Fjölskyldu Arnórs hótað Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2025 09:00 Arnór Sigurðsson er mættur aftur í sænsku úrvalsdeildina en nú með meisturum Malmö. Malmö FF Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, segist alveg geta þolað það að fá send óhugnanleg skilaboð frá ósáttum stuðningsmönnum en það sé annað mál þegar fjölskyldunni sé hótað. Þetta segir Arnór í stóru viðtali við Aftonbladet í Svíþjóð í dag. Tilefni viðtalsins er endurkoma Arnórs í sænska boltann. Eftir erfiða dvöl hjá Blackburn í Englandi snýr Arnór nú aftur sem leikmaður sænsku meistaranna í Malmö, eftir að hafa áður leikið með Norrköping í Svíþjóð. Ljóst er að stuðningsmenn Norrköping eru ósáttir við Arnór og hann hefur orðið vel var við það síðan hann var kynntur til leiks hjá Malmö fyrir mánuði síðan. „Já, en það hefur róast aðeins,“ segir Arnór við Aftonbladet og er þá spurður hvort að hann hafi fengið einhverjar hótanir: „Ó já, og þegar þetta snýr að fjölskyldunni þá er það of mikið. Mér er alveg sama hvað er skrifað um mig sjálfan. En þegar þeir blanda fjölskyldunni inn í hótanir þá er það of mikið. En ég hugsa aðallega „aumingja fólkið sem skrifar svona“. Þau sýna hvers konar manneskjur eru við skjáinn,“ segir Arnór. Vill ekki að mamma og pabbi sjái skilaboðin Hann hefur hingað til ekki tilkynnt neinar hótanir til lögreglu. Arnór er sonur mikils knattspyrnufólks, landsliðskonunnar fyrrverandi Margrétar Ákadóttur og Sigurðar Þórs Sigursteinssonar sem til að mynda urðu bæði Íslandsmeistarar árið 2001. Arnór útskýrir að þau myndu kannski kippa sér meira upp við skilaboðin sem hann fái: „Ég reyni að halda [fjölskyldunni] frá þessu. Mamma og pabbi myndu hugsa meira um þetta ef þau fengju að sjá skilaboðin. En sem fótboltamaður þá hlær maður bara að þessu.“ Búinn að merkja við dagsetninguna Hann sér ekki eftir því að hafa á sínum tíma sagt að kæmi hann aftur í sænsku deildina þá yrði það með Norrköping. „Ég sagði bara það sem mér fannst á þeim tíma. Hugmyndin var jú ekki sú að koma aftur í þessa deild eftir aðeins tvö ár. Nú er ég mættur aftur og er eins glaður og hugsast getur,“ segir Arnór sem kveðst búinn að merkja við það í dagatalinu hvenær hann mætir Norrköping á útivelli, í lok október. Arnór er að komast af stað að nýju eftir meiðsli og var því ekki í landsliðshópi Íslands sem tapaði gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Sænski boltinn Tengdar fréttir Hitti Arnór á Anfield Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli. 13. mars 2025 13:04 „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar. 22. febrúar 2025 08:03 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Þetta segir Arnór í stóru viðtali við Aftonbladet í Svíþjóð í dag. Tilefni viðtalsins er endurkoma Arnórs í sænska boltann. Eftir erfiða dvöl hjá Blackburn í Englandi snýr Arnór nú aftur sem leikmaður sænsku meistaranna í Malmö, eftir að hafa áður leikið með Norrköping í Svíþjóð. Ljóst er að stuðningsmenn Norrköping eru ósáttir við Arnór og hann hefur orðið vel var við það síðan hann var kynntur til leiks hjá Malmö fyrir mánuði síðan. „Já, en það hefur róast aðeins,“ segir Arnór við Aftonbladet og er þá spurður hvort að hann hafi fengið einhverjar hótanir: „Ó já, og þegar þetta snýr að fjölskyldunni þá er það of mikið. Mér er alveg sama hvað er skrifað um mig sjálfan. En þegar þeir blanda fjölskyldunni inn í hótanir þá er það of mikið. En ég hugsa aðallega „aumingja fólkið sem skrifar svona“. Þau sýna hvers konar manneskjur eru við skjáinn,“ segir Arnór. Vill ekki að mamma og pabbi sjái skilaboðin Hann hefur hingað til ekki tilkynnt neinar hótanir til lögreglu. Arnór er sonur mikils knattspyrnufólks, landsliðskonunnar fyrrverandi Margrétar Ákadóttur og Sigurðar Þórs Sigursteinssonar sem til að mynda urðu bæði Íslandsmeistarar árið 2001. Arnór útskýrir að þau myndu kannski kippa sér meira upp við skilaboðin sem hann fái: „Ég reyni að halda [fjölskyldunni] frá þessu. Mamma og pabbi myndu hugsa meira um þetta ef þau fengju að sjá skilaboðin. En sem fótboltamaður þá hlær maður bara að þessu.“ Búinn að merkja við dagsetninguna Hann sér ekki eftir því að hafa á sínum tíma sagt að kæmi hann aftur í sænsku deildina þá yrði það með Norrköping. „Ég sagði bara það sem mér fannst á þeim tíma. Hugmyndin var jú ekki sú að koma aftur í þessa deild eftir aðeins tvö ár. Nú er ég mættur aftur og er eins glaður og hugsast getur,“ segir Arnór sem kveðst búinn að merkja við það í dagatalinu hvenær hann mætir Norrköping á útivelli, í lok október. Arnór er að komast af stað að nýju eftir meiðsli og var því ekki í landsliðshópi Íslands sem tapaði gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Hitti Arnór á Anfield Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli. 13. mars 2025 13:04 „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar. 22. febrúar 2025 08:03 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Hitti Arnór á Anfield Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli. 13. mars 2025 13:04
„Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar. 22. febrúar 2025 08:03