„Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. mars 2025 10:15 Fórnarlömbin í yfirstandandi átökum fyrir botni Miðjarðarhafsins, sem hófust með árás Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Ísrael 7. október 2023 þar sem fjöldi manns var drepinn, hafa líkt og fyrri daginn verið almennir borgarar. Einkum á Gaza þar sem þeir eru á milli steins og sleggju. Annars vegar er Ísraelsher og hins vegar Hamas sem leggur enga áherzlu á öryggi þeirra. Til að mynda hafa þannig tugir kílómetra af göngum fyrir vígamenn samtakanna verið grafnir á Gaza á sama tíma og þar er hvergi að finna loftvarnabyrgi, loftvarnarflautur eða annað slíkt fyrir öryggi almennra borgara. Mannfall á meðal óbreyttra borgara í Ísrael hefði án efa verið gríðarlegt ef ekki væri fyrir loftvarnarkerfi landsins sem nefnt er Iron Dome. Hamas og önnur hryðjuverkasamtök hafa skotið tugum þúsunda eldflauga á Ísrael á undanförnum árum sem beinlínis hefur verið beint að borgaralegum skotmörkum með það að markmiði að valda mannfalli í röðum almennings. Loftvarnarkerfi landsins hefur í langflestum tilfellum náð að stöðva þessar árásir. Þá er varla reist hús í Ísrael án þess að undir því sé loftvarnarbyrgi á sama tíma og Hamasliðar skýla sér á bak við óbreytta borgara á Gaza. Forystumenn Hamas voru spurðir af arabískum fjölmiðlum í kjölfar árásarinnar á Ísrael, þar sem ráðist var nær eingöngu á óbreytta borgara, hvers vegna þeir hefðu sett almenning á Gaza í svo gríðarlega hættu með árásinni. Ghazi Hamad, háttsettur forystumaður innan Hamas, var þannig til dæmis spurður að því af sjónvarpsstöðinni LBC í Líbanon 24. október 2023 hvort árásin yrði ekki dýru verði keypt fyrir almenna Palestínumenn. Svaraði hann því játandi en samtökin væru reiðubúin að færa þær fórnir. „Við erum kölluð þjóð píslarvotta og við erum stoltir af því að fórna píslarvottum.“ Hamad lýsti einnig þeirri afstöðu Hamas að fjarlægja yrði Ísrael með öllum ráðum og hótaði fleiri árásum á landið. Hernáminu yrði að ljúka. Spurður hvort hann ætti þar við Gaza sagðist hann eiga við allt palestínskt land. Spurður hvort það þýddi tortímingu Ísraels svaraði hann: „Já, að sjálfsögðu.“ Annar háttsettur forystumaður innan Hamas, Khaled Mashal, sagði við sádiarabíska fjölmiðilinn Al Arabiya um svipað leyti, aðspurður um þau palestínsku mannslíf sem árásin á Ísrael gæti kostað, að engin þjóð yrði frelsuð án fórna. Hamas er einfaldlega óvinur bæði Ísraels og Palestínumanna. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Fórnarlömbin í yfirstandandi átökum fyrir botni Miðjarðarhafsins, sem hófust með árás Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Ísrael 7. október 2023 þar sem fjöldi manns var drepinn, hafa líkt og fyrri daginn verið almennir borgarar. Einkum á Gaza þar sem þeir eru á milli steins og sleggju. Annars vegar er Ísraelsher og hins vegar Hamas sem leggur enga áherzlu á öryggi þeirra. Til að mynda hafa þannig tugir kílómetra af göngum fyrir vígamenn samtakanna verið grafnir á Gaza á sama tíma og þar er hvergi að finna loftvarnabyrgi, loftvarnarflautur eða annað slíkt fyrir öryggi almennra borgara. Mannfall á meðal óbreyttra borgara í Ísrael hefði án efa verið gríðarlegt ef ekki væri fyrir loftvarnarkerfi landsins sem nefnt er Iron Dome. Hamas og önnur hryðjuverkasamtök hafa skotið tugum þúsunda eldflauga á Ísrael á undanförnum árum sem beinlínis hefur verið beint að borgaralegum skotmörkum með það að markmiði að valda mannfalli í röðum almennings. Loftvarnarkerfi landsins hefur í langflestum tilfellum náð að stöðva þessar árásir. Þá er varla reist hús í Ísrael án þess að undir því sé loftvarnarbyrgi á sama tíma og Hamasliðar skýla sér á bak við óbreytta borgara á Gaza. Forystumenn Hamas voru spurðir af arabískum fjölmiðlum í kjölfar árásarinnar á Ísrael, þar sem ráðist var nær eingöngu á óbreytta borgara, hvers vegna þeir hefðu sett almenning á Gaza í svo gríðarlega hættu með árásinni. Ghazi Hamad, háttsettur forystumaður innan Hamas, var þannig til dæmis spurður að því af sjónvarpsstöðinni LBC í Líbanon 24. október 2023 hvort árásin yrði ekki dýru verði keypt fyrir almenna Palestínumenn. Svaraði hann því játandi en samtökin væru reiðubúin að færa þær fórnir. „Við erum kölluð þjóð píslarvotta og við erum stoltir af því að fórna píslarvottum.“ Hamad lýsti einnig þeirri afstöðu Hamas að fjarlægja yrði Ísrael með öllum ráðum og hótaði fleiri árásum á landið. Hernáminu yrði að ljúka. Spurður hvort hann ætti þar við Gaza sagðist hann eiga við allt palestínskt land. Spurður hvort það þýddi tortímingu Ísraels svaraði hann: „Já, að sjálfsögðu.“ Annar háttsettur forystumaður innan Hamas, Khaled Mashal, sagði við sádiarabíska fjölmiðilinn Al Arabiya um svipað leyti, aðspurður um þau palestínsku mannslíf sem árásin á Ísrael gæti kostað, að engin þjóð yrði frelsuð án fórna. Hamas er einfaldlega óvinur bæði Ísraels og Palestínumanna. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar