Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2025 07:34 Stærstur hluti þeirra sem fékk dánaraðstoð í fyrra þjáðist af langvinnum sjúkdóm á borð við krabbamein. Getty Einstaklingum sem fengu dánaraðstoð fjölgaði um tíu prósent í Hollandi í fyrra. Alls fengu 9.958 dánaraðstoð árið 2024, samanborið við 9.068 árið 2023. Athygli vekur að meðal þeirra sem fengu dánaraðstoð voru 219 einstaklingar sem þjáðust af einhvers konar andlegum veikindum. Þeir voru 138 árið 2023 og tveir árið 2010. 86 prósent þeirra sem fengu dánaraðstoð í fyrra þjáðust hins vegar af langt gengnum líkamlegum sjúkdómum á borð við krabbamein. Eftirlitsnefndir um framkvæmd dánaraðstoðar (RTE) hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þær hvetja lækna til að fara afar varlega þegar kemur að einstaklingum sem þjást af andlegum veikindum og ráðfæra sig við sérfræðinga í geðheilbrigðismálum og lækna sem sérhæfa sig í dánaraðstoð. Málsmeðferð ábótavant í sex tilvikum RTE komust að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð hefði verið ábótavant í sex tilvikum í fyrra, þar sem andleg veikindi komu við sögu. Þar á meðal í máli eldri konu sem vildi fá að deyja eftir að áverkar gerðu það að verkum að hún gat ekki lengur fengið útrás fyrir þrifatengdar áráttur sínar. Sumir sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum af þróun mála, sérstaklega fjölgun tilvika þar sem ungt fólk vill fá að deyja sökum andlegra erfiðleika. Damiaan Denys, prófessor í geðlækningum við Amsterdam University Medical Center, segir vafa leika á um getu ungs fólks til að taka svo afdrifaríka ákvörðun. Dánaraðstoð var lögleidd í Hollandi árið 2002. Aðeins læknir má veita dánaraðstoðina og hana má aðeins samþykkja að vel ígrunduðu máli. Þá verða einstaklingar sem fá dánaraðstoð að þjást óbærilega og eiga enga von um bata. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Holland Dánaraðstoð Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Athygli vekur að meðal þeirra sem fengu dánaraðstoð voru 219 einstaklingar sem þjáðust af einhvers konar andlegum veikindum. Þeir voru 138 árið 2023 og tveir árið 2010. 86 prósent þeirra sem fengu dánaraðstoð í fyrra þjáðust hins vegar af langt gengnum líkamlegum sjúkdómum á borð við krabbamein. Eftirlitsnefndir um framkvæmd dánaraðstoðar (RTE) hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þær hvetja lækna til að fara afar varlega þegar kemur að einstaklingum sem þjást af andlegum veikindum og ráðfæra sig við sérfræðinga í geðheilbrigðismálum og lækna sem sérhæfa sig í dánaraðstoð. Málsmeðferð ábótavant í sex tilvikum RTE komust að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð hefði verið ábótavant í sex tilvikum í fyrra, þar sem andleg veikindi komu við sögu. Þar á meðal í máli eldri konu sem vildi fá að deyja eftir að áverkar gerðu það að verkum að hún gat ekki lengur fengið útrás fyrir þrifatengdar áráttur sínar. Sumir sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum af þróun mála, sérstaklega fjölgun tilvika þar sem ungt fólk vill fá að deyja sökum andlegra erfiðleika. Damiaan Denys, prófessor í geðlækningum við Amsterdam University Medical Center, segir vafa leika á um getu ungs fólks til að taka svo afdrifaríka ákvörðun. Dánaraðstoð var lögleidd í Hollandi árið 2002. Aðeins læknir má veita dánaraðstoðina og hana má aðeins samþykkja að vel ígrunduðu máli. Þá verða einstaklingar sem fá dánaraðstoð að þjást óbærilega og eiga enga von um bata. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Holland Dánaraðstoð Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira