Síðustu ár hefur verið búin til ein löng auglýsing fyrir deildirnar en í ár er farin sú leið að búa til nokkrar stuttar auglýsingar.
KR er í brennidepli í fyrstu auglýsingunni þar sem karakterinn Grétar Guðjohnsen, leikinn af Hjamma, fer á kostum. Mikilvægt er að horfa á auglýsinguna allt til enda.
Sjá má auglýsinguna hér að neðan en Vísir mun á næstunni birta allar hinar.