Sport

Dag­skráin í dag: Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og úr­slita­leikur Lengjubikarsins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Gunnar Nelson berst í Lundúnum í kvöld. Valur mætir Fylki í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag.
Gunnar Nelson berst í Lundúnum í kvöld. Valur mætir Fylki í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag.

Íþróttaáhugamenn þurfa ekki að láta sér leiðast þennan laugardaginn, stórskemmtilega dagskrá má finna á rásum Stöðvar 2 og Vodafone.

Bardagi Gunnars Nelson verður á Vodafone Sport og úrslitaleikur Lengjubikarsins á Stöð 2 Sport. Dagskránna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Vodafone Sport

06:55 – Bein útsending frá tímatöku kínverska kappakstursins í Formúlu 1.

13:50 – Liechtenstein tekur á móti Norður- Makedóníu í umspilseinvígi í Þjóðadeildinni.

16:50 – Moldóva tekur á móti Noregi í umspilseinvígi í Þjóðadeildinni.

20:00 – UFC: Gunnar Nelson og Kevin Holland mætast á bardagakvöldi í Lundúnum.

23:05 – Montreal Canadiens og Colorado Avalanche mætast á svellinu í NHL íshokkídeildinni.

Stöð 2 Sport

13:50 – Fylkir og Valur mætast í úrslitaleik Lengjubikars karla.

Stöð 2 Sport 2

21:00 – Indiana Pacers og Brooklyn Nets mætast í NBA deildinni.

Stöð 2 Sport 4

02:00 aðfaranótt sunnudags – Þriðji keppnisdagur á Porsche Singapore Classic á DP World Tour.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×