Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar 28. mars 2025 08:01 Við spurningunum sem eru yfirskrift þessarar greinar er ekkert eitt rétt svar, en þau sem fást við rannsóknir á gervigreind eru á meðal þeirra sem reyna að finna einhver svör. Gervigreind er orðin órjúfanlegur hluti af samfélaginu og atvinnulífinu. Tækni sem áður sást bara í kvikmyndum og vísindaskáldsögum er nú farin að umbreyta því hvernig við vinnum, lifum og leysum verkefni í daglegu lífi. Mörgum þykir þessi tækni framandi og nýstárleg en færri vita að rætur gervigreindar má rekja áratugi aftur í tímann, eða allt aftur til miðrar 20. aldar þegar fræðimenn byrjuðu að þróa reiknirit sem gátu hermt eftir mannlegri hugsun. Alan Turing lagði grunninn að fræðunum með Turing-prófinu árið 1950. Gervigreind var síðan formelga skilgreind sem fræðigrein á Dartmouth-ráðstefnunni (The Dartmouth Summer Research Project on Artificial Intelligence) árið 1956. Á næstu áratugum þróaðist tæknin í gegnum reglubundin reiknirit, en það má segja að á 21. öldinni hafi tækninni síðan fleygt fram í takti við það að tölvur verða sífellt öflugri og gagnaöflun auðveldari. Háskólinn í Reykjavík hefur um árabil verið framarlega þegar kemur að kennslu og rannsóknum í gervigreind. Við tölvunarfræðideild skólans er starfrækt Gervigreindarsetur HR – Center for Analysis and Design of Intelligent Agents (CADIA) en CADIA fagnar 20 ára afmæli sínu í ár. Þá er tölvunarfræðideildin einnig í nánu samstarfi við Vitvélastofnun Íslands sem vísindamenn við HR stofnuðu árið 2009. Sérstaða HR hvað varðar kennslu og rannsóknir í gervigreind felst meðal annars í því að við þekkjum vel og notum þær aðferðir sem nú eru mest í notkun við stór mállíkön, sem smíðuð eru úr gríðarlega stórum gagnasöfnum. Samhliða eru vísindamenn okkar framarlega í rannsóknum á gervigreind sem lærir af smágögnum, sem gæti fært okkur nær alvöru greind, og hugbúnaði sem býr yfir raunverulegum skilningi og rökhugsun. Sem svar við þeirri þróun sem orðið hefur undanfarin ár á sviði gervigreindar og þeirri staðreynd að hún mun aðeins verða fyrirferðarmeiri í daglegu lífi okkar en hún er nú þegar, hefur HR sett af stað nýtt meistaranám í gervigreind. Meistaranámið er hannað til að veita nemendum djúpan skilning og færni í að þróa, þjálfa og nýta gervigreind í margvíslegum tilgangi. Auk þess munu nemendur kynnast þeim siðferðislegu áskorunum sem fylgja þróun og notkun tækninnar, og læra hvernig hægt er að nálgast þessar áskoranir á ábyrgan hátt. Það er afar mikilvægt að á Íslandi sé boðið upp á metnaðarfullt og framsækið framhaldsnám. Með því að efla sérfræðiþekkingu í gervigreind styrkjum við samkeppnishæfni landsins á alþjóðavísu og aukum tækifæri til nýsköpunar innanlands. Með nýju meistaranámi í gervigreind leggur HR sín lóð á vogarskálarnar með það að markmiði að undirbúa samfélagið fyrir framtíðina. Ég hvet alla til að kíkja til okkar í Háskólann í Reykjavík miðvikudaginn 2. apríl á milli kl. 16:30 og 18 þar sem við munum nánar kynna allt meistaranám við skólann, meðal annars námið í gervigreind. Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hann notaði sína takmörkuðu greind sem og gervigreind til þess að skrifa þessa grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Henning Arnór Úlfarsson Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Við spurningunum sem eru yfirskrift þessarar greinar er ekkert eitt rétt svar, en þau sem fást við rannsóknir á gervigreind eru á meðal þeirra sem reyna að finna einhver svör. Gervigreind er orðin órjúfanlegur hluti af samfélaginu og atvinnulífinu. Tækni sem áður sást bara í kvikmyndum og vísindaskáldsögum er nú farin að umbreyta því hvernig við vinnum, lifum og leysum verkefni í daglegu lífi. Mörgum þykir þessi tækni framandi og nýstárleg en færri vita að rætur gervigreindar má rekja áratugi aftur í tímann, eða allt aftur til miðrar 20. aldar þegar fræðimenn byrjuðu að þróa reiknirit sem gátu hermt eftir mannlegri hugsun. Alan Turing lagði grunninn að fræðunum með Turing-prófinu árið 1950. Gervigreind var síðan formelga skilgreind sem fræðigrein á Dartmouth-ráðstefnunni (The Dartmouth Summer Research Project on Artificial Intelligence) árið 1956. Á næstu áratugum þróaðist tæknin í gegnum reglubundin reiknirit, en það má segja að á 21. öldinni hafi tækninni síðan fleygt fram í takti við það að tölvur verða sífellt öflugri og gagnaöflun auðveldari. Háskólinn í Reykjavík hefur um árabil verið framarlega þegar kemur að kennslu og rannsóknum í gervigreind. Við tölvunarfræðideild skólans er starfrækt Gervigreindarsetur HR – Center for Analysis and Design of Intelligent Agents (CADIA) en CADIA fagnar 20 ára afmæli sínu í ár. Þá er tölvunarfræðideildin einnig í nánu samstarfi við Vitvélastofnun Íslands sem vísindamenn við HR stofnuðu árið 2009. Sérstaða HR hvað varðar kennslu og rannsóknir í gervigreind felst meðal annars í því að við þekkjum vel og notum þær aðferðir sem nú eru mest í notkun við stór mállíkön, sem smíðuð eru úr gríðarlega stórum gagnasöfnum. Samhliða eru vísindamenn okkar framarlega í rannsóknum á gervigreind sem lærir af smágögnum, sem gæti fært okkur nær alvöru greind, og hugbúnaði sem býr yfir raunverulegum skilningi og rökhugsun. Sem svar við þeirri þróun sem orðið hefur undanfarin ár á sviði gervigreindar og þeirri staðreynd að hún mun aðeins verða fyrirferðarmeiri í daglegu lífi okkar en hún er nú þegar, hefur HR sett af stað nýtt meistaranám í gervigreind. Meistaranámið er hannað til að veita nemendum djúpan skilning og færni í að þróa, þjálfa og nýta gervigreind í margvíslegum tilgangi. Auk þess munu nemendur kynnast þeim siðferðislegu áskorunum sem fylgja þróun og notkun tækninnar, og læra hvernig hægt er að nálgast þessar áskoranir á ábyrgan hátt. Það er afar mikilvægt að á Íslandi sé boðið upp á metnaðarfullt og framsækið framhaldsnám. Með því að efla sérfræðiþekkingu í gervigreind styrkjum við samkeppnishæfni landsins á alþjóðavísu og aukum tækifæri til nýsköpunar innanlands. Með nýju meistaranámi í gervigreind leggur HR sín lóð á vogarskálarnar með það að markmiði að undirbúa samfélagið fyrir framtíðina. Ég hvet alla til að kíkja til okkar í Háskólann í Reykjavík miðvikudaginn 2. apríl á milli kl. 16:30 og 18 þar sem við munum nánar kynna allt meistaranám við skólann, meðal annars námið í gervigreind. Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hann notaði sína takmörkuðu greind sem og gervigreind til þess að skrifa þessa grein.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun