Flokkur fólksins Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. Innlent 2.9.2025 11:00 Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Fylgi Viðreisnar dalar um tæp tvö prósentustig á milli mánaða í skoðanakönnun Gallup. Breytingar á fylgi annarra flokka eru innan skekkjumarka. Samfylkingin mælist enn langstærsti flokkurinn með rúmlega þriðjungsfylgi. Innlent 2.9.2025 08:47 Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, andmælti áður frumvarpi til laga sem fól í sér breytingar á almannatryggingakerfinu sem tóku gildi í dag. Í ræðustól Alþingis í júní 2024 sagði hún að Flokkur fólksins myndi aldrei greiða atkvæði með frumvarpinu en í dag sagði hún nýja kerfið betra og sanngjarnara. Innlent 1.9.2025 19:39 Nýtt örorkulífeyriskerfi Í dag tekur gildi nýtt örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfi. Kerfi sem markar tímamót í baráttunni gegn fátækt, einmanaleika og því að festast í vanvirkni og kvíða án þess að geta brotist út úr þeim döpru aðstæðum. Um árabil hafa stjórnvöld reynt að plástra kerfi sem varla nokkur sála hefur getað skilið. Flókið, óréttlátt og skrítð kerfi svo ekki sé fastar að orði kveðið. Skoðun 1.9.2025 14:00 „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir mikinn létti að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið nýjan þingflokksformann. Hún hafi kviðið vetrinum undir fráfarandi forystu. Innlent 31.8.2025 10:17 Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á greiðslumati til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Þá stefnir hún á að einfalda regluverk í kringum íbúðauppbyggingu og skorar á verktaka að lækka verð á óseldum íbúðum. Innlent 30.8.2025 19:18 Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Þétting byggðar í borginni hefur verið með umdeildari málum á undanförnum árum. Markmiðið með þessari þéttingarstefnu er eins og flestir vita að nýta betur landrými innan borgarinnar, styrkja almenningssamgöngur og draga úr bílaumferð - ásamt því að nýta eins vel og hægt er þá innviði sem til staðar eru. Skoðun 28.8.2025 16:33 Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Ríkisstjórnin hyggst byrja að bora fyrir nýjum jarðgöngum árið 2027. Innviðaráðherra gefur ekkert upp um það hvaða framkvæmd stendur til að ráðast í fyrst, en kveðst ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. Innlent 28.8.2025 13:26 Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Seyðfirðingar supu margir hveljur á opnum fundi með innviðaráðherra á Egilsstöðum í gærkvöldi. Fullhönnuð Fjarðarheiðargöng virðast orðin völt í sessi og málin myndu ekki skýrast fyrr en í október eða nóvember. Innlent 27.8.2025 15:10 Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem felur í sér að frítekjumörk húsnæðisbóta hækka frá og með 1. september næstkomandi. Hækkunin er gerð vegna breytinga á örorkulífeyriskerfinu sem taka gildi sama dag. Innlent 25.8.2025 16:30 Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Samkomulag er á milli borgarstjóra og mennta- og barnamálaráðherra að Ágúst Ólafur Ágústsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, muni taka við nýju starfi hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Innlent 25.8.2025 10:29 Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Reykjavíkurborg hefur nú formlega hafið innleiðingu snjalltækni í stýringu umferðarljósa. Fyrsta skerfið er uppsetning snjallstýrðra gönguljósa við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða. Skoðun 22.8.2025 11:02 Gjörólíkt gengi frá kosningum Samfylkingin mælist með 31,6 prósenta fylgi í nýrri könnun Maskínu og hefur ekki mælst hærri í könnunum fyrirtækisins. Fylgið er helmingi meira en í kosningunum fyrir níu mánuðum á meðan fylgi Flokks fólksins hefur helmingast. Innlent 21.8.2025 15:01 Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Bílastæðamál í Reykjavík hafa lengi verið umdeild og ekki að ástæðulausu. Þéttari byggð, aukinn bílafjöldi ásamt því að nýju húsnæði á þéttingarreitum fylgja ekki stæði öllum íbúðum - hefur skapað aðstæður þar sem framboð á stæðum nær ekki að mæta eftirspurn. Skoðun 18.8.2025 10:32 „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Íslendingar eiga margar merkilegar sögur af tilraunum í gegnum tíðina. Sumar hafa tekist prýðilega aðrar síður. Fræg er sagan af hagyrðingi sem var svo kröftugur að hann gat kveðið barn í konu. Hvers vegna er ég að velta þessu fyrir mér á fallegum degi hér norðan heiða? Skoðun 12.8.2025 10:01 Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Hér er um að ræða einn stærsta málaflokkinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast úr nánasta umhverfi, jafnvel einhver í fjölskyldunni, eða sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Skoðun 11.8.2025 08:02 Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segir að taka þurfi fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar til endurskoðunar í ljósi þess að hún hafi ekki virkað sem skyldi. Núverandi aflaregla hafi átt að skila 350 þúsund tonna þorskkvóta frá árinu 2012, en ekkert hafi gengið eftir í spám og mælingum á stofnstærðum. Innlent 9.8.2025 16:50 Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Flokkur fólksins hefur varið einni og hálfri milljón króna í auglýsingar á Meta þann tíma sem flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn, sem er næstum því jafn mikið og allir hinir flokkarnir samanlagt. Frá áramótum hefur Framsókn keypt næstmest af auglýsingum á miðlum Marks Zuckerbergs en síðasta áratug hefur hlutfall auglýsingatekna sem rennur til innlendra miðla minnkað verulega. Innlent 8.8.2025 17:09 Sumarfríinu aflýst Í sumar fengu yfir fjörutíu einstaklingar loks aðgang að lífsnauðsynlegri meðferð hjá SÁÁ á Vík. Þrátt fyrir að fjármunir hafi verið fyrir hendi hafa stjórnvöld síðustu ár tekið meðvitaða ákvörðun um að fjármagna ekki rekstur meðferðarheimilisins yfir sumarmánuðina. Skoðun 7.8.2025 10:01 Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Samfylkingin mælist með tæplega 35 prósenta fylgi í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallups og er stærst í öllum kjördæmum. Samkvæmt könnuninni gæti flokkurinn myndað meirihluta með Viðreisn án aðkomu Flokks fólksins. Framsóknarflokkurinn mælist rétt undir fimm prósentum. Innlent 1.8.2025 19:19 Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. Innlent 30.7.2025 12:11 Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Eitt af markmiðum stjórnarandstöðunnar á fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar var sjá til þess að sem fæst mál fengju eðlilega þinglega meðferð. Allt var gert til að reyna að útiloka að frumvarp um breytingar á veiðigjaldi kæmist til lokaafgreiðslu. Skoðun 26.7.2025 12:31 Þegar hið smáa verður risastórt Það er óneitanlega stundum undarlegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnsýslunnar við að leysa úr litlum verkefnum. Þar má nefna nauðsynlegar úrbætur á flugleiðsögubúnaði á Akureyrarflugvelli með sáralitlum tilkostnaði sem myndu stórbæta rekstraröryggi flugvallarins. Skoðun 26.7.2025 08:02 Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda sé magnið lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem blasir við í mælingum á stærð fiskistofna. Innlent 26.7.2025 08:00 Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir nýjar kannanir sýna það greinilega að kjósendum líki það vel að sjötugustu og fyrstu grein þingskaparlaga, sem sumir hafa kallað „kjarnorkuákvæðið“, hafi verið beitt af stjórnarflokkunum til að ljúka umræðum um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Innlent 24.7.2025 22:56 Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Samfylkingin mælist langstærsti flokkurinn í nýrri könnun Maskínu, með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur með átján prósent, en það vekur athygli að fylgi flokksins dalaði verulega við þinglok og hefur sjaldan mælst jafn lítið í könnunum Maskínu. Varaformaðurinn telur hækkuð veiðigjöld skila auknu fylgi til flokksins. Innlent 24.7.2025 12:01 Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Nefndarmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd segir það verulega gagnrýnisvert að atvinnuvegaráðherra hafi skrifað undir viljayfirlýsingu milli Íslands og Evrópusambandsins án þess að bera það undir þingið. Formaður atvinnuveganefndar segir sjálfsagt að taka málið fyrir á fundi þó hann sé verulega á móti Evrópusambandinu. Innlent 22.7.2025 12:14 Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Þegar Alþingi komst loks í gegnum 160 klukkustunda málþóf stjórnarandstöðunnar í umræðum um veiðigjaldafrumvarpið biðu þrjátíu og fimm stjórnarfrumvörp og þrjú nefndarfrumvörp lokaafgreiðslu í annarri og þriðju umræðu. Meira og minna allt þjóðþrifamál og mörg þeirra mála sem stjórnarandstaðan í orði kveðnu hefur sagst styðja. Skoðun 19.7.2025 08:02 Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir það að sumu leyti óheppilegt hve skarðan hluta Flokkur fólksins bar frá borði á síðasta löggjafarþingi. Sum af stærstu kosningaloforðum flokksins urðu ekki að lögum og þurfa því að bíða fram á haust. Fordæmalaust málþóf hafi þó sett strik í reikninginn. Innlent 18.7.2025 12:57 Strandveiðum er lokið í sumar Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar. Innlent 17.7.2025 17:07 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 34 ›
Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. Innlent 2.9.2025 11:00
Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Fylgi Viðreisnar dalar um tæp tvö prósentustig á milli mánaða í skoðanakönnun Gallup. Breytingar á fylgi annarra flokka eru innan skekkjumarka. Samfylkingin mælist enn langstærsti flokkurinn með rúmlega þriðjungsfylgi. Innlent 2.9.2025 08:47
Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, andmælti áður frumvarpi til laga sem fól í sér breytingar á almannatryggingakerfinu sem tóku gildi í dag. Í ræðustól Alþingis í júní 2024 sagði hún að Flokkur fólksins myndi aldrei greiða atkvæði með frumvarpinu en í dag sagði hún nýja kerfið betra og sanngjarnara. Innlent 1.9.2025 19:39
Nýtt örorkulífeyriskerfi Í dag tekur gildi nýtt örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfi. Kerfi sem markar tímamót í baráttunni gegn fátækt, einmanaleika og því að festast í vanvirkni og kvíða án þess að geta brotist út úr þeim döpru aðstæðum. Um árabil hafa stjórnvöld reynt að plástra kerfi sem varla nokkur sála hefur getað skilið. Flókið, óréttlátt og skrítð kerfi svo ekki sé fastar að orði kveðið. Skoðun 1.9.2025 14:00
„Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir mikinn létti að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið nýjan þingflokksformann. Hún hafi kviðið vetrinum undir fráfarandi forystu. Innlent 31.8.2025 10:17
Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á greiðslumati til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Þá stefnir hún á að einfalda regluverk í kringum íbúðauppbyggingu og skorar á verktaka að lækka verð á óseldum íbúðum. Innlent 30.8.2025 19:18
Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Þétting byggðar í borginni hefur verið með umdeildari málum á undanförnum árum. Markmiðið með þessari þéttingarstefnu er eins og flestir vita að nýta betur landrými innan borgarinnar, styrkja almenningssamgöngur og draga úr bílaumferð - ásamt því að nýta eins vel og hægt er þá innviði sem til staðar eru. Skoðun 28.8.2025 16:33
Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Ríkisstjórnin hyggst byrja að bora fyrir nýjum jarðgöngum árið 2027. Innviðaráðherra gefur ekkert upp um það hvaða framkvæmd stendur til að ráðast í fyrst, en kveðst ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. Innlent 28.8.2025 13:26
Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Seyðfirðingar supu margir hveljur á opnum fundi með innviðaráðherra á Egilsstöðum í gærkvöldi. Fullhönnuð Fjarðarheiðargöng virðast orðin völt í sessi og málin myndu ekki skýrast fyrr en í október eða nóvember. Innlent 27.8.2025 15:10
Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem felur í sér að frítekjumörk húsnæðisbóta hækka frá og með 1. september næstkomandi. Hækkunin er gerð vegna breytinga á örorkulífeyriskerfinu sem taka gildi sama dag. Innlent 25.8.2025 16:30
Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Samkomulag er á milli borgarstjóra og mennta- og barnamálaráðherra að Ágúst Ólafur Ágústsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, muni taka við nýju starfi hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Innlent 25.8.2025 10:29
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Reykjavíkurborg hefur nú formlega hafið innleiðingu snjalltækni í stýringu umferðarljósa. Fyrsta skerfið er uppsetning snjallstýrðra gönguljósa við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða. Skoðun 22.8.2025 11:02
Gjörólíkt gengi frá kosningum Samfylkingin mælist með 31,6 prósenta fylgi í nýrri könnun Maskínu og hefur ekki mælst hærri í könnunum fyrirtækisins. Fylgið er helmingi meira en í kosningunum fyrir níu mánuðum á meðan fylgi Flokks fólksins hefur helmingast. Innlent 21.8.2025 15:01
Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Bílastæðamál í Reykjavík hafa lengi verið umdeild og ekki að ástæðulausu. Þéttari byggð, aukinn bílafjöldi ásamt því að nýju húsnæði á þéttingarreitum fylgja ekki stæði öllum íbúðum - hefur skapað aðstæður þar sem framboð á stæðum nær ekki að mæta eftirspurn. Skoðun 18.8.2025 10:32
„Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Íslendingar eiga margar merkilegar sögur af tilraunum í gegnum tíðina. Sumar hafa tekist prýðilega aðrar síður. Fræg er sagan af hagyrðingi sem var svo kröftugur að hann gat kveðið barn í konu. Hvers vegna er ég að velta þessu fyrir mér á fallegum degi hér norðan heiða? Skoðun 12.8.2025 10:01
Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Hér er um að ræða einn stærsta málaflokkinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast úr nánasta umhverfi, jafnvel einhver í fjölskyldunni, eða sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Skoðun 11.8.2025 08:02
Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segir að taka þurfi fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar til endurskoðunar í ljósi þess að hún hafi ekki virkað sem skyldi. Núverandi aflaregla hafi átt að skila 350 þúsund tonna þorskkvóta frá árinu 2012, en ekkert hafi gengið eftir í spám og mælingum á stofnstærðum. Innlent 9.8.2025 16:50
Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Flokkur fólksins hefur varið einni og hálfri milljón króna í auglýsingar á Meta þann tíma sem flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn, sem er næstum því jafn mikið og allir hinir flokkarnir samanlagt. Frá áramótum hefur Framsókn keypt næstmest af auglýsingum á miðlum Marks Zuckerbergs en síðasta áratug hefur hlutfall auglýsingatekna sem rennur til innlendra miðla minnkað verulega. Innlent 8.8.2025 17:09
Sumarfríinu aflýst Í sumar fengu yfir fjörutíu einstaklingar loks aðgang að lífsnauðsynlegri meðferð hjá SÁÁ á Vík. Þrátt fyrir að fjármunir hafi verið fyrir hendi hafa stjórnvöld síðustu ár tekið meðvitaða ákvörðun um að fjármagna ekki rekstur meðferðarheimilisins yfir sumarmánuðina. Skoðun 7.8.2025 10:01
Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Samfylkingin mælist með tæplega 35 prósenta fylgi í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallups og er stærst í öllum kjördæmum. Samkvæmt könnuninni gæti flokkurinn myndað meirihluta með Viðreisn án aðkomu Flokks fólksins. Framsóknarflokkurinn mælist rétt undir fimm prósentum. Innlent 1.8.2025 19:19
Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. Innlent 30.7.2025 12:11
Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Eitt af markmiðum stjórnarandstöðunnar á fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar var sjá til þess að sem fæst mál fengju eðlilega þinglega meðferð. Allt var gert til að reyna að útiloka að frumvarp um breytingar á veiðigjaldi kæmist til lokaafgreiðslu. Skoðun 26.7.2025 12:31
Þegar hið smáa verður risastórt Það er óneitanlega stundum undarlegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnsýslunnar við að leysa úr litlum verkefnum. Þar má nefna nauðsynlegar úrbætur á flugleiðsögubúnaði á Akureyrarflugvelli með sáralitlum tilkostnaði sem myndu stórbæta rekstraröryggi flugvallarins. Skoðun 26.7.2025 08:02
Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda sé magnið lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem blasir við í mælingum á stærð fiskistofna. Innlent 26.7.2025 08:00
Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir nýjar kannanir sýna það greinilega að kjósendum líki það vel að sjötugustu og fyrstu grein þingskaparlaga, sem sumir hafa kallað „kjarnorkuákvæðið“, hafi verið beitt af stjórnarflokkunum til að ljúka umræðum um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Innlent 24.7.2025 22:56
Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Samfylkingin mælist langstærsti flokkurinn í nýrri könnun Maskínu, með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur með átján prósent, en það vekur athygli að fylgi flokksins dalaði verulega við þinglok og hefur sjaldan mælst jafn lítið í könnunum Maskínu. Varaformaðurinn telur hækkuð veiðigjöld skila auknu fylgi til flokksins. Innlent 24.7.2025 12:01
Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Nefndarmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd segir það verulega gagnrýnisvert að atvinnuvegaráðherra hafi skrifað undir viljayfirlýsingu milli Íslands og Evrópusambandsins án þess að bera það undir þingið. Formaður atvinnuveganefndar segir sjálfsagt að taka málið fyrir á fundi þó hann sé verulega á móti Evrópusambandinu. Innlent 22.7.2025 12:14
Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Þegar Alþingi komst loks í gegnum 160 klukkustunda málþóf stjórnarandstöðunnar í umræðum um veiðigjaldafrumvarpið biðu þrjátíu og fimm stjórnarfrumvörp og þrjú nefndarfrumvörp lokaafgreiðslu í annarri og þriðju umræðu. Meira og minna allt þjóðþrifamál og mörg þeirra mála sem stjórnarandstaðan í orði kveðnu hefur sagst styðja. Skoðun 19.7.2025 08:02
Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir það að sumu leyti óheppilegt hve skarðan hluta Flokkur fólksins bar frá borði á síðasta löggjafarþingi. Sum af stærstu kosningaloforðum flokksins urðu ekki að lögum og þurfa því að bíða fram á haust. Fordæmalaust málþóf hafi þó sett strik í reikninginn. Innlent 18.7.2025 12:57
Strandveiðum er lokið í sumar Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar. Innlent 17.7.2025 17:07