsendingahæst og skoraði að auki þrjú mörk.
Alfa Brá Hagalín var stoðsendingahæst og skoraði að auki þrjú mörk.

Fram vann öruggan og mikilvægan 25-22 útisigur gegn ÍR í nítjándu umferð Olís deildar kvenna. Fram hefur þar með tryggt sér annað sæti deildarinnar.

Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst hjá Fram með sjö mörk. Alfa Brá Hagalín sá um að dreifa spilinu og gaf flestar stoðsendingar, sjö. Katrín Tinna Jensdóttir var markahæst hjá ÍR með átta mörk, Sara Dögg Hjaltadóttir fylgdi henni fast eftir með sjö mörk.

Fjórum stigum munar nú á Fram í öðru sætinu og Haukum í þriðja sætinu. Haukar gætu því náð Fram að stigum í síðustu tveimur umferðunum, en munu enda neðar þar sem Fram er með betri úrslit úr innbyrðis viðureignum liðanna.

Fram getur líka enn náð efsta sætinu af Val þar sem aðeins tveimur stigum munar milli þeirra.

Fyrir ÍR þýðir tap kvöldsins að Selfoss getur lyft sér upp í fjórða sætið, með sigri gegn ÍBV á morgun.

Tvær umferðir eru svo eftir og venju samkvæmt fara allir leikir þar fram á sama tíma.

Efstu tvö sætin fara beint í úrslitakeppnina. Næstu fjögur lið munu mætast innbyrðis og berjast um hin tvö sætin í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×