Kjörnir fulltrúar og buxnahysjanir! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 24. mars 2025 08:01 Vissulega hefur málið um Ásthildi Lóu, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra, skapað mikla umræðu. Þessi umræða vekur spurningar um áhrif pólitísks óstöðugleika á samfélagið, einstaklinga, starfsemi félagasamtaka og annarra sem vinna að mikilvægum samfélagsmálum. Pólitískur óstöðugleiki getur leitt til þess að mikilvæg mál, svo sem heilbrigðiskerfið, fangelsismálin, vegakerfið, og geðheilsumál, verða sett til hliðar vegna stjórnmálalegra deilna. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir vinnu og framgang mikilvægra málaflokka. Það er grundvallaratriði að stjórnmálamenn og þingmenn einbeiti sér að því að leysa raunveruleg vandamál í samfélaginu fremur en að eyða tíma í pólitískt tjáskipti og málþóf sem engu skilar. Félagsamtök og ýmis samfélagsverkefni eru háð stöðugleika og samvinnu við stjórnvöld til að ná fram markmiðum sínum og bæta lífsgæði fólks. Pólitískur óstöðugleiki og endalaus deilur geta dregið úr getu þessara samtaka til að starfa áhrifaríkt. Það bitnar á borgurum þessa lands og samfélaginu í heild. Því er mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi að muna að ábyrgðin liggur hjá öllum, ekki aðeins stjórnvöldum, heldur einnig stjórnarandstöðu og öllum þeim sem hafa áhrif á opinbera umræðu, að vinna saman að lausnum sem fela í sér uppbyggilega og árangursríka nálgun við lausn samfélagslegra vandamála. Ég hvet allt stjórnmálafólk að vinna að breytingum á kerfinu þannig að bæði Alþingi og Sveitarstjórnir séu að vinna að því að lagfæra og betra samfélagið í heild og líf borgara þess í stað þess að eyða öllum þessum tíma í að klekkja á næsta manni þrátt fyrir að hafa ekkert púður í það. Það hefur verið vandræðalegt að horfa á umræðuna undanfarna daga og hversu margt hefur verið reynt til að klekkja á fólki. Hysjið upp um ykkur buxurnar og farið að vinna! Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Vissulega hefur málið um Ásthildi Lóu, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra, skapað mikla umræðu. Þessi umræða vekur spurningar um áhrif pólitísks óstöðugleika á samfélagið, einstaklinga, starfsemi félagasamtaka og annarra sem vinna að mikilvægum samfélagsmálum. Pólitískur óstöðugleiki getur leitt til þess að mikilvæg mál, svo sem heilbrigðiskerfið, fangelsismálin, vegakerfið, og geðheilsumál, verða sett til hliðar vegna stjórnmálalegra deilna. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir vinnu og framgang mikilvægra málaflokka. Það er grundvallaratriði að stjórnmálamenn og þingmenn einbeiti sér að því að leysa raunveruleg vandamál í samfélaginu fremur en að eyða tíma í pólitískt tjáskipti og málþóf sem engu skilar. Félagsamtök og ýmis samfélagsverkefni eru háð stöðugleika og samvinnu við stjórnvöld til að ná fram markmiðum sínum og bæta lífsgæði fólks. Pólitískur óstöðugleiki og endalaus deilur geta dregið úr getu þessara samtaka til að starfa áhrifaríkt. Það bitnar á borgurum þessa lands og samfélaginu í heild. Því er mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi að muna að ábyrgðin liggur hjá öllum, ekki aðeins stjórnvöldum, heldur einnig stjórnarandstöðu og öllum þeim sem hafa áhrif á opinbera umræðu, að vinna saman að lausnum sem fela í sér uppbyggilega og árangursríka nálgun við lausn samfélagslegra vandamála. Ég hvet allt stjórnmálafólk að vinna að breytingum á kerfinu þannig að bæði Alþingi og Sveitarstjórnir séu að vinna að því að lagfæra og betra samfélagið í heild og líf borgara þess í stað þess að eyða öllum þessum tíma í að klekkja á næsta manni þrátt fyrir að hafa ekkert púður í það. Það hefur verið vandræðalegt að horfa á umræðuna undanfarna daga og hversu margt hefur verið reynt til að klekkja á fólki. Hysjið upp um ykkur buxurnar og farið að vinna! Höfundur er formaður Afstöðu.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun