Bayern tapaði í kvöld 3-1 á útivelli gegn franska stórliðinu Lyon. Brekkan var brött þar sem Lyon vann fyrri leikinn 2-0 en mark Klöru Bühl í fyrri hálfleik gaf gestunum frá Bæjaralandi von. Staðan var 0-1 í hálfleik en í þeim síðari sýndu heimakonur mátt sinn og megin.
💥 Klara Bühl finds a way and Bayern find hope in Lyon!
— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 26, 2025
Watch the game live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/NqKwQCN6jp
Melchie Dumornay jafnaði metin eftir undirbúning Kadidiatou Diani. Það var svo Diani sem kom Lyon yfir áður en hún lagði upp þriðja mark liðsins. Það skoraði Tabitha Chawinga.
✨ Tabitha Chawinga at the end of a stunning Lyon attack to go 3-1 up against Bayern, after trailing at the break!
— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 26, 2025
Watch the game live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/VhB7vttaCQ
Þegar komið var vel inn í uppbótartíma bætti markadrottningin Ada Hegerberg við fjórða marki Lyon eftir sendingu Dumornay. Staðan orðin 4-1 og reyndust að lokatölur. Lyon vinnur því einvígið 6-1 samanlagt og er til alls líklegt í Meistaradeildinni í ár.