„Mér fannst það svolítið vanta í dag“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. mars 2025 19:38 Arnar Gunnlaugsson þurfti að sætta sig við tap í fyrstu tveimur leikjunum sem landsliðsþjálfari. KSÍ Arnar Gunnlaugsson tekur ábyrgð á tapinu gegn Kósovó „ef það þarf að finna einhvern sökudólg“ en segir leikmenn stundum þurfa að bretta upp ermarnar og láta sig vaða í tæklingar. „Betra liðið vann í þessu einvígi og engar afsakanir frá okkar hendi. Við sýndum ekki nægilega góða frammistöðu í fyrri hálfleik, smá betra hjarta og líf í seinni hálfleik. Því fór sem fór“ sagði Arnar um tilfinninguna sem fylgir tapinu. Gæti talað um taktík en stundum þarf að bretta upp ermar Arnar gerði sex breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik og stillti liðinu upp öðruvísi en hefur áður sést. „Mig langaði að prófa og sjá þessa stráka spila mismunandi stöður. Þetta snýst líka svolítið um hugarfar þegar þú ferð í öðruvísi stöðu en þú ert vanur að spila. Hvað þú ert tilbúinn að læra. Þér er hent út í djúpu laugina… Í mínum huga eru þetta engin geimvísindi, ég er náttúrulega búinn að vera að hugsa um þetta kerfi núna í fimm til sex ár og reyndi að útskýra fyrir strákunum hvernig þetta á að vera. Það sást smá hvernig ég vildi sjá liðið spila í framtíðinni en allt of sjaldan og ekki nægilega oft. Ég tek þetta á mig ef það þarf að finna einhvern sökudólg, ég er skipstjórinn. En við getum talað um taktík og tækni í allan dag, en stundum þarf bara að bretta ermarnar í fótbolta. Látið sig vaða í tæklingar og láta finna fyrir sér. Mér fannst það svolítið vanta í dag“ sagði Arnar um sitt upplegg. Hann hélt áfram og bar núverandi lið saman við „gamla bandið sem var geggjað varnarlið en ekki næstum því jafn góðir í fótbolta og þessir strákar en þeir létu finna fyrir sér og unnu leikinn þannig. Það þarf alltaf að gera það þegar þú spilar fyrir hönd þjóðarinnar.“ Að lokum talaði Arnar um Jóhann Berg og Hákon Arnar, sem voru báðir tæpir og komu hvorugir við sögu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Sjá meira
„Betra liðið vann í þessu einvígi og engar afsakanir frá okkar hendi. Við sýndum ekki nægilega góða frammistöðu í fyrri hálfleik, smá betra hjarta og líf í seinni hálfleik. Því fór sem fór“ sagði Arnar um tilfinninguna sem fylgir tapinu. Gæti talað um taktík en stundum þarf að bretta upp ermar Arnar gerði sex breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik og stillti liðinu upp öðruvísi en hefur áður sést. „Mig langaði að prófa og sjá þessa stráka spila mismunandi stöður. Þetta snýst líka svolítið um hugarfar þegar þú ferð í öðruvísi stöðu en þú ert vanur að spila. Hvað þú ert tilbúinn að læra. Þér er hent út í djúpu laugina… Í mínum huga eru þetta engin geimvísindi, ég er náttúrulega búinn að vera að hugsa um þetta kerfi núna í fimm til sex ár og reyndi að útskýra fyrir strákunum hvernig þetta á að vera. Það sást smá hvernig ég vildi sjá liðið spila í framtíðinni en allt of sjaldan og ekki nægilega oft. Ég tek þetta á mig ef það þarf að finna einhvern sökudólg, ég er skipstjórinn. En við getum talað um taktík og tækni í allan dag, en stundum þarf bara að bretta ermarnar í fótbolta. Látið sig vaða í tæklingar og láta finna fyrir sér. Mér fannst það svolítið vanta í dag“ sagði Arnar um sitt upplegg. Hann hélt áfram og bar núverandi lið saman við „gamla bandið sem var geggjað varnarlið en ekki næstum því jafn góðir í fótbolta og þessir strákar en þeir létu finna fyrir sér og unnu leikinn þannig. Það þarf alltaf að gera það þegar þú spilar fyrir hönd þjóðarinnar.“ Að lokum talaði Arnar um Jóhann Berg og Hákon Arnar, sem voru báðir tæpir og komu hvorugir við sögu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Sjá meira