Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar 26. mars 2025 09:31 Í liðinni viku gaf forseti Bandaríkjanna út tilskipun um færslu ábyrgðar á viðbrögðum við netárásum frá alríkisstjórninni til ríkjanna 50 sem mynda Bandaríkin. Þessi áherslubreyting er gerð á sama tíma og netárásir verða sífellt alvarlegri og útbreiddari - og óhætt að segja að hún geti haft varanleg áhrif á þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þetta veldur áhyggjum enda er full ástæða til að hafa áhyggjur af samhæfingu, samræmi og mismunandi getu ríkja til að verjast árásum. En hvað þýðir þetta fyrir okkur á Íslandi? Segja má að þessi þróun sé skýrt merki um að jafnvel tæknivæddustu þjóðir heims eiga í erfiðleikum með að halda í við netógnir. Árásaraðilar sækja í innviði Líkt og aðrar þjóðir standa Bandaríkin frammi fyrir síbreytilegu landslagi netárása. Skipulagðir netglæpahópar hakkara herja á fyrirtæki og stofnanir - og eru óþreytandi uppspretta nýrra árásaraðferða sem erfitt er að halda í við. Á sama tíma eykur flókin virðiskeðja hugbúnaðar - þar sem veikleikar í hugbúnaði sem fyrirtæki kaupa af öðrum eru nýttir til netárása - flækjustig þeirra varna sem grípa þarf til. Þá hafa netárásir óvinveittra þjóðríkja farið ört vaxandi með auknum stríðsátökum og óróleika á alþjóðasviðinu. Árásaraðilar hafa sérstakan áhuga á lykilinnviðum samfélaga, s.s. orkuinnviðum, vatnsveitum, fjármálakerfum, matvælaframleiðslu og innviðum heilbrigðisgeirans, því þannig geta þeir lamað heilu samfélögin án þess að til hefðbundins hernaðar þurfi að koma. Sá skortur á samræmi og samhæfingu sem fylgir dreifðari ábyrgð mun að öllum líkindum auðvelda árásaraðilum að gera netárásir á lykilinnviði einstakra ríkja Bandaríkjanna, enda munu sum ríki vera verr varin en önnur. Fyrir Ísland, sem er mjög háð stafrænum innviðum en hefur takmarkaða fjármuni í samanburði við til dæmis Bandaríkin, ætti þessi áherslubreyting að vera þörf áminning um mikilvægi markvissrar nálgunar við netöryggi. Netöryggi er þjóðaröryggi Ísland þarf að nálgast netöryggi sem hluta af þjóðaröryggi, ekki bara sem tæknimál sem er á ábyrgð tæknifólks. Það er því afar jákvætt að sjá að netöryggismál ríkisins, þar á meðal CERT-IS (Netöryggissveit stjórnvalda), flytjast til utanríkisráðuneytisins og þá áherslu sem lögð verður á miðlæga og samhæfða stefnu um netöryggi á landsvísu. Með þessu móti verður hægt að efla viðbúnað og samhæfingu viðbragða gegn netógnum, og stíga mikilvæg skref í þá átt að styrkja þjóðaröryggi Íslands á stafrænum vettvangi. Stjórnendur bera ábyrgð og þurfa úrræði Á sama tíma er brýnt að valdefla og styðja við þær stofnanir sem bera endanlega ábyrgð á því að lykilinnviðir samfélagsins lamist ekki þegar þeir verða fyrir árásum, enda fullvíst að öll fyrirtæki og stofnanir munu einhverntímann verða fyrir netárásum. Framkvæmd netöryggis og endanleg ábyrgð liggur nefnilega hjá stjórnendum þessara stofnana - og samkvæmt NIS-2 reglugerðinni munu þeir bera persónulega ábyrgð á afleiðingum netárása hafi þeir ekki gripið til nægilegra netöryggisráðstafana. Netöryggið byrjar hjá notandanum Þegar kemur að netöryggi liggur stærsti veikleiki allra þjóða í skorti á vitund um og þekkingu á netöryggi. Fyrirtæki og stofnanir munu ekki geta byggt upp þann mannauð sem þarf til að halda í við veldisvöxt netárása. Við getum hins vegar nýtt bestu mögulegu leiðir sem í boði eru til að fyrirbyggja alvarlegar afleiðingar netárása. Þar skiptir mestu að innleiða stefnu sem byggir á því að ekki sé hægt að treysta aðgerðum, t.d. í gegnum fjartengingar, sjálfkrafa (Zero-Trust). Í því felst meðal annars að aðgangur allra notenda að kerfum fyrirtækja og stofnana er stöðugt sannreyndur - og að gert sé ráð fyrir að hakkari hafi nú þegar komist inn í kerfin í gegnum fjartengingu. Ný hugsun – nýjar varnir Rúmlega 90% gagnagíslaárása eru framkvæmdar í gegnum fjartengingar, sem hakkarar nýta til að komast óséðir inn í kerfi og safna viðkvæmum gögnum yfir lengri tíma. Rannsóknir sýna að hakkarar hafa að meðaltali 280 daga til að athafna sig innan kerfa áður en þeirra verður vart. Fjöldi netárása sem heppnast, þrátt fyrir hefðbundnar öryggislausnir, undirstrikar mikilvægi þess að við séum skrefi á undan netglæpamönnum.Þessi staðreynd segir okkur að fyrirtæki og stofnanir verða að ganga lengra í netöryggi en hefðbundin auðkenningar- og aðgangsstýringarkerfi bjóða upp á. Nauðsynlegt er að innleiða lausnir sem tryggja að raunverulegur notandi – ekki árásaraðili – standi á bak við allar aðgerðir í viðkvæmum kerfum. Slík staðfesting á öllum notendasamskiptum í rauntíma skiptir sköpum við að greina flóknar árásir og stöðva þær áður en þær valda skaða, s.s. gagnagíslatöku og leka persónugreinanlegra upplýsinga um notendur og viðskiptavini, eða yfirtöku á stjórn innviða. Netöryggi er hópíþrótt Það er brýnt að við lítum á netöryggi sem óaðskiljanlegan hluta af þjóðaröryggi og vinnum saman - stjórnvöld, fyrirtæki og stofnanir - að því að nálgast netöryggi með heildstæðum, markvissum og samhæfðum hætti og nýtum til þess bestu mögulegu tæknilausnir. Aðeins þannig getum við mætt vaxandi ógn í síbreytilegu landslagi netárása - sem virða engin landamæri. Höfundur er framkvæmdastjóri og einn stofnenda netöryggisfyrirtæksins Keystrike. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku gaf forseti Bandaríkjanna út tilskipun um færslu ábyrgðar á viðbrögðum við netárásum frá alríkisstjórninni til ríkjanna 50 sem mynda Bandaríkin. Þessi áherslubreyting er gerð á sama tíma og netárásir verða sífellt alvarlegri og útbreiddari - og óhætt að segja að hún geti haft varanleg áhrif á þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þetta veldur áhyggjum enda er full ástæða til að hafa áhyggjur af samhæfingu, samræmi og mismunandi getu ríkja til að verjast árásum. En hvað þýðir þetta fyrir okkur á Íslandi? Segja má að þessi þróun sé skýrt merki um að jafnvel tæknivæddustu þjóðir heims eiga í erfiðleikum með að halda í við netógnir. Árásaraðilar sækja í innviði Líkt og aðrar þjóðir standa Bandaríkin frammi fyrir síbreytilegu landslagi netárása. Skipulagðir netglæpahópar hakkara herja á fyrirtæki og stofnanir - og eru óþreytandi uppspretta nýrra árásaraðferða sem erfitt er að halda í við. Á sama tíma eykur flókin virðiskeðja hugbúnaðar - þar sem veikleikar í hugbúnaði sem fyrirtæki kaupa af öðrum eru nýttir til netárása - flækjustig þeirra varna sem grípa þarf til. Þá hafa netárásir óvinveittra þjóðríkja farið ört vaxandi með auknum stríðsátökum og óróleika á alþjóðasviðinu. Árásaraðilar hafa sérstakan áhuga á lykilinnviðum samfélaga, s.s. orkuinnviðum, vatnsveitum, fjármálakerfum, matvælaframleiðslu og innviðum heilbrigðisgeirans, því þannig geta þeir lamað heilu samfélögin án þess að til hefðbundins hernaðar þurfi að koma. Sá skortur á samræmi og samhæfingu sem fylgir dreifðari ábyrgð mun að öllum líkindum auðvelda árásaraðilum að gera netárásir á lykilinnviði einstakra ríkja Bandaríkjanna, enda munu sum ríki vera verr varin en önnur. Fyrir Ísland, sem er mjög háð stafrænum innviðum en hefur takmarkaða fjármuni í samanburði við til dæmis Bandaríkin, ætti þessi áherslubreyting að vera þörf áminning um mikilvægi markvissrar nálgunar við netöryggi. Netöryggi er þjóðaröryggi Ísland þarf að nálgast netöryggi sem hluta af þjóðaröryggi, ekki bara sem tæknimál sem er á ábyrgð tæknifólks. Það er því afar jákvætt að sjá að netöryggismál ríkisins, þar á meðal CERT-IS (Netöryggissveit stjórnvalda), flytjast til utanríkisráðuneytisins og þá áherslu sem lögð verður á miðlæga og samhæfða stefnu um netöryggi á landsvísu. Með þessu móti verður hægt að efla viðbúnað og samhæfingu viðbragða gegn netógnum, og stíga mikilvæg skref í þá átt að styrkja þjóðaröryggi Íslands á stafrænum vettvangi. Stjórnendur bera ábyrgð og þurfa úrræði Á sama tíma er brýnt að valdefla og styðja við þær stofnanir sem bera endanlega ábyrgð á því að lykilinnviðir samfélagsins lamist ekki þegar þeir verða fyrir árásum, enda fullvíst að öll fyrirtæki og stofnanir munu einhverntímann verða fyrir netárásum. Framkvæmd netöryggis og endanleg ábyrgð liggur nefnilega hjá stjórnendum þessara stofnana - og samkvæmt NIS-2 reglugerðinni munu þeir bera persónulega ábyrgð á afleiðingum netárása hafi þeir ekki gripið til nægilegra netöryggisráðstafana. Netöryggið byrjar hjá notandanum Þegar kemur að netöryggi liggur stærsti veikleiki allra þjóða í skorti á vitund um og þekkingu á netöryggi. Fyrirtæki og stofnanir munu ekki geta byggt upp þann mannauð sem þarf til að halda í við veldisvöxt netárása. Við getum hins vegar nýtt bestu mögulegu leiðir sem í boði eru til að fyrirbyggja alvarlegar afleiðingar netárása. Þar skiptir mestu að innleiða stefnu sem byggir á því að ekki sé hægt að treysta aðgerðum, t.d. í gegnum fjartengingar, sjálfkrafa (Zero-Trust). Í því felst meðal annars að aðgangur allra notenda að kerfum fyrirtækja og stofnana er stöðugt sannreyndur - og að gert sé ráð fyrir að hakkari hafi nú þegar komist inn í kerfin í gegnum fjartengingu. Ný hugsun – nýjar varnir Rúmlega 90% gagnagíslaárása eru framkvæmdar í gegnum fjartengingar, sem hakkarar nýta til að komast óséðir inn í kerfi og safna viðkvæmum gögnum yfir lengri tíma. Rannsóknir sýna að hakkarar hafa að meðaltali 280 daga til að athafna sig innan kerfa áður en þeirra verður vart. Fjöldi netárása sem heppnast, þrátt fyrir hefðbundnar öryggislausnir, undirstrikar mikilvægi þess að við séum skrefi á undan netglæpamönnum.Þessi staðreynd segir okkur að fyrirtæki og stofnanir verða að ganga lengra í netöryggi en hefðbundin auðkenningar- og aðgangsstýringarkerfi bjóða upp á. Nauðsynlegt er að innleiða lausnir sem tryggja að raunverulegur notandi – ekki árásaraðili – standi á bak við allar aðgerðir í viðkvæmum kerfum. Slík staðfesting á öllum notendasamskiptum í rauntíma skiptir sköpum við að greina flóknar árásir og stöðva þær áður en þær valda skaða, s.s. gagnagíslatöku og leka persónugreinanlegra upplýsinga um notendur og viðskiptavini, eða yfirtöku á stjórn innviða. Netöryggi er hópíþrótt Það er brýnt að við lítum á netöryggi sem óaðskiljanlegan hluta af þjóðaröryggi og vinnum saman - stjórnvöld, fyrirtæki og stofnanir - að því að nálgast netöryggi með heildstæðum, markvissum og samhæfðum hætti og nýtum til þess bestu mögulegu tæknilausnir. Aðeins þannig getum við mætt vaxandi ógn í síbreytilegu landslagi netárása - sem virða engin landamæri. Höfundur er framkvæmdastjóri og einn stofnenda netöryggisfyrirtæksins Keystrike.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun