Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. mars 2025 18:31 Taylor Jenkins var óvænt og að því er virðist ástæðulaust látinn fara. Christian Petersen/Getty Images NBA liðið Memphis Grizzlies hefur ákveðið að reka sigursælasta þjálfara í sögu félagsins, Taylor Jenkins, þegar aðeins níu leikir eru eftir af tímabilinu og úrslitakeppnin framundan. Jenkins hefur verið þjálfari liðsins síðustu sex tímabil, unnið 250 leiki og tapað 214. Hann hefur þrisvar komist í úrslitakeppnina með liðið og var líklega á leiðinni þangað í fjórða sinn enda liðið í fimmta sæti vesturdeildarinnar með 44 sigra og 29 töp. Liðinu hefur þó ekki vegnað mjög vel undanfarið, tapað fjórum af síðustu og alls tapað ellefu leikjum af nítján eftir hléið sem var vegna stjörnuleiksins. Búist var við því að liðið myndi leita að nýjum þjálfara eftir tímabilið en brottreksturinn var skyndilega tilkynntur og án ástæðu í dag. The @memgrizz today announced they have parted ways with head coach Taylor Jenkins. pic.twitter.com/92PAK2NssN— Grizzlies PR (@GrizzliesPR) March 28, 2025 Sögusagnir hafa verið á sveimi um óánægju Jenkins með yfirmenn sína hjá félaginu, sérstaklega eftir að hann var látinn skipta nánast öllu þjálfarateyminu út eftir slakan árangur á síðasta tímabili. Þá hefur þjálfarinn einnig sést rífast við stjörnuleikmann liðsins, Ja Morant, á hliðarlínunni í leik fyrr á tímabilinu. Ekki er víst hver mun taka við starfinu en aðstoðarþjálfarinn Toumas Iisalo mun væntanlega stýra liðinu í næstu leikjum hið minnsta. Hann er einn af nýju aðstoðarþjálfurunum sem Jenkins var ósáttur með, Iisalo er sagður hafa haft mikil áhrif á leikskipulag liðsins, sem hefur verið ógnarhratt, á tímabilinu. NBA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira
Jenkins hefur verið þjálfari liðsins síðustu sex tímabil, unnið 250 leiki og tapað 214. Hann hefur þrisvar komist í úrslitakeppnina með liðið og var líklega á leiðinni þangað í fjórða sinn enda liðið í fimmta sæti vesturdeildarinnar með 44 sigra og 29 töp. Liðinu hefur þó ekki vegnað mjög vel undanfarið, tapað fjórum af síðustu og alls tapað ellefu leikjum af nítján eftir hléið sem var vegna stjörnuleiksins. Búist var við því að liðið myndi leita að nýjum þjálfara eftir tímabilið en brottreksturinn var skyndilega tilkynntur og án ástæðu í dag. The @memgrizz today announced they have parted ways with head coach Taylor Jenkins. pic.twitter.com/92PAK2NssN— Grizzlies PR (@GrizzliesPR) March 28, 2025 Sögusagnir hafa verið á sveimi um óánægju Jenkins með yfirmenn sína hjá félaginu, sérstaklega eftir að hann var látinn skipta nánast öllu þjálfarateyminu út eftir slakan árangur á síðasta tímabili. Þá hefur þjálfarinn einnig sést rífast við stjörnuleikmann liðsins, Ja Morant, á hliðarlínunni í leik fyrr á tímabilinu. Ekki er víst hver mun taka við starfinu en aðstoðarþjálfarinn Toumas Iisalo mun væntanlega stýra liðinu í næstu leikjum hið minnsta. Hann er einn af nýju aðstoðarþjálfurunum sem Jenkins var ósáttur með, Iisalo er sagður hafa haft mikil áhrif á leikskipulag liðsins, sem hefur verið ógnarhratt, á tímabilinu.
NBA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira