Saka lögregluna um að rægja Kínverja Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2025 11:59 Kínverska sendiráðið í Bríetartúni í Reykjavík, aðeins steinsnar frá skrifstofum ríkislögreglustjóra og lögreglunnistöðinni á Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm Talsmaður kínverska sendiráðsins á Íslandi gagnrýnir fullyrðingar fulltrúa ríkislögreglustjóra um njósnir Kínverja og sakar hann um að dreifa rógburði um Kína. Þótt talsmaðurinn segi sendiráðið á móti ummælum hans hafnar hann þeim ekki berum orðum. Tilefni yfirlýsingar sendiráðsins er erindi sem Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál í gær. Þar kynnti hann niðurstöður stöðumats um öryggisáskoranir og sagði tímabært að vekja máls á njósnum sem Kínverjar stunduðu á Íslandi og þar með á Íslandi. Kínversk fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar væru skyldaðir til þess að afhenda leyniþjónustu lands síns upplýsingar sem hún teldi varða við þjóðaröryggi. Þannig nýttu Kínverjar upplýsingar í hernaðarlegum tilgangi þótt þeirra hefði upphaflega verið aflað í öðrum tilgangi. Nefndi Karl Steinar sérstaklega óvissu um starfsemi norðurljósarannsóknastöðvar Kínverja á Kárshóli á Norðurlandi. Áhyggjur hafa komið fram um að hægt sé að nýta stöðina til fjarskiptanjósna. Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða - Vísir Talsmaður kínverska sendiráðsins segir að það hafi „tekið eftir“ ummælum fulltrúa ríkislögreglustjóra á ráðstefnunni þar sem hann hefði „ásakað og rægt“ Kína. „Við vorum agndofa yfir þeim, óánægð með þau og staðfastlega mótfallin þeim [e. opposed],“ segir í yfirlýsingunni sem birtist á vefsíðu sendiráðsins. Setji ekki fram stoðlausar ásakanir Því er ekki hafnað beinum orðum í yfirlýsingunni að Kínverjar stundi njósnir í Evrópu og Íslandi en talsmaðurinn segist hvetja „viðeigandi stofnanir“ til þess að láta af hroka og hleypidómum og stilla sig um að setja fram stoðlausar ásakanir og að dreifa kjaftasögum. Kína hafi hjálpað Íslandi að komast yfir afleiðingar efnahagshrunsins árið 2008 og stjórnvöld þar séu ákveðin í að efla vináttubönd og samvinnu við Ísland. Hvetur talsmaðurinn íslenskar stofnanir til þess að gæta sanngirni og að gera hluti sem bæti tengsl ríkjanna frekar en þá sem skaði þau. Utanríkismál Kína Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Tilefni yfirlýsingar sendiráðsins er erindi sem Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál í gær. Þar kynnti hann niðurstöður stöðumats um öryggisáskoranir og sagði tímabært að vekja máls á njósnum sem Kínverjar stunduðu á Íslandi og þar með á Íslandi. Kínversk fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar væru skyldaðir til þess að afhenda leyniþjónustu lands síns upplýsingar sem hún teldi varða við þjóðaröryggi. Þannig nýttu Kínverjar upplýsingar í hernaðarlegum tilgangi þótt þeirra hefði upphaflega verið aflað í öðrum tilgangi. Nefndi Karl Steinar sérstaklega óvissu um starfsemi norðurljósarannsóknastöðvar Kínverja á Kárshóli á Norðurlandi. Áhyggjur hafa komið fram um að hægt sé að nýta stöðina til fjarskiptanjósna. Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða - Vísir Talsmaður kínverska sendiráðsins segir að það hafi „tekið eftir“ ummælum fulltrúa ríkislögreglustjóra á ráðstefnunni þar sem hann hefði „ásakað og rægt“ Kína. „Við vorum agndofa yfir þeim, óánægð með þau og staðfastlega mótfallin þeim [e. opposed],“ segir í yfirlýsingunni sem birtist á vefsíðu sendiráðsins. Setji ekki fram stoðlausar ásakanir Því er ekki hafnað beinum orðum í yfirlýsingunni að Kínverjar stundi njósnir í Evrópu og Íslandi en talsmaðurinn segist hvetja „viðeigandi stofnanir“ til þess að láta af hroka og hleypidómum og stilla sig um að setja fram stoðlausar ásakanir og að dreifa kjaftasögum. Kína hafi hjálpað Íslandi að komast yfir afleiðingar efnahagshrunsins árið 2008 og stjórnvöld þar séu ákveðin í að efla vináttubönd og samvinnu við Ísland. Hvetur talsmaðurinn íslenskar stofnanir til þess að gæta sanngirni og að gera hluti sem bæti tengsl ríkjanna frekar en þá sem skaði þau.
Utanríkismál Kína Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira