Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Bjarki Sigurðsson skrifar 28. mars 2025 19:01 Skjáskot úr morgunrútínumyndbandi Ashton Hall. Sérfræðingur í svefnrannsóknum segir ekki ráðlagt að fórna svefni til þess að vakna fyrr á morgnana. Áhrifavaldar virðast keppast við að vakna fyrr og sýna að þeir komi sem mestu í verk yfir daginn. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvernig morgnar áhrifavaldsins Ashton Hall eru, að minnsta kosti að hans eigin sögn. Morgunrútínan hefur vakið mikla athygli meðal netverja og finnst mörgum hún vera ansi ýkt en hún tekur hann rúma fimm klukkutíma. View this post on Instagram A post shared by Ashton Hall (@ashtonhallofficial) Hann vaknar klukkan fjögur og fyrir klukkan níu er hann búinn að hugleiða, lesa, dýfa andlitinu í kalt vatn, fara í ræktina og í sund. Svo endar hann herlegheitin með því að nudda bananahýði í andlitið á sér, sem á að hjálpa við að losna við hrukkur og mýkja húðina. Fleiri áhrifavaldar hafa birt svipaðar rútínur, sem flestar innihalda að vakna eldsnemma. Til að mynda Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, sem vaknar klukkan þrjú að nóttu til svo hann geti nýtt tímann sinn betur. Erna Sif Arnardóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum, segir sjálfsagt mál að hátta sinni rútínu þannig að þú vaknir klukkan þrjú eða fjögur. Hins vegar megi ekki fórna svefni til þess. „Líkaminn okkar er þróaður á þann veg að við viljum vera vakandi og okkur líður best þegar það er sólarbirta og dagsbirta í umhverfinu. Auðvitað getur það verið erfitt á Íslandi en almennt er betra að vera í takti við þessar tímasetningar. En ef einhver fer alltaf að sofa klukkan sjö og vaknar klukkan þrjú og líður vel með það, þá er ekkert að því. Það er allt í lagi. En það er ekki betra heldur en að sofa frá ellefu til sjö,“ segir Erna. Erna Sif Arnardóttir er dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í svefnrannsóknum.Vísir Hún telur það geta haft slæm áhrif þegar áhrifavaldar segja það skila árangri að vakna svo snemma. „Ungt fólk sem er þá að upplifa: „Vá, ég á að vakna klukkan þrjú og þá á ég að fara í ræktina“. Við vitum að sumar af þessum líkamsræktum eru opnar á nóttunni og þá er eitthvað ungt fólk farið að byrja að draga sig úr rúminu klukkan þrjú. Þau eiga nú oft erfitt með að sofna snemma. Ungmenni eru oft meiri B-manneskjur eða kvöldmanneskjur. Sofna ekki fyrr en klukkan ellefu en vakna svo klukkan þrjú til að fara í ræktina. Það er alveg skelfilegt,“ segir Erna. Heilsa Svefn Samfélagsmiðlar Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira
Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvernig morgnar áhrifavaldsins Ashton Hall eru, að minnsta kosti að hans eigin sögn. Morgunrútínan hefur vakið mikla athygli meðal netverja og finnst mörgum hún vera ansi ýkt en hún tekur hann rúma fimm klukkutíma. View this post on Instagram A post shared by Ashton Hall (@ashtonhallofficial) Hann vaknar klukkan fjögur og fyrir klukkan níu er hann búinn að hugleiða, lesa, dýfa andlitinu í kalt vatn, fara í ræktina og í sund. Svo endar hann herlegheitin með því að nudda bananahýði í andlitið á sér, sem á að hjálpa við að losna við hrukkur og mýkja húðina. Fleiri áhrifavaldar hafa birt svipaðar rútínur, sem flestar innihalda að vakna eldsnemma. Til að mynda Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, sem vaknar klukkan þrjú að nóttu til svo hann geti nýtt tímann sinn betur. Erna Sif Arnardóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum, segir sjálfsagt mál að hátta sinni rútínu þannig að þú vaknir klukkan þrjú eða fjögur. Hins vegar megi ekki fórna svefni til þess. „Líkaminn okkar er þróaður á þann veg að við viljum vera vakandi og okkur líður best þegar það er sólarbirta og dagsbirta í umhverfinu. Auðvitað getur það verið erfitt á Íslandi en almennt er betra að vera í takti við þessar tímasetningar. En ef einhver fer alltaf að sofa klukkan sjö og vaknar klukkan þrjú og líður vel með það, þá er ekkert að því. Það er allt í lagi. En það er ekki betra heldur en að sofa frá ellefu til sjö,“ segir Erna. Erna Sif Arnardóttir er dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í svefnrannsóknum.Vísir Hún telur það geta haft slæm áhrif þegar áhrifavaldar segja það skila árangri að vakna svo snemma. „Ungt fólk sem er þá að upplifa: „Vá, ég á að vakna klukkan þrjú og þá á ég að fara í ræktina“. Við vitum að sumar af þessum líkamsræktum eru opnar á nóttunni og þá er eitthvað ungt fólk farið að byrja að draga sig úr rúminu klukkan þrjú. Þau eiga nú oft erfitt með að sofna snemma. Ungmenni eru oft meiri B-manneskjur eða kvöldmanneskjur. Sofna ekki fyrr en klukkan ellefu en vakna svo klukkan þrjú til að fara í ræktina. Það er alveg skelfilegt,“ segir Erna.
Heilsa Svefn Samfélagsmiðlar Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira