Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 25. mars 2025 15:31 Fyrr í dag kynntu atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra fyrirhugaða leiðréttingu á veiðigjaldi. Það er mikið fagnaðarefni að þjóðin fái loksins sanngjarnara gjald fyrir notkun á okkar sameiginlegu auðlind. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks Fólksins er einhuga um að við náum fram þessu réttlæti og að auðlindagjöld skuli renna að hluta til nærsamfélagsins. Strax í upphafi samstarf þessarar ríkistjórnar var hafist handa við að meta hvort að veiðigjald endurspeglaði í raun réttlát auðlindagjöld. Ljóst var í þeirri vinnu að gera þurfti breytingar svo að gjaldið endurspeglaði í raun verðmæti þess afla sem verið er að sækja í okkar sameiginlegu auðlind. Eitt af því sem oft er talinn styrkleiki í íslenskum sjávarútvegi er þessi lóðrétta samþætting – að sama fyrirtækið sér bæði um að veiða og vinna aflann. Vandinn er sá að þegar aflinn fer beint í eigin vinnslu, án þess að fara í gegnum opinn markað, þá verður ekkert raunverulegt markaðsverð til. Verðið verður bara ákveðið í samningum – ekki af frjálsum markaði. Ég fagna því fyrirhuguðum breytingum ráðherra á veiðigjaldi sem munu leiðrétta þessa skekkju. Gagnrýnendur hafa bent á að þessi leið sem nú verði farin muni hafa veruleg áhrif á litlu- og meðalstóru útgerðirnar. Það er mikilvægt að halda því til haga að svo verður ekki. Ráðherra hefur tilkynnt að samhliða verði frítekjumark hækkað sem mun gagnast þessum fyrirtækjum verulega. Það er ekki verið að hækka veiðigjald flatt án þess að koma til móts við sjónarmið þeirra fyrirtækja. Fiskurinn er ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar, hann er líka í eigu hennar. Það er tímabært að gjöld fyrir afnot af henni endurspegli það verðmæti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Björn Björgvinsson Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í dag kynntu atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra fyrirhugaða leiðréttingu á veiðigjaldi. Það er mikið fagnaðarefni að þjóðin fái loksins sanngjarnara gjald fyrir notkun á okkar sameiginlegu auðlind. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks Fólksins er einhuga um að við náum fram þessu réttlæti og að auðlindagjöld skuli renna að hluta til nærsamfélagsins. Strax í upphafi samstarf þessarar ríkistjórnar var hafist handa við að meta hvort að veiðigjald endurspeglaði í raun réttlát auðlindagjöld. Ljóst var í þeirri vinnu að gera þurfti breytingar svo að gjaldið endurspeglaði í raun verðmæti þess afla sem verið er að sækja í okkar sameiginlegu auðlind. Eitt af því sem oft er talinn styrkleiki í íslenskum sjávarútvegi er þessi lóðrétta samþætting – að sama fyrirtækið sér bæði um að veiða og vinna aflann. Vandinn er sá að þegar aflinn fer beint í eigin vinnslu, án þess að fara í gegnum opinn markað, þá verður ekkert raunverulegt markaðsverð til. Verðið verður bara ákveðið í samningum – ekki af frjálsum markaði. Ég fagna því fyrirhuguðum breytingum ráðherra á veiðigjaldi sem munu leiðrétta þessa skekkju. Gagnrýnendur hafa bent á að þessi leið sem nú verði farin muni hafa veruleg áhrif á litlu- og meðalstóru útgerðirnar. Það er mikilvægt að halda því til haga að svo verður ekki. Ráðherra hefur tilkynnt að samhliða verði frítekjumark hækkað sem mun gagnast þessum fyrirtækjum verulega. Það er ekki verið að hækka veiðigjald flatt án þess að koma til móts við sjónarmið þeirra fyrirtækja. Fiskurinn er ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar, hann er líka í eigu hennar. Það er tímabært að gjöld fyrir afnot af henni endurspegli það verðmæti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar