Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar 21. mars 2025 11:00 Öfund og illgirni, ásamt með sjálfselsku, græðgi og grimmd, mega sennilega teljast meðal verstu eiginda mannskepnunnar. Ónáttúra. En, af henni er nóg, og stundum grasserar hún meir en ella. Kúlmínerar. Oft með fullum stuðningi fjölmiðla. Líka þeirra, sem reknir eru af og á kostnað fólksins í landinu. Líka miðils, sem ætti að gæta sérstakrar varkárni, nærgætni og hlutleysis, jafnvel umfram aðra miðla. Kynna sér sérstaklega viðkvæm persónuleg mál feikivel, áður en vaðið er með þau í fréttir og mannorði, lífshamingju og velferð manneskju stefnt í voða eða lagt í rúst. Líka með neikvæðar bylgjur og áhrif langt út fyrir það. Skyldu fréttamenn RÚV, sem eru á launum hjá almenningi og bera skyldur til hans skv. því, allir hafa tandurhreinan skjöld í sínum einkamálum, frá blautu barnsbeini, eða leynist þar eitthvað, sem betur má hvíla í skugga, eða bak við tjöld? Skyldi nokkur meðal okkar vera allur tandurhreinn með öll sín mál? Ég þekki engan, held ég, sem gæti státað sig af því. Það er með ólíkindum, að RÚV skuli leyfa sér að velta upp og vaða fram með 35 ára einkamál, milli tveggja unglinga, sem enga þýðingu hefur fyrir neinn, nú í dag, nema fyrir þau sjálf og þeirra fjölskyldur, og ekki á því í raun neitt erindi til almennings, þó að ekki væri nema vegna aldurs málsins. Fyrir 35 árum, og þó að skemur væri farið aftur í tímann, lifðum við í öðrum heim. Við, sem þá vorum til, vorum líka öll allt aðrar manneskjur, en við erum nú í dag. Við breytumst eiginlega eitthvað á hverjum einasta degi, þegar við vöknum upp að morgni, er ekki aðeins heimurinn orðinn nýr og annar, heldur við sjálf líka. Ekki veit ég, hvað þeim kvennmanni gekk til, sem sendi uplýsingarnar um Ásthildi Lóu og hennar ástarævintýni fyrir 35 árum til forsætisráðherra á dögunum, en ekki var það neitt gott, og hvað átti forsætisráðherra að varða um það. Ég segi bara svei! Og enn meira og sterkara svei verð ég að segja um og til þeirra fréttamanna RÚV, sem í þetta mál óðu, eins og um stórfrétt væri að ræða, sem varðaði alla landsmenn. Fyrir mér varðaði alls engan, nema þá, sem áttu hlut að máli, um þetta. Hvorki fyrr né síðar. Ef ég man rétt, var Ásthildur Lóa kjörinn þingmaður Suðurkjördæmis með flestum atkvæðum allra þar 30. nóvember sl. Ég hygg, að sú góða kosning hafi byggst á verðleikum Ásthildar og því góða orðspori, sem hún hafi byggt upp með stöfum sínum og framferði síðustu áratugi. Ég hygg, að sú glæsilega kosning og hennar skipan í ráðherramebætti hafi verið makleg. Jafn ómakleg er framkoma þeirrar konu, sem sendi þetta eldgamla einkamál á forsætisráðaherra, og, þá um leið, ómannúðleg og ljót aðkoma RÚV að málinu. Ég var að vona, að ljót meðferð á Þórði Snæ, nú nýlega, hefði dugað öfundar- og illgirnisöflunum í bili, en leitina að ljótu og leiðinlegu, því sem veldur fólki þjáningu og óhamingju, eyðileggur líf, virðist grassera meir og betur en nokkru sinni og aldrei ætla að enda. Hödundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Öfund og illgirni, ásamt með sjálfselsku, græðgi og grimmd, mega sennilega teljast meðal verstu eiginda mannskepnunnar. Ónáttúra. En, af henni er nóg, og stundum grasserar hún meir en ella. Kúlmínerar. Oft með fullum stuðningi fjölmiðla. Líka þeirra, sem reknir eru af og á kostnað fólksins í landinu. Líka miðils, sem ætti að gæta sérstakrar varkárni, nærgætni og hlutleysis, jafnvel umfram aðra miðla. Kynna sér sérstaklega viðkvæm persónuleg mál feikivel, áður en vaðið er með þau í fréttir og mannorði, lífshamingju og velferð manneskju stefnt í voða eða lagt í rúst. Líka með neikvæðar bylgjur og áhrif langt út fyrir það. Skyldu fréttamenn RÚV, sem eru á launum hjá almenningi og bera skyldur til hans skv. því, allir hafa tandurhreinan skjöld í sínum einkamálum, frá blautu barnsbeini, eða leynist þar eitthvað, sem betur má hvíla í skugga, eða bak við tjöld? Skyldi nokkur meðal okkar vera allur tandurhreinn með öll sín mál? Ég þekki engan, held ég, sem gæti státað sig af því. Það er með ólíkindum, að RÚV skuli leyfa sér að velta upp og vaða fram með 35 ára einkamál, milli tveggja unglinga, sem enga þýðingu hefur fyrir neinn, nú í dag, nema fyrir þau sjálf og þeirra fjölskyldur, og ekki á því í raun neitt erindi til almennings, þó að ekki væri nema vegna aldurs málsins. Fyrir 35 árum, og þó að skemur væri farið aftur í tímann, lifðum við í öðrum heim. Við, sem þá vorum til, vorum líka öll allt aðrar manneskjur, en við erum nú í dag. Við breytumst eiginlega eitthvað á hverjum einasta degi, þegar við vöknum upp að morgni, er ekki aðeins heimurinn orðinn nýr og annar, heldur við sjálf líka. Ekki veit ég, hvað þeim kvennmanni gekk til, sem sendi uplýsingarnar um Ásthildi Lóu og hennar ástarævintýni fyrir 35 árum til forsætisráðherra á dögunum, en ekki var það neitt gott, og hvað átti forsætisráðherra að varða um það. Ég segi bara svei! Og enn meira og sterkara svei verð ég að segja um og til þeirra fréttamanna RÚV, sem í þetta mál óðu, eins og um stórfrétt væri að ræða, sem varðaði alla landsmenn. Fyrir mér varðaði alls engan, nema þá, sem áttu hlut að máli, um þetta. Hvorki fyrr né síðar. Ef ég man rétt, var Ásthildur Lóa kjörinn þingmaður Suðurkjördæmis með flestum atkvæðum allra þar 30. nóvember sl. Ég hygg, að sú góða kosning hafi byggst á verðleikum Ásthildar og því góða orðspori, sem hún hafi byggt upp með stöfum sínum og framferði síðustu áratugi. Ég hygg, að sú glæsilega kosning og hennar skipan í ráðherramebætti hafi verið makleg. Jafn ómakleg er framkoma þeirrar konu, sem sendi þetta eldgamla einkamál á forsætisráðaherra, og, þá um leið, ómannúðleg og ljót aðkoma RÚV að málinu. Ég var að vona, að ljót meðferð á Þórði Snæ, nú nýlega, hefði dugað öfundar- og illgirnisöflunum í bili, en leitina að ljótu og leiðinlegu, því sem veldur fólki þjáningu og óhamingju, eyðileggur líf, virðist grassera meir og betur en nokkru sinni og aldrei ætla að enda. Hödundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar