Emil og Jökull voru vinsælustu fyrstu eiginnöfn meðal nýfæddra drengja á síðasta ári en 31 drengjum var gefið nafnið Emil og 31 drengjum nafnið Jökull. Næst vinsælustu nöfnin meðal drengja voru Óliver og Matthías.
Samanburður milli ára
Ef horft er á samanburð á milli ára má sjá að drengjanöfnin Emil og Jökull taka fyrsta sætið af Birni. Matthías tekur stökk úr 41. sæti í fjórða og Birkir hækkar einnig verulega.
Hvað stúlkurnar varðar má sjá að Aþena og Embla taka fyrsta sætið af Emilíu. Nöfnin Emilía, Birta og Sara raða sér í sætin þar á eftir. Hástökkið á topp 10 listanum er nafnið Júlía sem fer úr 33. sæti í það 7. - 10.
Algengustu fyrstu eiginnöfnin
Algengustu fyrstu eiginnöfnin á landinu má sjá hér að neðan og er röðun nafna lítillega breytt á milli ára. Með algengustu fyrstu eiginnöfnin er átt við alla núlifandi Íslendinga búsetta hér á landi.
Fjöldatölur miðast við 27. mars 2025.
Röð, nafn, fjöldi
1. Jón 4.938
2 .Anna 4.792
3. Guðrún 4.341
4. Sigurður 3.974
5. Guðmundur 3.739
6. Kristín 3.347
7. Sigríður 3.069
8. Gunnar 3.033
9. Margrét 2.770
10. Helga 2.664