Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Árni Sæberg skrifar 26. mars 2025 12:30 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Vísir/Einar Hætta er á að áhrif tollastríðs Bandaríkjanna og annarra ríkja nái til Íslands með beinum eða óbeinum hætti. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir mikla óvissu í alþjóðamálum geta reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins. Seðlabankastjóri segir mikinn viðnámsþrótt í efnahagskerfinu en tollastríð gæti þó haft neikvæð áhrif á lífskjör almennings. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin var út í morgun segir að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Hins vegar sé mikil óvissa uppi í alþjóðamálum. Nefndin vísar þar greinilega til væringa í samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada, Kína og fleiri ríki og tollastríðs á milli þeirra. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir áhrif tollastríðs eiga eftir að koma í ljós. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir ræddi við hann að loknum blaðamannafundi í morgun. „Það liggur fyrir að við erum lítil þjóð sem er háð útflutningi. Þannig að bara orðið tollar og viðskiptastríð kemur mjög illa við okkur. Það er ekkert sem bendir til þess að þetta muni lenda á okkur sérstaklega en við vitum það ekki. En auðvitað höfum við aðeins áhyggjur af þessu.“ Unni hafi verið markvisst að því að byggja upp viðnámsþrótt Þá segir hann að unnið hafi verið markvisst að því að byggja upp viðnámsþrótt til þess að takast á við afleiðingar utanaðkomandi óvissuþátta. „Við höfum lagt á það höfuðáherslu á að byggja upp viðnámsþrótt hjá þjóðarbúinu, til þess að geta staðist áföll. Bæði með því að takmarka skuldasöfnun hjá heimilum og fyrirtækjum, láta bankana vera með mikið eigið fé, vera með stóran gjaldeyrisvaraforða. Við erum líka að reyna að byggja upp viðnámsþrótt hvað varðar greiðslumiðlun í landinu.“ Almenningur gæti fundið fyrir áhrifum Þrátt fyrir þennan viðnámsþrótt sé ekki útilokað að tollastríð komi niður á lífskjörum almennings. Ísland sé ekki hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins og því liggi bein áhrif ekki fyrir. Það sé möguleiki að þau verði einhver sem og að það sé alltaf möguleiki á að eitthvað fleira gerist í alþjóðamálunum. „Það er mjög mikilvægt að íslenska þjóðin átti sig á því að lífskjör okkar velta á því hvað okkur tekst að framleiða og selja í útlöndum. Þannig að við getum ekki einangrað þjóðina frá öllum áföllum. Ef verðmæti okkar útflutnings minnkar vegna þessa stríðs þá mun það koma niður á lífskjörum. Við getum ekki komið í veg fyrir það þó að við getum reynt að tryggja stöðugleika á fjármálamarkaði og svo framvegis, þá er þetta sú áhætta sem þjóðin verður að bera.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin var út í morgun segir að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Hins vegar sé mikil óvissa uppi í alþjóðamálum. Nefndin vísar þar greinilega til væringa í samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada, Kína og fleiri ríki og tollastríðs á milli þeirra. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir áhrif tollastríðs eiga eftir að koma í ljós. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir ræddi við hann að loknum blaðamannafundi í morgun. „Það liggur fyrir að við erum lítil þjóð sem er háð útflutningi. Þannig að bara orðið tollar og viðskiptastríð kemur mjög illa við okkur. Það er ekkert sem bendir til þess að þetta muni lenda á okkur sérstaklega en við vitum það ekki. En auðvitað höfum við aðeins áhyggjur af þessu.“ Unni hafi verið markvisst að því að byggja upp viðnámsþrótt Þá segir hann að unnið hafi verið markvisst að því að byggja upp viðnámsþrótt til þess að takast á við afleiðingar utanaðkomandi óvissuþátta. „Við höfum lagt á það höfuðáherslu á að byggja upp viðnámsþrótt hjá þjóðarbúinu, til þess að geta staðist áföll. Bæði með því að takmarka skuldasöfnun hjá heimilum og fyrirtækjum, láta bankana vera með mikið eigið fé, vera með stóran gjaldeyrisvaraforða. Við erum líka að reyna að byggja upp viðnámsþrótt hvað varðar greiðslumiðlun í landinu.“ Almenningur gæti fundið fyrir áhrifum Þrátt fyrir þennan viðnámsþrótt sé ekki útilokað að tollastríð komi niður á lífskjörum almennings. Ísland sé ekki hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins og því liggi bein áhrif ekki fyrir. Það sé möguleiki að þau verði einhver sem og að það sé alltaf möguleiki á að eitthvað fleira gerist í alþjóðamálunum. „Það er mjög mikilvægt að íslenska þjóðin átti sig á því að lífskjör okkar velta á því hvað okkur tekst að framleiða og selja í útlöndum. Þannig að við getum ekki einangrað þjóðina frá öllum áföllum. Ef verðmæti okkar útflutnings minnkar vegna þessa stríðs þá mun það koma niður á lífskjörum. Við getum ekki komið í veg fyrir það þó að við getum reynt að tryggja stöðugleika á fjármálamarkaði og svo framvegis, þá er þetta sú áhætta sem þjóðin verður að bera.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira