Óttast að mörg hundruð séu látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. mars 2025 10:44 Mun fleiri myndir hafa borist inn á fréttaveiturnar frá Bankok en frá Mjanmar en hér má sjá sjúklinga spítala í Bangkok bíða úti á götu. AP/Sakchai Lalit Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi. Óttast er að hundruð séu látin. Fólk hefur verið varað við fleiri eftirskjálftum á næstu sex klukkustundum. Átta létust og óttast er að fleiri séu fastir undir rústum eftir að hús í byggingu hrundi í Pyi Gyi Tagon í Mandalay, næst stærstu borg Mjanmar. Skjálftarnir áttu upptök sín inni í miðju landi.vísir/grafík Þá eru þrír látnir eftir að háhýsi í byggingu í Bangkok hrundi. Varnarmálaráðherra Taílands segir 90 saknað en svo virðist sem fjöldi verkamanna hafi verið að störfum þegar skjálftarnir riðu yfir. Fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá vettvangi í Bangkok. Þrír létust einnig í bænum Taungoo í Mjanmar þegar hluti mosku hrundi í skjálftunum. Þá hafa óstaðfestar frengir borist af því að 20 hafi látist þegar moska hrundi í Mandalay og að tveir hafi látist og 20 særst þegar hótel hrundi í Aung Ban. Stjórnvöld í Mjanmar hafa lýst yfir neyðarástandi í sex héruðum og þá hefur viðbragðsstjórn verið komið á laggirnar í Bangkok. Lögregla og viðbragðsaðilar vinna að því að aðstoða fólk við að koma sér úr eyðilögðum byggingum og til að stjórna umferð. Fjöldi vega fór illa í skjálftunum. Á samfélagsmiðlum má sjá fjölda myndskeiða sem sýna hrundar eða hálf-hrundar byggingar. Einnig má sjá fólk flýja út úr bygginum þar sem ryk hangir í loftinu. Ferðamenn hafa lýst upplifun sinni af skjálftunum í samtali við AP og segja fólk hafa „öskrað og panikkað“ í verslunarmiðstöð og úti á götu í Bangkok. Fraser Morgun sagði mikla hræðslu hafa gripið um sig í verslunarmiðstöðinni þar sem hann var staddur þegar fyrri skjálftinn reið yfir. Fólk hafi tekið á rás og meðal annars reynt að hlaupa niður rúllustiga á uppleið. „Það var mikið um öskur og panikk“ segir hann. Þá lýsir Pal Vincent frá Englandi því hvernig vatn gusaðist úr sundlaug ofan á háhýsi og aðrir byggingar hreinlega dönsuðu. Rætt er við ferðamennina í myndskeiðinu hér fyrir neðan. Mjanmar Taíland Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Óttast er að hundruð séu látin. Fólk hefur verið varað við fleiri eftirskjálftum á næstu sex klukkustundum. Átta létust og óttast er að fleiri séu fastir undir rústum eftir að hús í byggingu hrundi í Pyi Gyi Tagon í Mandalay, næst stærstu borg Mjanmar. Skjálftarnir áttu upptök sín inni í miðju landi.vísir/grafík Þá eru þrír látnir eftir að háhýsi í byggingu í Bangkok hrundi. Varnarmálaráðherra Taílands segir 90 saknað en svo virðist sem fjöldi verkamanna hafi verið að störfum þegar skjálftarnir riðu yfir. Fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá vettvangi í Bangkok. Þrír létust einnig í bænum Taungoo í Mjanmar þegar hluti mosku hrundi í skjálftunum. Þá hafa óstaðfestar frengir borist af því að 20 hafi látist þegar moska hrundi í Mandalay og að tveir hafi látist og 20 særst þegar hótel hrundi í Aung Ban. Stjórnvöld í Mjanmar hafa lýst yfir neyðarástandi í sex héruðum og þá hefur viðbragðsstjórn verið komið á laggirnar í Bangkok. Lögregla og viðbragðsaðilar vinna að því að aðstoða fólk við að koma sér úr eyðilögðum byggingum og til að stjórna umferð. Fjöldi vega fór illa í skjálftunum. Á samfélagsmiðlum má sjá fjölda myndskeiða sem sýna hrundar eða hálf-hrundar byggingar. Einnig má sjá fólk flýja út úr bygginum þar sem ryk hangir í loftinu. Ferðamenn hafa lýst upplifun sinni af skjálftunum í samtali við AP og segja fólk hafa „öskrað og panikkað“ í verslunarmiðstöð og úti á götu í Bangkok. Fraser Morgun sagði mikla hræðslu hafa gripið um sig í verslunarmiðstöðinni þar sem hann var staddur þegar fyrri skjálftinn reið yfir. Fólk hafi tekið á rás og meðal annars reynt að hlaupa niður rúllustiga á uppleið. „Það var mikið um öskur og panikk“ segir hann. Þá lýsir Pal Vincent frá Englandi því hvernig vatn gusaðist úr sundlaug ofan á háhýsi og aðrir byggingar hreinlega dönsuðu. Rætt er við ferðamennina í myndskeiðinu hér fyrir neðan.
Mjanmar Taíland Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent