Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Árni Jóhannsson skrifar 27. mars 2025 21:49 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var pirraður eftir tapið í kvöld og mátti vel vera það. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar gat ekki glaðst yfir því að hafa náð að hanga á öðru sæti deildarinnar. Hann var pirraður út af tapinu og einnig út af dómurunum. Stjarnan tapaði fyrir Njarðvíkingur 103-107 og það eru mörg atriði sem þarf að hafa áhyggjur af hjá Stjörnunni. Baldur var spurður að því hvaða tilfinningar bærðust innra með honum strax eftir leik hafandi tapað en náð að lenda í öðru sæti deildarinnar. „Ég er bara pirraður yfir því að hafa tapað. Það eru svona helstu tilfinningar mínar eftir leikinn.“ Hann var þá spurður að því hvað hans menn hefðu getað gert betur. Stjarnan var níu stigum yfir í hálfleik og litu mjög vel út, vörðust vel og hittu vel. Annað var upp á teningnum í þeim sinni. „Njarðvík voru bara hrikalega góðir hérna í seinni hálfleik. Hvert einasta skot sem þeir fengu bara rataði rétta leið og það var erfitt. Þeir skoruðu 60 stig og það er ekki sérlega gott. Þetta var ekki nægjanlega gott varnarlega í seinni hálfleik. Við þurfum að gera betur.“ Stjörnumenn hafa tapað tveimur leikjum í deild og einum í bikar undanfarið og var Baldur spurður að því hvort varnarleikurinn væri hans helsta áhyggjuefni farandi inn í úrslitakeppnina. „Það eru mörg áhyggjuefni. Við þurfum að vera betri á mörgum stöðum. Við vorum góðir í fyrri hálfleik en það þurfa fleiri hlutir að smella fyrir okkur.“ Mikil harka var í leiknum, enda mikið úti, og dómarar leiksins flautuðu mjög mikið á báða bóga. Baldur vatt sér að dómurum leiksins eftir að leik lauk og átti samtal. Hvað var rætt? „Ég er tapsár og allt það. Þetta var bara lélegt. Ég reikna með að hinir leikirnir séu búnir fyrir löngu sem voru spilaðir. Þetta var bara þvílíka „over“ kallið hérna. Missa stjórn á leiknum og þá reyna þeir að verja sig með því að flauta á hverja einustu snertingu. Þetta var bara ekki gott miðað við að þetta var topp slagur. Þetta var vont í alla staði og leikurinn fyrir vikið hundleiðinlegur. Leikurinn stoppaði stanslaust hérna í allt kvöld. Þetta var bara ekki gott fyrir körfuboltann.“ Hvað ætlar Baldur að segja við sína menn eftir leikinn í kvöld? „Bara svipað og alltaf þegar maður tapar. Það má ekki dvelja of lengi við þetta og við þurfum bara að snúa þessu við. Við þurfum að eflast og gera betur og standa saman og allt þetta. Við þurfum bara að halda áfram.“ Bónus-deild karla Stjarnan Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Baldur var spurður að því hvaða tilfinningar bærðust innra með honum strax eftir leik hafandi tapað en náð að lenda í öðru sæti deildarinnar. „Ég er bara pirraður yfir því að hafa tapað. Það eru svona helstu tilfinningar mínar eftir leikinn.“ Hann var þá spurður að því hvað hans menn hefðu getað gert betur. Stjarnan var níu stigum yfir í hálfleik og litu mjög vel út, vörðust vel og hittu vel. Annað var upp á teningnum í þeim sinni. „Njarðvík voru bara hrikalega góðir hérna í seinni hálfleik. Hvert einasta skot sem þeir fengu bara rataði rétta leið og það var erfitt. Þeir skoruðu 60 stig og það er ekki sérlega gott. Þetta var ekki nægjanlega gott varnarlega í seinni hálfleik. Við þurfum að gera betur.“ Stjörnumenn hafa tapað tveimur leikjum í deild og einum í bikar undanfarið og var Baldur spurður að því hvort varnarleikurinn væri hans helsta áhyggjuefni farandi inn í úrslitakeppnina. „Það eru mörg áhyggjuefni. Við þurfum að vera betri á mörgum stöðum. Við vorum góðir í fyrri hálfleik en það þurfa fleiri hlutir að smella fyrir okkur.“ Mikil harka var í leiknum, enda mikið úti, og dómarar leiksins flautuðu mjög mikið á báða bóga. Baldur vatt sér að dómurum leiksins eftir að leik lauk og átti samtal. Hvað var rætt? „Ég er tapsár og allt það. Þetta var bara lélegt. Ég reikna með að hinir leikirnir séu búnir fyrir löngu sem voru spilaðir. Þetta var bara þvílíka „over“ kallið hérna. Missa stjórn á leiknum og þá reyna þeir að verja sig með því að flauta á hverja einustu snertingu. Þetta var bara ekki gott miðað við að þetta var topp slagur. Þetta var vont í alla staði og leikurinn fyrir vikið hundleiðinlegur. Leikurinn stoppaði stanslaust hérna í allt kvöld. Þetta var bara ekki gott fyrir körfuboltann.“ Hvað ætlar Baldur að segja við sína menn eftir leikinn í kvöld? „Bara svipað og alltaf þegar maður tapar. Það má ekki dvelja of lengi við þetta og við þurfum bara að snúa þessu við. Við þurfum að eflast og gera betur og standa saman og allt þetta. Við þurfum bara að halda áfram.“
Bónus-deild karla Stjarnan Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn