Guðmundur Ingi Kristinsson, sem tók um helgina við embætti mennta- og barnamálráðherra, hefur marga fjöruna sopið. Hann hefur mætt ýmsu mótlæti í gegnum tíðina, slysum sem leiddu til örorku og hefur verið lýst sem „sjálflærðum sérfræðingi“ en hann lauk ekki stúdentsprófi. „Guðmundur hefur mikla reynslu af öllum málum,“ sagði Inga Sæland við Bessastaði í fyrradag þegar hann tók við embættinu. Hann lenti í tveimur bílslysum á tíunda áratugnum sem hafa mótað hann verulega. Vegna þeirra þurfti hann að hætta á vinnumarkaði, en síðan hefur hann barist fyrir réttindum sínum og annarra. Það mun hafa spilað stórt hlutverk í því að hann tók sæti Alþingi, og að nú sé hann orðinn ráðherra. Lögreglumaður og verslunarmaður Hann fæddist í Reykjavík þann 14. júlí 1955. Foreldrar hans eru Kristinn Jónsson og Andrea Guðmundsdóttir, sem eru bæði látin. Hann hefur tvisvar sinnum gengið í hjónaband, og er enn giftur Huldu Margréti Baldursdóttur myndlistarkonu. Í fyrra hjónabandi eignaðist hann tvo syni, en annar þeirra er látinn. Með Huldu á hann fjóra syni. Guðmundur Ingi gekk í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla. Hann útskrifaðist svo með gagnfræðapróf frá Ármúlaskóla trésmíðadeild árið 1972. Í kjölfarið stundaði hann nám við trésmíðadeild Iðnskólans í Reykjavík. Hann starfaði sem lögreglumaður í Grindavík og Keflavík frá 1974 til 1980. Og þar á eftir var hann afgreiðslumaður í versluninni Brynju frá 1981 til 1993. „Horfa upp á föður sinn liggja emjandi af kvölum“ Árið 1993, þegar hann var á leið úr vinnu, lenti Guðmundur Ingi í bílslysi sem átti eftir að umturna lífi hans. „Þetta er búið að vera hræðilega erfitt fyrir fjölskylduna og sérstaklega strákana litlu að horfa upp á föður sinn liggja emjandi af kvölum uppi í sófa á milli þess sem hann hefur verið uppdópaður og nánast út úr heiminum,“ sagði eiginkona hans Hulda Margrét við DV árið 1996, þremur árum eftir að slysið átti sér stað. Líklega mætti segja að eftir slysið 1993 hafi áratugalöng barátta Guðmundar Inga við kerfið hafist. En þegar DV ræddi við þau hjónin 1996 var hann búinn að vera á biðlista frá slysinu. Hann fór í þá aðgerð árið 1997. „Maðurinn minn er fórnarlamb umferðarslyss, var í fullum rétti en það er komið fram við hann eins og glæpamann. Það má eiginlega segja að hann hafi verið í stofufangelsi í þrjú ár heima hjá sér þar sem hann hefur mátt hanga sárkvalinn í öll þessi ár,“ sagði Hulda Margrét. Umfjöllun DV árið 1996.Tímarit.is Í sama viðtali tjáði Guðmundur Ingi sig um afleiðingar slyssins. „Ég var sendur heim strax eftir skoðun á sjúkrahúsinu og sagt að þetta væri bara slæm tognun og var látinn fá verkjatöflur. Ég fékk strax miklar kvalir víða í líkamanum. Vinstri handleggurinn fór nánast úr sambandi og ég hef eiginlega ekkert getað notað hann þessi þrjú ár. Síðar fundu læknarnir út að hryggjarliðirnir hefðu farið illa og þjappast saman við slysið, hálsliðir skaddast illa og auk þess hefði ég hlotið varanlegt tjón á sjón á vinstra auga og heyrn á vinstra eyra,“ sagði Guðmundur. Hann tók fram að læknarnir hafi tilkynnt honum að hann þyrfti að bíða nokkra mánuði á biðlista, en síðan hafi ekkert gerst. Á meðan hafi hann kvalist heima og verið á sterkjum verkarlyfjum sem hann ánetjaðist. Davíð Oddsson og DV björguðu lífi hans Árið 1995 hringdi hann í Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, í beinni línu á DV í aðdraganda þingkosninga sem fóru fram sama ár, og sagði honum hrakfallasögu sína. „Þá fóru hjólin skyndilega að snúast og ég var settur inn á spítala og í aðgerð á hálsinum sem var negldur saman,“ sagði Guðmundur í áðurnefndu viðtali við DV, en tók fram að hann þyrfti þrátt fyrir það í aðgerð á mjóbakinu og var á biðlista vegna hennar. Guðmundur tjáði sig aftur um símtalið við Davíð í öðru viðtali við DV, árið 2017 þegar hann var nýkominn á þing. „Læknirinn sagði að ef ég hefði hnerrað þá hefði ég hæglega getað lamast. Það má segja að Davíð Oddsson og DV hafi bjargað lífi mínu.“ Annað áfall nokkrum árum seinna Guðmundur var kominn á gott ról og búinn að klára skrifstofunám í vefsíðugerð og myndvinnslu þegar hann lenti svo aftur í slysi í desember 1999. „Það var 82 ára gamall maður sem ók yfir á öfugan vegarhelming og keyrði bílinn minn í klessu,“ sagði Guðmundur Ingi um seinna slysið við Morgunblaðið, þegar hann var staddur á mótmælum árið 2011. Í þessu sama viðtali sagðist hann vera búinn að missa íbúðina sína, og að það eina sem hann hefði unnið sér til saka væri að hafa lent í bílslysi. „Miðað við það sem læknarnir sögðu mér á sínum tíma þá hefði ég átt að verða hjólastólamatur fyrir meira en áratug. En ég gafst ekki upp, ég þjálfa líkamann og fer reglulega í sund, það heldur mér gangandi, bókstaflega,“ sagði Guðmundur við DV árið 2017 Sjálflærður sérfræðingur Guðmundur hefur eftir slysin háð mikla baráttu. Eftir hann liggur löng greinaröð þar sem hann hefur gagnrýnt tryggingafélög, Tryggingastofnun og heilbrigðiskerfið, og þá hefur hann jafnframt staðið í málaferlum vegna bóta sem hann hefur talið sig eiga rétt á. Guðmundur Ingi var í trúnaðarráði VR frá 2004 til 2012 og fulltrúi félagsins á ársfundum ASÍ. Þá hefur hann frá árinu 2010 verið formaður Bótar, félags sem beitti sér fyrir kjörum lífeyrisþega og fátækra eftir hrun. Í umfjöllun DV árið 2017 sagði að hann væri í raun „sjálflærður sérfræðingur í almannatryggingakerfinu“. Guðmundur Ingi hefur skrifað ansi margar greinar í Morgunblaðið. Hér er ein þeirra.Tímarit.is Nágrannaerjur og Niagarafossar Samhliða þessari baráttu hefur Guðmundur Ingi einnig tekið aðra slagi. DV fjallaði um það árið 2004 að Guðmundur hefði leitað réttar síns vegna þess að nágranni sem bjó fyrir ofan hann í íbúð í Hafnarfirði ætlaði að byggja ofan á ris í tvíbýlishúsi þeirra. „Nágranni minn byrjaði að byggja ofan á húsið í leyfisleysi og var ekki með teikningar fyrir neinu. Hann lagði skólplagnir úr nýbyggingunni þannig að þegar sturtað var úr klósettinu, þá heyrðist í svefnherbergi mínu eins og Niagarafossar væru að renna við eyrað á mér,“ sagði hann við DV. „Ég læt ekki valta yfir mig,“ sagði Guðmundur eftir að hafa unnið málið fyrir úrskurðar- og skipulagsnefnd, en þá var honum gert að greiða 150 þúsund krónur í lögfræðikostnað. Honum þótti sérstakt að vera látinn borga þann reikning þar sem hann vann málið. Umfjöllun DV um nágrannaerjur Guðmundar Inga.Tímarit.is Hann lýsti frekari nágrannaerjum tengdum málinu. „Þetta var orðið þannig að nágranninn lagði bílnum sínum fyrir framan bílskúrinn minn og vinir hans gerðu það líka og í eitt skipti varð ég fyrir líkamlegri árás af vini nágrannans,“ sagði hann. Vegna þessara erja ákvað hann að flytja úr húsinu. „Sá vægir sem vitið hefur meira,“ sagði Guðmundur Ingi. Inga gaf sig ekki Þess má geta Guðmundur Ingi var á lista Alþýðufylkingarinnar fyrir þingkosningarnar 2013, en í viðtalinu við DV árið 2017 greindi hann frá því hvað varð til þess að hann fór í framboð fyrir Flokk fólksins. Hann sagði að þegar hann var á mótmælum Bótar fyrir framan Alþingishúsið hafi hann hitt Jón Þór Ólafsson, sem var þá þingmaður Pírata. Jón Þór kom honum í endurskoðunarnefnd laga um almannatryggingar. Síðan mun hann hafa komist í samband við Ingu Sæland, sem gaf sig ekki fyrr en hann samþykkti að fara í framboð fyrir flokkinn. Flokkur fólksins komst fyrst á þing 2017 og voru þingmennirnir fjórir: Inga Sæland, Guðmundur Ingi, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson. Í kjölfar Klaustursmálsins voru Karl Gauti og Ólafur reknir úr flokknum og gengu til liðs við Miðflokkinn. Eftir stóð Inga ásamt Guðmundi, en svo mætti segja að hann hafi verið henni innan handar frá upphafi. Síðan hefur Guðmundur Ingi bæði verið þingflokksformaður flokksins og varaformaður hans. Það var síðan síðastliðið fimmtudagskvöld sem Ásthildur Lóa Þórsdóttir tilkynnti að hún hygðist segja af sér úr embætti mennta- og barnamálaráðherra. Og þá þurfti Inga að finna einhvern til að taka við keflinu. Á sunnudag var greint frá því að Guðmundur Ingi myndi taka við embættinu, og gerði hann það samdægurs á Bessastöðum. „En því miður vildi ég að ég væri að taka við ráðuneyti við betri aðstæður,“ sagði Guðmundur Ingi. „Ég tók þessa áskorun núna og mun gera mitt besta.“ Flokkur fólksins Barnamálaráðherra segir af sér Einu sinni var... Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fréttaskýringar Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent
„Guðmundur hefur mikla reynslu af öllum málum,“ sagði Inga Sæland við Bessastaði í fyrradag þegar hann tók við embættinu. Hann lenti í tveimur bílslysum á tíunda áratugnum sem hafa mótað hann verulega. Vegna þeirra þurfti hann að hætta á vinnumarkaði, en síðan hefur hann barist fyrir réttindum sínum og annarra. Það mun hafa spilað stórt hlutverk í því að hann tók sæti Alþingi, og að nú sé hann orðinn ráðherra. Lögreglumaður og verslunarmaður Hann fæddist í Reykjavík þann 14. júlí 1955. Foreldrar hans eru Kristinn Jónsson og Andrea Guðmundsdóttir, sem eru bæði látin. Hann hefur tvisvar sinnum gengið í hjónaband, og er enn giftur Huldu Margréti Baldursdóttur myndlistarkonu. Í fyrra hjónabandi eignaðist hann tvo syni, en annar þeirra er látinn. Með Huldu á hann fjóra syni. Guðmundur Ingi gekk í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla. Hann útskrifaðist svo með gagnfræðapróf frá Ármúlaskóla trésmíðadeild árið 1972. Í kjölfarið stundaði hann nám við trésmíðadeild Iðnskólans í Reykjavík. Hann starfaði sem lögreglumaður í Grindavík og Keflavík frá 1974 til 1980. Og þar á eftir var hann afgreiðslumaður í versluninni Brynju frá 1981 til 1993. „Horfa upp á föður sinn liggja emjandi af kvölum“ Árið 1993, þegar hann var á leið úr vinnu, lenti Guðmundur Ingi í bílslysi sem átti eftir að umturna lífi hans. „Þetta er búið að vera hræðilega erfitt fyrir fjölskylduna og sérstaklega strákana litlu að horfa upp á föður sinn liggja emjandi af kvölum uppi í sófa á milli þess sem hann hefur verið uppdópaður og nánast út úr heiminum,“ sagði eiginkona hans Hulda Margrét við DV árið 1996, þremur árum eftir að slysið átti sér stað. Líklega mætti segja að eftir slysið 1993 hafi áratugalöng barátta Guðmundar Inga við kerfið hafist. En þegar DV ræddi við þau hjónin 1996 var hann búinn að vera á biðlista frá slysinu. Hann fór í þá aðgerð árið 1997. „Maðurinn minn er fórnarlamb umferðarslyss, var í fullum rétti en það er komið fram við hann eins og glæpamann. Það má eiginlega segja að hann hafi verið í stofufangelsi í þrjú ár heima hjá sér þar sem hann hefur mátt hanga sárkvalinn í öll þessi ár,“ sagði Hulda Margrét. Umfjöllun DV árið 1996.Tímarit.is Í sama viðtali tjáði Guðmundur Ingi sig um afleiðingar slyssins. „Ég var sendur heim strax eftir skoðun á sjúkrahúsinu og sagt að þetta væri bara slæm tognun og var látinn fá verkjatöflur. Ég fékk strax miklar kvalir víða í líkamanum. Vinstri handleggurinn fór nánast úr sambandi og ég hef eiginlega ekkert getað notað hann þessi þrjú ár. Síðar fundu læknarnir út að hryggjarliðirnir hefðu farið illa og þjappast saman við slysið, hálsliðir skaddast illa og auk þess hefði ég hlotið varanlegt tjón á sjón á vinstra auga og heyrn á vinstra eyra,“ sagði Guðmundur. Hann tók fram að læknarnir hafi tilkynnt honum að hann þyrfti að bíða nokkra mánuði á biðlista, en síðan hafi ekkert gerst. Á meðan hafi hann kvalist heima og verið á sterkjum verkarlyfjum sem hann ánetjaðist. Davíð Oddsson og DV björguðu lífi hans Árið 1995 hringdi hann í Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, í beinni línu á DV í aðdraganda þingkosninga sem fóru fram sama ár, og sagði honum hrakfallasögu sína. „Þá fóru hjólin skyndilega að snúast og ég var settur inn á spítala og í aðgerð á hálsinum sem var negldur saman,“ sagði Guðmundur í áðurnefndu viðtali við DV, en tók fram að hann þyrfti þrátt fyrir það í aðgerð á mjóbakinu og var á biðlista vegna hennar. Guðmundur tjáði sig aftur um símtalið við Davíð í öðru viðtali við DV, árið 2017 þegar hann var nýkominn á þing. „Læknirinn sagði að ef ég hefði hnerrað þá hefði ég hæglega getað lamast. Það má segja að Davíð Oddsson og DV hafi bjargað lífi mínu.“ Annað áfall nokkrum árum seinna Guðmundur var kominn á gott ról og búinn að klára skrifstofunám í vefsíðugerð og myndvinnslu þegar hann lenti svo aftur í slysi í desember 1999. „Það var 82 ára gamall maður sem ók yfir á öfugan vegarhelming og keyrði bílinn minn í klessu,“ sagði Guðmundur Ingi um seinna slysið við Morgunblaðið, þegar hann var staddur á mótmælum árið 2011. Í þessu sama viðtali sagðist hann vera búinn að missa íbúðina sína, og að það eina sem hann hefði unnið sér til saka væri að hafa lent í bílslysi. „Miðað við það sem læknarnir sögðu mér á sínum tíma þá hefði ég átt að verða hjólastólamatur fyrir meira en áratug. En ég gafst ekki upp, ég þjálfa líkamann og fer reglulega í sund, það heldur mér gangandi, bókstaflega,“ sagði Guðmundur við DV árið 2017 Sjálflærður sérfræðingur Guðmundur hefur eftir slysin háð mikla baráttu. Eftir hann liggur löng greinaröð þar sem hann hefur gagnrýnt tryggingafélög, Tryggingastofnun og heilbrigðiskerfið, og þá hefur hann jafnframt staðið í málaferlum vegna bóta sem hann hefur talið sig eiga rétt á. Guðmundur Ingi var í trúnaðarráði VR frá 2004 til 2012 og fulltrúi félagsins á ársfundum ASÍ. Þá hefur hann frá árinu 2010 verið formaður Bótar, félags sem beitti sér fyrir kjörum lífeyrisþega og fátækra eftir hrun. Í umfjöllun DV árið 2017 sagði að hann væri í raun „sjálflærður sérfræðingur í almannatryggingakerfinu“. Guðmundur Ingi hefur skrifað ansi margar greinar í Morgunblaðið. Hér er ein þeirra.Tímarit.is Nágrannaerjur og Niagarafossar Samhliða þessari baráttu hefur Guðmundur Ingi einnig tekið aðra slagi. DV fjallaði um það árið 2004 að Guðmundur hefði leitað réttar síns vegna þess að nágranni sem bjó fyrir ofan hann í íbúð í Hafnarfirði ætlaði að byggja ofan á ris í tvíbýlishúsi þeirra. „Nágranni minn byrjaði að byggja ofan á húsið í leyfisleysi og var ekki með teikningar fyrir neinu. Hann lagði skólplagnir úr nýbyggingunni þannig að þegar sturtað var úr klósettinu, þá heyrðist í svefnherbergi mínu eins og Niagarafossar væru að renna við eyrað á mér,“ sagði hann við DV. „Ég læt ekki valta yfir mig,“ sagði Guðmundur eftir að hafa unnið málið fyrir úrskurðar- og skipulagsnefnd, en þá var honum gert að greiða 150 þúsund krónur í lögfræðikostnað. Honum þótti sérstakt að vera látinn borga þann reikning þar sem hann vann málið. Umfjöllun DV um nágrannaerjur Guðmundar Inga.Tímarit.is Hann lýsti frekari nágrannaerjum tengdum málinu. „Þetta var orðið þannig að nágranninn lagði bílnum sínum fyrir framan bílskúrinn minn og vinir hans gerðu það líka og í eitt skipti varð ég fyrir líkamlegri árás af vini nágrannans,“ sagði hann. Vegna þessara erja ákvað hann að flytja úr húsinu. „Sá vægir sem vitið hefur meira,“ sagði Guðmundur Ingi. Inga gaf sig ekki Þess má geta Guðmundur Ingi var á lista Alþýðufylkingarinnar fyrir þingkosningarnar 2013, en í viðtalinu við DV árið 2017 greindi hann frá því hvað varð til þess að hann fór í framboð fyrir Flokk fólksins. Hann sagði að þegar hann var á mótmælum Bótar fyrir framan Alþingishúsið hafi hann hitt Jón Þór Ólafsson, sem var þá þingmaður Pírata. Jón Þór kom honum í endurskoðunarnefnd laga um almannatryggingar. Síðan mun hann hafa komist í samband við Ingu Sæland, sem gaf sig ekki fyrr en hann samþykkti að fara í framboð fyrir flokkinn. Flokkur fólksins komst fyrst á þing 2017 og voru þingmennirnir fjórir: Inga Sæland, Guðmundur Ingi, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson. Í kjölfar Klaustursmálsins voru Karl Gauti og Ólafur reknir úr flokknum og gengu til liðs við Miðflokkinn. Eftir stóð Inga ásamt Guðmundi, en svo mætti segja að hann hafi verið henni innan handar frá upphafi. Síðan hefur Guðmundur Ingi bæði verið þingflokksformaður flokksins og varaformaður hans. Það var síðan síðastliðið fimmtudagskvöld sem Ásthildur Lóa Þórsdóttir tilkynnti að hún hygðist segja af sér úr embætti mennta- og barnamálaráðherra. Og þá þurfti Inga að finna einhvern til að taka við keflinu. Á sunnudag var greint frá því að Guðmundur Ingi myndi taka við embættinu, og gerði hann það samdægurs á Bessastöðum. „En því miður vildi ég að ég væri að taka við ráðuneyti við betri aðstæður,“ sagði Guðmundur Ingi. „Ég tók þessa áskorun núna og mun gera mitt besta.“