Lífið

Enginn dæmir neinn á viku­legum geisla­sverðaæfingum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Steinar Smári Hrólfsson er mjög flinkur með geislasverðið.
Steinar Smári Hrólfsson er mjög flinkur með geislasverðið. Vísir/Stefán

Áhugamenn um bardaga með geislasverðum hittast einu sinni í viku og æfa sig. Forsprakki hópsins eitt markmiðanna vera að leyfa fólki að hafa gaman án þess að verið sé að dæma það. 

Í tæp tvö ár hefur hópur áhugafólks um geislasverðabardaga hist einu sinni í viku og æft sig saman. Steinar Smári Hrólfsson er forsprakki hópsins og lýsir sportinu sem miklu meiri dans en bardagaíþrótt. Allir þurfa að vera meðvitaðir um kóreógrafíuna.

„Mér finnst svo heillandi að geta sagt sögu í gegnum baráttu. Þannig ég er að læra og kenna svokallað „rule of cool“ svo fólk vilji horfa á þetta og dýpri hugsun í því að segja sögu í gegnum bardaga,“ segir Steinar. 

Steinar og félagar leggja mikinn metnað í sportið og hann heldur úti vinsælum samfélagsmiðlasíðum þar sem hann birtir myndbönd af afrakstri æfinganna. Hópnum hefur meðal annars verið boðið erlendis til að sýna listir sínar.

„Við erum líka að þessu til að brjóta niður nördafóbíuna sem margir eru með á Íslandi. Ef þú vilt koma, þá kemur þú. Færð að slást með geislasverðum án þess að nokkur sé að dæma þig fyrir það. Við erum bara hér til að hafa gaman,“ segir Steinar. 

Fréttamaður spreytti sig í geislasverðabardaga og eftir smá bras og stífar æfingar var hann orðinn ansi lunkinn. Hægt er að sjá afraksturinn í klippunni ofar í fréttinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.